Leita í fréttum mbl.is

Castro lćtur af völdum - nokkur orđ um ţađ.

 

 

 Nú hefur Fidel Castro, forseti Kúbu, lýst ţví yfir ađ hann sé ađ láta af völdum og  Raúl bróđir hans taki viđ, en hann hefur gegnt störfum um skeiđ sem forseti í veikindaforföllum bróđur síns. Sú tilhögun mála er ţó ađ flestra mati lausn, hugsuđ til bráđabirgđa.

Athyglisvert er ađ skođa jafnt viđbrögđ einstaklinga sem fjölmiđla viđ ţessu útspili Castros. Í fjörutíu og níu ár hefur ţessi mađur stađiđ uppi í hárinu á öflugasta ríki heims, stađiđ af sér efnahagsţvinganir ţess og tilrćđi allt fram á ţennan dag. Og ég spyr, er dćmi um ađ mađur sem hefur haft jafnmikil völd jafnlengi hafi fariđ vćgilegar međ ţau en hann ?

Morgunblađiđ fjallar um Castro í leiđara undir fyrirsögninni " Einrćđisherra fer frá ". Ţar er samkvćmt gömlu línunni, reynt ađ tína til ýmislegt áróđursefni gegn Kúbuforseta, en svo undarlegt sem ţađ er virđist samt örla á ţví ađ sumsstađar skíni í gegnum textann ákveđin ađdáun á Castro.

Ţegar talađ er um einrćđisherra er náttúrulega ekki hćgt ađ stilla öllum slíkum upp í einu lagi. Ţađ er t.d. ekki hćgt ađ setja Fidel Castro í hóp međ Adolf Hitler, Stroessner, Somoza og slíkum eđa ţá Stalín og Pol Pot.

Hvernig vćri heimurinn ef Hitler hefđi haft 49 ár til athafna sem einrćđisherra ?

Fidel Castro hefur vafalaust gert ýmis mistök um dagana, en flest bendir til ţess ađ hann hafi alltaf haft stórt hjarta fyrir sinni ţjóđ. Ţađ hefur hann sýnt međ ýmsu móti í orđum og verkum. Og stađreyndin mun líka vera sú ađ mikill fjöldi Kúbumanna sé stoltur af forseta sínum.

Ţađ er međ ólíkindum hvílík áhrif Kúba hefur haft um alla Rómönsku Ameríku.

Nú sitja leiđtogar í sumum ríkjum ţar sem líta á Castro sem huglćga fyrirmynd.

Ţeir sjá í honum mann sem gat bođiđ Bandaríkjunum byrginn og fyrst Kúba gat haldiđ sinni stöđu viđ ţćr ađstćđur, ţví skyldi ţá ekki Venezúela geta ţađ eđa önnur ríki álfunnar.

Sú var tíđin ađ ţví var haldiđ fram af hćgri mönnum, ađ kommúnistar gćtu hvergi náđ völdum nema međ ofbeldi og blóđugri byltingu. Svo gerđist ţađ ađ marxistinn Salvador Alliende var kosinn forseti í Chile í lýđrćđislegum kosningum. Ţá brá svo viđ ađ hćgri menn, lýđrćđishetjurnar sjálfar, gerđu blóđuga byltingu, drápu forsetann og ţúsundir landsmanna og í kjölfariđ fylgdi herstjórn undir forustu hins ógeđslega Pinochets. Og velţóknun Bandaríkjanna fylgdi Pinochet alla tíđ, enda mun hann trúlega hafa veriđ orđinn handbendi CIA ţegar hann framdi valdarániđ.

Ţegar Nelson Rockefeller var varaforseti Bandaríkjanna, fór hann sem slíkur í opinbera heimsókn til nokkurra landa Suđur-Ameríku. Ţađ ţurfti mikinn herafla til ađ gćta hans ţví hvarvetna á för hans kom til mikilla óeirđa og mótmćla gegn Bandaríkjunum og arđránsstefnu ţeirra í ţessum heimshluta. Robert Kennedy gat ţess í rćđu á sínum tíma, ađ Bandaríkin yrđu ađ breyta um stefnu gegn löndunum í suđri. Ţar vćru börnin alin upp í hatri á Bandaríkjunum, hákarlinum sem alltaf brytjađi niđur sardínurnar eftir geđţótta.

En ţađ var ekki hlustađ á Robert Kennedy frekar en William Fulbrigt, Ramsay Clark og ađra sem hafa viljađ gera vestrćna heimsveldiđ manneskjulegra og sjálfu sér samkvćmara. Bandaríkin studdu stjórn Batista á Kúbu, enda hefur ţađ aldrei skipt stjórnina í Washington neinu máli ađ völdin séu í höndum einrćđisherra svo framarlega sem hann ţjónađi undir Bandaríkin.

Ţegar Fidel Castro náđi völdum vildi hann breyta ástandinu á Kúbu sem átti ţá allt sammerkt međ öđrum löndum hinnar arđrćndu álfu. Hann mćtti ţá miklum ţröskuldum og hefur átt viđ margháttađa erfiđleika ađ stríđa á sínum ferli, en samt veriđ sjálfum sér miklu samkvćmari en nokkur sá sem setiđ hefur sem forseti í Washington á hans valdatíma.

Frćgt var ţegar hann sendi kúbanskar hersveitir til Angóla til ađ hjálpa innfćddum til sjálfstćđis gegn nýlendukúgurum heimsvaldasinna ţar og handbendum ţeirra. Ţađ sýndi ađ hann fann til ríkrar samkenndar međ ţeim sem voru ađ berjast fyrir ţjóđfrelsi í sínum heimalöndum.

Bush forseti hefur lýst ţví yfir ađ hann voni ađ lýđrćđi komist á á Kúbu innan skamms - og í hans augum og hans líka er lýđrćđi ađ fullu og öllu bandarískt fyrirbćri. En Bush gleymdi ţví ađ hluti af Kúbu er bandarískt yfirráđasvćđi samkvćmt áratuga gömlum samningum og ţar er ekki haldiđ vel á málum í lýđrćđislegum skilningi. Ţar eru alţjóđalög ţverbrotin og mannréttindi fótum trođin.

Ég vil ţví leyfa mér ađ halda ţví fram ađ bandaríska lýđrćđiđ sem viđhaft er í Guantanamo geti enganveginn ţótt eftirsóknarvert í augum Kúbumanna, ţó á Kúbu kunni ađ vísu ađ finnast menn sem ţrá ađ komast í ţá ađstöđu ađ geta arđrćnt međbrćđur sína.

Ég held ađ arfleifđ Castros verđi seint útmáđ í Rómönsku Ameríku og til hans muni verđa vitnađ ţar í mörgu um ókomna tíđ.

Ađ öllu samanlögđu tel ég ţví ađ ferill hans sanni ađ hann verđskuldi ţá virđingu sem honum er sýnd í umrćddum heimshluta og raunar víđa um heim. Ég yrđi ţví ekki hissa á ţví ađ ţeir yrđu til sem myndu nafniđ Fidel Castro ţegar enginn myndi lengur eftir George W. Bush !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 44
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 1319
  • Frá upphafi: 316238

Annađ

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 1047
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband