Leita í fréttum mbl.is

Skollaleikurinn kringum sjálfstćđiđ

Ţađ er margt skrítiđ í veröldinni. Ekki síst íslenski Sjálfstćđisflokkurinn !

Um áramótin síđustu gerđist eiginlega kraftaverk í íslenskri pólitík - einn sérkennilegasti viđsnúningur sem ţar hefur átt sér stađ og er ţá mikiđ sagt. Sjálfstćđisflokkurinn sem var búinn ađ ganga ţannig um íslenskt ţjóđarbú ađ fjárhagslegt sjálfstćđi okkar var glatađ, komst allt í einu ađ ţeirri niđurstöđu ađ sjálfstćđiđ okkar vćri dýrmćtasta eign okkar og í raun algerlega ómetanlegt.

Ţannig sannađist hiđ fornkveđna : " ađ enginn veit hvađ átt hefur fyrr en misst hefur !"

Flokkurinn virtist sem sagt skyndilega átta sig á ţví hvar hin raunverulegu verđmćti lágu. En ţví miđur átti kraftaverk ţetta sér ekki stađ fyrr en alikálfar flokksins og hćkjuvalds hans voru búnir ađ hirđa til eigin brúks nánast allt sem taldist til efnislegra verđmćta hjá ríki og ţjóđ !

Ţađ verđur ţví ađ segjast, ađ ljós ţekkingarinnar hafi ekki runniđ upp fyrir flokknum fyrr en í síđasta lagi. En sjálfstćđiđ varđ allt í einu ţađ eina sem skipti máli og jafnvel hinn nýi formađur, hinn nýi Bjarni Ben, virtist orđinn andvígur ađild ađ Evrópusambandinu, sem margir höfđu nú efađ fram ađ ţví. 

Á sínum tíma varđ ţađ illa rćmt ţegar Sjálfstćđisflokkurinn afgreiddi hlutleysis stefnu íslenska lýđveldisins međ ţví ađ hlutleysiđ yrđi best varđveitt međ ţví ađ fórna ţví. Ţađ ţótti einkennileg rökfrćđi.

En svo var hlutleysinu fórnađ og flokkurinn hljóp inn í Nató og dró ţjóđina ţangađ nauđuga međ sér. Ţá vildu Sjálfstćđismenn ekki heyra nefnda neina ţjóđaratkvćđagreiđslu um máliđ, enda vissu ţeir ađ ţá myndu ţeir liggja í ţví.

Nú bregđur svo viđ ađ flokkurinn splundrar fjárhagslegu sjálfstćđi okkar og segist svo vilja verja ţađ sama sjálfstćđi međ ráđum og dáđ og heimtar ţjóđaratkvćđagreiđslu um málin og ţađ jafnvel tvöfalda..........!

Í 100 daga eftir bankahrun velti yfirstjórn flokksins ţví fyrir sér í ríkisstjórn hvernig ćtti ađ fara ađ ţví ađ bjarga málunum, en ekkert kom út úr ţví. Ţađ mátti nefnilega ekki snerta viđ alikálfunum.

Og nú er ţađ spurningin hvort Sjálfstćđisflokkurinn sé í raun međ ţá stefnu ađ sjálfstćđinu verđi best bjargađ međ ţví ađ fórna ţví  og vilji í raun inn í ESB ?

Ekki kćmi ţađ mér á óvart eftir allt ţađ sem á undan er gengiđ.

Ţegar örlög Íslands lágu í höndum alţingismanna nú fyrir skömmu, sat Ţorgerđur Katrín hjá. Sjálfur varaformađur Sjálfstćđisflokksins sat hjá !

Örlög Íslands komu Ţorgerđi Katrínu ekki viđ. Sama var ađ segja um Guđfríđi Lilju Grétarsdóttur hjá Vinstri grćnum. Hún sat líka hjá !

Halda ţessar ţingkonur ađ ţćr hafi veriđ kosnar til ţess ađ vera stikkfrí ţegar á hólminn er komiđ ? Voru ţćr ekki kosnar til ađ taka afstöđu til mála og var ţetta ekki stćrsta máliđ ?

Má ekki halda ţví fram ađ ţćr manneskjur sem standa ţannig ađ málum í örlagamálum ţjóđar sinnar séu druslur og gungur ?

Ţađ er sagt í Ritningunni ađ betra sé ađ vera kaldur en hálfvolgur. Ţađ er líka sagt ţar ađ rćđa manna eigi ađ vera já eđa nei. En Guđmundur Steingrímsson segir ađ rćđa manna eigi ađ vera kannski, kannski, kannski !

Ţađ er greinilegt ađ undir Samfylkingarslepjunni sem Guđmundur smurđi áđur á sig, hafa leynst hin ćttlćgu Framsóknargen, sem hafa svo brotist til valda í persónu hans ţegar von um ţingmannsstól var í augsýn.

En vegna ţess ađ Guđmundur er enn undir áhrifum af Samfylkingar-slepjunni kaus hann ađ taka afstöđu međ fyrri félögum. En ţađ gerđi hann áreiđanlega hvorki í anda föđur síns né afa.

Ađ mínu mati er hver sá aumur ţjóđfulltrúi á alţingi sem er opinn í báđa enda og segir kannski, kannski, kannski !

Ég sé enga ástćđu til bjartsýni varđandi framhald mála, ef svo reynist ađ ţjóđin hafi gefiđ rétta mynd af sjálfri sér međ ţví ţingi sem hún kaus yfir sig í vor !

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 197
  • Sl. sólarhring: 287
  • Sl. viku: 1218
  • Frá upphafi: 309912

Annađ

  • Innlit í dag: 184
  • Innlit sl. viku: 1050
  • Gestir í dag: 184
  • IP-tölur í dag: 182

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband