Leita í fréttum mbl.is

Innviđir kerfisins og almannaöryggi ?

 

 

 

Hruniđ sýndi okkur svart á hvítu hvernig hálaunađar eftirlitsstofnanir okkar voru í raun og veru, hvađ ţćr voru í veruleikanum falskar og ábyrgđarlausar. Margt gerđist sem átti ekki ađ geta gerst ef kerfiđ virkađi eins og fólki var talin trú um ađ ţađ gerđi !

 

Síđan eru liđin mörg ár og fólki hefur veriđ sagt ađ ţetta og hitt hafi veriđ lagađ, en hefur ţađ veriđ lagađ ? Hvernig á ađ trúa og treysta yfirvöldum ţegar traustiđ er ekki lengur fyrir hendi ?

 

Og núna kemur veđurhvellur ! Ekkert meiri en stundum hefur komiđ áđur. Hinsvegar var óveđriđ mun víđtćkara, náđi svo til um allt landiđ. Og hvađ kemur ţá í ljós ? Kerfiđ ţolir ekki ţennan eina hvell sem stóđ ţó í tiltölulega skamman tíma. Rafmagnskerfiđ klikkar og ţar međ allt samband ţar og hér.

 

Frá hreinu öryggis-sjónarmiđi er ţetta alls ekki ásćttanlegt og segir okkur enn einu sinni ađ hlutir sem taldir voru í lagi voru ţađ alls ekki og illa haldiđ utan um heildar-skipulagiđ !

 

Varaafl reynist ekki fyrir hendi sumsstađar, virđist hafa veriđ fjarlćgt eđa selt, eđa ađ sumra sögn, ekki veriđ gert klárt til notkunar. Brotalamir í öryggisnetinu virđast hreint ekki fáar.

Margir ađilar skipta kerfinu í einhverjum hlutföllum á milli sín og enginn virđist ábyrgur ţegar á heildina er litiđ. Handahófslausnir virđast svo gripnar upp úr ţurru ţegar allt er komiđ í ţrot !

Varđskip sem á náttúrulega ađ vera til stađar fyrir ađrar neyđar-skyldur, er til dćmis látiđ vera rafmagnsstöđ fyrir stórt bćjarfélag svo dögum skiptir !

 

Ţađ sem stóđ sig fyrst og fremst viđ ţessar ađstćđur og stendur sig alltaf er björgunarsveita-fyrirkomulagiđ okkar. Ţar voru dáđir drýgđar sem löngum fyrr. Án ţeirra sveita veit ég satt ađ segja ekki hvar viđ vćrum eiginlega stödd í ţessu landi ?

 

Mađur hugsar međ sér : Hvađ kemur í ljós ef Katla fer ađ gjósa ? Fer ţá allt í handaskolum og ţar međ einhver mannslíf ? Hvađ ef meiriháttar Heklugos dynur á, er einhver viđbragsáćtlun ćfđ og reynd og klár varđandi ţađ ?

 

Hvađ ef meiriháttar eldgos yrđi á Reykjaness-skaganum eđa jarđskjálfti af yfirstćrđ á höfuđborgarsvćđinu ? Ţađ getur margt gerst í ţessu landi og tćknin hjálpar okkur ekki mikiđ ef hún dettur öll út á örlagastundu ?

 

Nú verđur ađ taka ţessi mál föstum tökum. Öryggiskerfi landsmanna á ekki og má ekki fara eftir einhverri helmingaskiptareglu milli einkaađila og ríkisins, ţar sem samhćfđ og ábyrg yfirstjórn virđist ekki vera fyrir hendi. Ţađ er sama ógćfuferliđ og er ađ rústa heilbrigđiskerfinu !

 

Ţetta öryggiskerfi verđur ađ vera í höndum Ríkisins og Ríkiđ verđur ađ vera ábyrgt í heild fyrir lífsheill ţjóđarinnar og geta sýnt međ trúverđugum hćtti ađ ţađ sé hćgt ađ treysta ţví til ţess ađ standa ţar viđunandi á verđi !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 112
  • Sl. viku: 1297
  • Frá upphafi: 316216

Annađ

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 1040
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband