Leita í fréttum mbl.is

Hálfstćđisflokkurinn ?

Nú virđist sú stađa komin upp í málum, ađ Sjálfstćđisflokkurinn eđa Ţjóđarógćfuflokkurinn, eins og ég tel ađ helst beri ađ kalla hann, sé búinn ađ klúđra svo landstjórnarmálum og fullveldisstöđu ţjóđarinnar, ađ forustan í Valhöll sjái ekki ađra leiđ út úr vandanum en ađ kasta sér í fađm Brussell-mömmu !

Ţađ yrđu hrikaleg örlög flokks sem hefur jafnan viljađ kenna sig viđ sjálfstćđi ţjóđarinnar og jafnan ţóst helsti varnarađili ţess.

Ţađ er ekki nóg međ ađ flokkurinn sé ađ mestu leyti ábyrgur fyrir ţví efnahagslega hruni sem orđiđ hefur, heldur sýnir hann međ vaxandi tilhneigingu til Evrópusambandsţjónkunar, ađ hann treystir sér ekki til ađ leysa ţann vanda sem hann hefur sjálfur skapađ.

Ef svo fer ađ ţessi ógćfuflokkur ţjóđmálanna tekur ađ sér ađ flytja sjálfstćđi okkar á Trójuhesti til Brussell, liggur alveg ljóst fyrir ađ hann stendur ekki undir nafni og ţarf ađ finna sér annađ heiti.

Ég hygg ađ viđ ţćr ađstćđur vćri heppilegast fyrir hann ađ taka upp nafniđ " Hálfstćđisflokkurinn ", ţví ţađ myndi ţá endurspegla ţann beiska sannleik, ađ helmingur sjálfstćđis okkar og sjálfsagt ríflega ţađ, vćri komiđ til Brussell.

Viđ vćrum ekki lengur sjálfstćđir heldur hálfstćđir og illa stćđir á allan hátt !

Ţar sem ţetta nýja nafn myndi hafa nokkurn samhljóm viđ fyrra nafniđ, ţćtti ţađ sennilega ekki slćmt, ţví ţađ gćti ef til vill látiđ heyrnardaufa og hálfskynbćra menn standa í ţeirri trú, ađ ţeir vćru komnir á einhvern betri stađ í tilverunni en veruleikinn byđi upp á.

Blekkingaleikur hefur aldrei veriđ bannađur í Valhöll !

Hvađ gera ţau öfl í Sjálfstćđisflokknum eđa Ţjóđarógćfuflokknum, sem bera hugsanlega sjálfstćđi landsins fyrir brjósti, ef hann hyggst leiđa enn meiri ógćfu yfir ţjóđina međ ţví ađ senda fullveldisafsal til Brussell ?

Láta ţau ţađ yfir sig ganga og játa ţví ađ leggjast undir ţann klafa, eđa segja ţau skiliđ viđ flokkinn og mynda nýja og betri brjóstvörn í sjálfstćđismálum ţjóđarinnar ?

Sjálfstćđisflokkurinn hefur gert hvert axarskaftiđ af öđru í stjórnunarpólitík sinni undanfarin ár. Fyrst kom hann kvótakerfinu á legg og hefur síđan vakađ yfir mismununarstefnu ţess alla tíđ. Svo kom hann helstu eignum ţjóđarinnar í hendurnar á meintum fjárglćframönnum og setti í framhaldi ţjóđina á hausinn !

Ekki er nú ferillinn glćsilegur en samt eru forustusauđirnir býsna kokhraustir.

Geir virđist taka ţessu öllu svipađ og Neró ţegar Rómaborg brann, Árni Matt talar  um ađ lög réttarríkisins verđi ađ gilda áfram og meinar ţá líklega ađ ekki megi ganga ađ ţeim sem fitnađ hafa á kostnađ okkar hinna, Ţorgerđur Katrín klifar á ţví ađ viđ munum hafa okkur í gegnum ţetta, en ţađ er lítil sem engin innistćđa á bak viđ ţau orđ hennar. Hún er ekki leikaradóttir fyrir ekkert, en leikur samt verr en pabbinn.

Sem betur fer heyrist lítiđ í Guđlaugi Ţór og Einar er eins og sýkt síld í framan.

Samtryggingar-ráđherrarnir eru nánast eins og auđar blađsíđur ađ gildi, nema Jóhanna Sigurđardóttir sem alltaf virđist hafa ţađ í sér ađ vera í jarđsambandi viđ fólkiđ í landinu.

Ingibjörg Sólrún virđist fullkomlega vera orđin Geir Haarde ţađ sem Halldór Ásgrímsson var Davíđ. Hundrađ prósent hćkja !

Hvernig stendur á ţví ađ ţađ er ekki frambćrilegra liđ fyrir hendi í forustumálum ţjóđarinnar ?

Er ţađ ţetta sem öll menntunin hefur skilađ okkur ?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 1279
  • Frá upphafi: 316280

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1016
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband