Leita í fréttum mbl.is

Ađ Fischer gengnum


 
Mörgum mun hafa ţótt Bobby Fischer hverfa međ nokkuđ skjótum hćtti af hinu jarđneska tilverustigi og ekki undruđust menn minna ţegar fréttir bárust af útför hans sem vissulega var ekki međ venjulegum hćtti. Ţađ má ţví búast viđ ţví ađ ýmsir hafi hugsađ međ sér ađ endapunkturinn á ćvi skáksnillingsins hafi veriđ í samrćmi viđ lífsferilinn, sem einkenndist oftar en ekki af óvćntum uppákomum. Ţađ bendir flest til ţess ađ Fischer hafi veriđ einfari ađ eđli til og sjaldnast fundiđ sig vel í fjölda. Hann var ţví ekki sérlega vel til ţess fallinn ađ spila međ fjölmiđlum í einhverskonar ímyndarleik, en samt var honum margsinnis stillt upp í slíku sjónarspili, en ţađ var hinsvegar oft ađ töluverđu leyti vegna ţarfa ráđandi afla varđandi annađ sviđ eđa hreint út sagt af pólitískum ástćđum.

Af ţeim sökum var verulega gert í ţví ađ reyna ađ pumpa upp vinsćldir Fischers og vćgi á tímabili. Ríkjandi andrúmsloft kalda stríđsins gerđi sína kröfu til ţess, en á ţeim tíma reyndist Fischer nánast eina mótvćgiđ sem hćgt var ađ finna gegn algerri yfirdrottnun sovéskra stórmeistara í skáklistinni. Mörgum vestrćnum valdaađilum sárnađi mjög ţeir yfirburđir sem Sovétmenn sýndu í ţessari íţrótt hinnar huglćgu baráttu og óskuđu ţess heitt og innilega ađ fram kćmi einhver sem gćti bókstaflega talađ skákađ sovéska valdinu í ţessum efnum.

Og sú ósk rćttist vissulega ađ nokkru leyti međ Bobby Fischer. Hann sýndi strax sem unglingur óvenjulega hćfileika í taflmennsku og sótti fram međ mikilli snerpu í skákheiminum. Snemma kom reyndar í ljós ađ hann hafđi miklar sérţarfir, en honum var margt fyrirgefiđ og var yfirleitt reynt ađ koma til móts viđ hann eftir ţví sem unnt var. Ţegar hann síđan sigrađi Boris Spassky í einvíginu frćga í Reykjavík 1972 og varđ ţar međ heimsmeistari í skák, ţótti mörgum kaldastríđsbrenndum mönnum ţađ fela í sér mikinn sigur á sovétblokkinni. Ţví voru fagnađarlćtin ekki svo lítil hjá sumum.

Ţađ truflađi ţó býsna marga ađ í umrćddu einvígi kom Fischer oft rustalega fyrir en Spassky virtist í allri framkomu hinn dćmigerđi heiđursmađur. Kom ţađ ýmsum spánskt fyrir sjónir sem höfđu trúađ ţví statt og stöđugt ađ rússi hlyti ađ vera hálfgerđur barbari í siđum og dagfari. Mátti ţví segja ađ ţó Fischer hafi sigrađ viđ taflborđiđ hafi Spassky sigrađ utan ţess vegna sinnar góđu framkomu. Hefur ţessi geđugi rússi jafnan síđan veriđ metinn mikils á Íslandi sem skákmađur og ekki síđur sem mađur.

Fischer átti ţađ hinsvegar fyrir sér ađ missa heimsmeistaratitilinn í skák úr höndunum, ađallega fyrir ţvermóđsku og stórbokkaskap, og yfir höfuđ virđist sem hans skapgerđargallar hafa komiđ í veg fyrir ađ hann gćti notiđ sín almennilega í lífinu. Ţađ er í sjálfu sér dapurleg niđurstađa ţví manninum var auđvitađ margt vel gefiđ og vafalaust verđur hann alla tíđ talinn međal fremstu hćfileikamanna skáklistarinnar.

Sovétmenn fengu titilinn aftur međ Anatoly Karpov og Fischer virtist sökkva eftir ţađ ađ nokkru ofan í sjálfskapađ hugarvíl og einstćđingsskap. Hann kunni  ađ ţví viđbćttu jafnan vel til verka viđ ađ fá menn upp á móti sér og sparađi yfirleitt ekki stóru orđin. Samskiptamálin í kringum hann voru ţví orđin mjög stirđ á flesta kanta seinni árin og hann virtist stefna í ţá einu átt ađ eiga sér hvergi friđland.

Ţegar flestar dyr voru orđnar honum lokađar var honum ţó sem kunnugt er bođiđ ađ koma til Íslands og dvelja hér. Hann ţekktist ţađ bođ og dvaldi hér síđan ţađ sem hann átti ólifađ, sem ţví miđur varđ ekki langur tími.

Viđvíkjandi útför hans, hefđi mátt telja ađ best hefđi fariđ á ţví ađ hann hefđi veriđ jarđsettur í Grímsey, ţví ţar hefur skáklist löngum veriđ í miklum heiđri höfđ. Ţar hefđi ţessi snillingur taflmennskunnar getađ hvílt í fullum friđi, norđur viđ heimskautsbaug, fjarri fjöldanum sem olli honum lengst af ógleđi, í hljóđlátu samfélagi í grafreit viđ ysta haf.

Sennilega hefđi sú tilhögun mála veriđ honum skapfelld ef hún hefđi komiđ honum í hug međan hann lifđi. Ţess í stađ var útför hans framkvćmd međ hrađi á allt öđrum stađ án vitundar viđkomandi sóknarprests. Ekki var hćgt ađ sjá af ţeim gjörningi, ađ hinum látna fyrrverandi heimsmeistara í skák, vćri mikill sómi sýndur.

En kannski vildi hann bara hafa ţetta ţannig og viđ ţví verđur víst lítiđ sagt.

 

Leiđ og ţung var lífsins glíma,

lundin varđ af angri hörđ.

Ţar til Fischer féll á tíma

og fór međ hrađi í kalda jörđ.

 

Skákmanns hćfnin hugar snjalla

honum fylgdi í djúpa gröf.

Eins ađ lokum allir falla,

ćvi manna er skammvinn töf.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 339
  • Sl. sólarhring: 344
  • Sl. viku: 1435
  • Frá upphafi: 315340

Annađ

  • Innlit í dag: 306
  • Innlit sl. viku: 1127
  • Gestir í dag: 293
  • IP-tölur í dag: 293

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband