Leita í fréttum mbl.is

UMBURÐARLYNDISHEIMSKAN

Það vita flestir sem fylgst hafa með umræðu síðustu ára, að Norðurlönd eru að tapa norrænni kjölfestu sinni vegna fjölmenningarvitleysunnar. Stöðugt meiri innflutningur fólks af fjarlægum uppruna er að kollvarpa þeim farsælu grundvallargildum sem gert hafa þessi lönd að virðingarverðum þjóðeiningum um veröld alla.

Yfirvöld í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hafa um alllangt skeið verið að vinna í þágu þessara innflytjenda á kostnað eigin þjóða, og sannarlega hafa þau ekki verið kosin til þess. Það er með ólíkindum að þeir sem kjörnir hafa verið til að bera ábyrgð á þjóðfélagsheildinni og halda á hagsmunum hennar, skuli í raun fylgja stefnu sem miðar að því að þurrka út þjóðlegar áherslur sögu, trúar og menningar, sem tekið hefur aldir að móta.

Jens Orback fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn jafnaðarmanna í Svíþjóð lýsti því yfir fyrir nokkru að hann hefði áhyggjur af því að almenningur bæri stöðugt minna traust til stjórnmálamanna ! En samt liggur það fyrir að þessi sami maður sagði eftirfarandi orð í útvarpsumræðum: " Við verðum að vera opin og umburðarlynd gagnvart Islam og múslimum því þegar við verðum komin í minnihluta, þá verða þeir þannig gagnvart okkur ! "

Hafa menn heyrt aðra eins rökleysu ?  Hver gengur ekki á lagið þar sem það er hægt, hver sýnir þeim umburðarlyndi sem hefur áður fallist á að láta kúga sig ? Maðurinn gefur sér það fyrirfram að hann eigi eftir að tapa landi sínu og virðist telja það hið eðlilegasta mál. Og takið eftir, að maðurinn sem sagði þetta var ráðherra í ríkisstjórn og undrast það í ofanálag að almenningur skuli ekki bera traust til manna eins og hans ? Er það ekki hámark heimskunnar, þegar leiðtogar þjóðar vinna að því að þurrka út eigin þjóð sögulega og menningarlega og telja það virðingarvert sem framlag í þágu umburðarlyndis ?

Það þarf enginn að vera hissa á því að sumir Svíar staðhæfi að það sé stríð í gangi gegn þeim í þeirra eigin landi. Það stríð er háð af múslimskum innflytjendum í hörðum veruleika og við það bætist mikill menningarlegur og lagasetningarlegur stuðningur af hálfu sænskra yfirvalda.

Í Svíþjóð var maður einn fyrir árás og nærri drepinn í Malmö meðan heimsbikarkeppnin í fótbolta stóð yfir, en Svíþjóð tók þátt í henni. Maðurinn hafði dirfst að klæðast fötum sem undirstrikuðu sænska þjóðfánann. Það var ekið á þennan 24 ára gamla mann og samkvæmt því sem lögreglan lét frá sér fara, hafði hann verið klæddur fötum sem undirstrikuðu þjóðleg sænsk tákn og það hefði vakið einhverjar æsingar !

Líklegt er að það styttist í það að Malmö, þriðja stærsta borg Svíþjóðar, verði með múslima í meirihluta. Þá fer sennilega að styttast í sjálfstæðið þar eins og í Kosovo. Rán og gripdeildir hafa verið miklar í þessari borg og þar hafa verið að verki ungir menn af innflytjendaættum. Einkum hafa ránin beinst að innfæddum Svíum og þegar slíkir ránsmenn voru krafðir skýringa, var svarið eftirfarandi: " Þegar við erum í borginni að ræna, erum við í stríði gegn Svíum. Vald til okkar þýðir að Svíar eiga að líta á okkur, leggjast niður á jörðina og kyssa fætur okkar !" Og í þessum anda virðast sænsk yfirvöld einnig vinna eins og að framan greinir.

Múslimar á Norðurlöndum segja nú fullum hálsi að það sé óþolandi að hafa krossfána sem þjóðfána í yfirlýstum fjölmenningarríkjum og háskólamenntaðir fjölmenningarsinnar vilja þurrka út öll þjóðleg tákn og það sem fyrst. Þeir segja að það verði að endurskoða söguna vegna þess að innflytjendur eigi rétt á því vegna aukins vægis síns í samfélaginu ! En voru þeir ekki að koma til að aðlagast því sem fyrir var ? Var það ekki aðalatriðið í málflutningi Rauða krossins og annarra sem stóðu í upphafi fyrir slíkum innflutningi ? Varla hefur hugmyndin verið að taka upp svokölluð ærumorð í þessum löndum, sem því miður er þó raunin.

Múslimar véfengja arfgengan rétt til lands og halda því fram að Svíar hafi engu meiri rétt til landsins en Kúrdarnir sem komu þangað sem innflytjendur í síðustu viku. Þúsund ára þjóðsöguréttur í gegnum liðnar kynslóðir hefur ekkert að segja í augum þeirra sem eru með það að markmiði að leggja þessi lönd undir sig innan frá. Kosovodæmið ýtir undir haldleysi þjóðarréttar í þessum efnum því sumir helstu leiðtogar Kosovo-Albana voru búnir að dvelja sem innflytjendur á Norðurlöndum áður en þeir sneru heim til að leggja Kosovo undir sig. Þeir lærðu  þar hvernig halda ætti á málum.

Það hefur aldrei gerst í sögunni að eitthvað í fjölþjóðlegum skilningi haldi velli til lengdar. Það tekur alltaf eitthvað völdin. Multi verður að mono. Múslima-innflytjendur í Evrópu vita þetta og stefna frá multi að mono. Arabískir leiðtogar hafa komið inn á þetta í opinberum ræðum, að Evrópa muni verða sigruð af þeim með þessum hætti. Evrópskir valdsmenn sem stutt hafa hugmyndir um sköpun Evrabíu skilja hinsvegar ekki að múslimar munu taka völdin í slíku ríki til sín og frá þeim.

Vonandi fara menn á Norðurlöndum að taka ærlega við sér, því það er ekki lítið í veði. Hættumerkin eru víða farin að blikka og ef við ætlum ekki að enda sem annars flokks borgarar í eigin löndum, verðum við sem fyrst að binda endi á þessa óheillaþróun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 55
  • Sl. sólarhring: 215
  • Sl. viku: 1305
  • Frá upphafi: 316695

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1026
  • Gestir í dag: 45
  • IP-tölur í dag: 45

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband