Leita í fréttum mbl.is

Nokkur orđ í fullri meiningu

Til hvers er ríkisstjórn Íslands ? Er hún ekki  til ađ fara međ okkar lögskipađa framkvćmdavald, stuđla ađ styrkari efnahag ţjóđarinnar og koma fram hvar sem ţörfin kallar hana til ađ verja okkar hag ?

En hvernig hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráđherra í núverandi ríkisstjórn hagađ sér undanfarna daga og vikur - hún hefur komiđ fram í fjölmiđlum og talađ gjaldmiđilinn okkar niđur eins og hún hefur mögulega haft tunguna til !

Á hún ekki ađ verja krónuna, á hún ekki ađ tala hana upp, á hún ekki ađ vera ásamt ríkisstjórninni í heild handhafi ţeirrar meginskyldu ađ halda uppi ţeirri arfleifđ Jóns Sigurđssonar, ađ tala međ ţví sem íslenskt er ?

Af hverju var Jón Sigurđsson kallađur sómi Íslands, sverđ og skjöldur ?

Af ţví hann varđi íslenska ţjóđarhagsmuni í einu og öllu. Hjarta hans var íslenskt en ekki danskt. Hann hefđi aldrei getađ boriđ Brussell-hjarta í brjósti eins og sumir virđast gera nú til dags í einhverri kćruleysisvímu gagnvart sjálfstćđismálum ţjóđarinnar.

Er ţađ íslenskt ţjóđrćknismál ađ tala sífellt um evruna sem lausn allra mála en óska krónunni okkar norđur og niđur ?

Utanríkisráđherra hćddist jafnvel ađ gjaldmiđlinum okkar í sjónvarpi fyrir skömmu og talađi um örkrónu eđa eitthvađ í ţeim dúr. Fćr hún borguđ ráđherralaun fyrir svona niđurrifstal ?

Er ţađ hennar hlutverk ađ telja landsfólkinu trú um ađ krónan okkar sé einskisvirđi og ţađ eigi bara ađ kasta henni og taka upp erlendan gjaldmiđil ?

Sér einhver Geir Haarde fyrir sér tala međ ţessum hćtti ?

Ég veit ekki til ţess ađ hann hafi talađ annađ í ţessum efnum en ţađ sem skyldan býđur.

Ber utanríkisráđherra landsins ekki ađ verja sjálfstćđi okkar á sama hátt og allt ţađ sem viđ ţurfum til ađ geta veriđ sjálfstćđ ţjóđ, ţar á međal gjaldmiđilinn okkar ?

Hvađ međ fánann okkar ?

Ţćtti mönnum allt í lagi ađ ráđherrar í ríkisstjórn Íslands fćru ađ tala um hann sem dulu eđa druslu og réttast vćri ađ taka upp annan fána ?

Hvernig hugsa ţeir ráđherrar um ţjóđréttarmál Íslendinga og sjálfstćđi okkar sem virđast alfariđ vera međ evru í hjartastađ og  horfa til Brussell eins og sumir horfa til himins ?

Sem utanríkisráđherra á Ingibjörg Sólrún ađ halda á hagsmunamálum ţjóđarinnar og ţađ gerir hún ekki međ ţví ađ níđa niđur íslensku krónuna eins og hún hefur gert. Hún getur gert ţađ á lokuđum fundum hjá Samfylkingunni en ekki ţegar hún er í vinnu hjá okkur á ráđherrakaupi !

Ţađ er grafalvarlegt mál, ţegar ráđherra beitir sér međ ţessum hćtti í fjölmiđlum og notar áhrifavald sitt til ađ grafa undan ţví sem honum ber skylda til ađ verja. Hverskonar ábyrgđarkennd býr eiginlega í manneskju sem hegđar sér svona ?

Ţađ er áróđursstríđ í gangi og vegiđ hart ađ gjaldmiđli okkar og ţá fer manneskja sem á ađ vera í fylkingarbrjósti í okkar liđi ađ tala ţveröfugt viđ ţađ sem henni er samkvćmt sínum starfsskyldum skylt ađ gera !

Er hćgt ađ bera traust til slíkrar manneskju, er hćgt ađ treysta á hollustu hennar gagnvart íslenskum ţjóđarhagsmunum og íslensku sjálfstćđi ?

Ég segi nei - ég vil ekki sjá ráđherra sem hegđar sér međ ţessum hćtti .

Í mínum huga jafngildir svona framkoma svikum viđ íslenskan málstađ.

Aldrei hef ég haft álit á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og tel hana hafa veriđ mjög ofmetna sem stjórnmálamann. Ţessar umsagnir hennar ađ undanförnu í fjölmiđlum um íslensku krónuna styđja ađ mínu mati ţađ álit mitt.

Guđ forđi okkur frá varnarmönnum af ţessu tagi ţví slíkir eru náttúrulega verri en gagnslausir.

Í mínum huga hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrirgert stöđu sinni sem utanríkisráđherra í ríkisstjórn Íslands og ćtti raunar ađ segja af sér og myndi vafalaust verđa ađ gera ţađ, ef pólitíkin hér og árvekni hins almenna borgara vćri međ eđlilegum hćtti.

Ég tel ađ verkstjórinn í ríkisstjórninni, forsćtisráđherrann, eigi í svona tilfelli ađ ítreka ţađ viđ ráđherra sína, ađ muna fyrir hvađ ţeir eigi ađ standa og axla ţá ábyrgđ sem ţví fylgir međ ţeim hćtti sem Jón Sigurđsson hefđi trúlegast gert í ţeirra sporum.

Ef ríkisstjórnin vćri einhuga um slíkt ráđslag vćri margt í betra fari en virđist nú um stundir.

 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 24
  • Sl. sólarhring: 288
  • Sl. viku: 1274
  • Frá upphafi: 316664

Annađ

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1002
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband