Leita í fréttum mbl.is

Um vonda sagnfrćđi

Sagnfrćđi er mjög merkilegt fyrirbćri. Flestum er ljós ţörfin á ţví ađ sagan sé rituđ og heimildir varđveittar, til ţess m.a. ađ menn geti lćrt af mistökum fyrri kynslóđa og varast vítin. Hitt er svo annađ og verra mál, ađ sannleikurinn verđur oft töluvert mikiđ útundan ţegar sagan er skráđ.

Oft hefur veriđ sagt ađ sigurvegararnir ráđi ţví hvernig rás atburđa er lýst og ţađ segir sig sjálft ađ ef svo er, ţá er ţar um ađ rćđa vonda sagnfrćđi. Á margan hátt má segja ađ 20. öldin hafi markađ ákveđin ţáttaskil varđandi sagnfrćđi og ţá kannski einkum vonda sagnfrćđi.

Menn fóru ađ falsa söguna međ ýmsum afgerandi hćtti ţegar aukin tćkni gerđi ţeim ţađ kleyft. Stalín er t.d. sagđur hafa veriđ býsna viđkvćmur fyrir myndum sem sýndu Lenín og Trotskí saman. Ţađ leiddi til ţess ađ Trotskí var einfaldlega fjarlćgđur af myndunum. Mörg önnur hliđstćđ dćmi eru ţekkt, ţar sem ríkjandi valdhafar hafa reynt ađ falsa söguna og fara á svig viđ ţađ sem raunverulega gerđist. Tuttugasta öldin virđist líka hafa fćtt af sér mjög marga pólitíska sagnfrćđinga, ţ.e.a.s. sagnfrćđinga sem skrifuđu verk sín út frá pólitískri línu og höfđu miklar hneigingar til ađ lýsa málum persónulegum skođunum sínum í hag. Sannleikurinn var sem sagt ekki leiđarlínan, heldur ţađ ađ ţjóna persónulegum markmiđum í pólitískum skilningi.

Nú er t.d. komin út nokkurskonar ćvisaga Stalíns eftir breska sagnfrćđinginn Simon Sebag Montefiore. En hver skyldi Simon Sebag Montefiore vera ?

Hann er mađur á hćgri kanti breskra stjórnmála, mađur sem er í nánum tengslum viđ toppana í Íhaldsflokknum. Ţegar hann skrifar ćvisögu Stalíns er ţađ svona álíka og Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefđi skrifađ ćvisögu Einars Olgeirssonar !

Skyldi Montefiore ţessi hafa einhverja löngun til ađ skrifa ćvisögu Pinochets ? Nei, alveg áreiđanlega ekki, ţađ myndi ekki ţjóna pólitískum markmiđum hans nema síđur vćri. Hćgrisinnađir óţokkar eru ekki hans viđfangsefni.

Hvađa sagnfrćđigildi skyldi ţađ hafa ef Davíđ Oddsson ritađi ćvisögu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eđa öfugt ?

Ísland hefur ekki fariđ varhluta af pólitískum vinnubrögđum í sagnfrćđi og er ţví full ástćđa til ađ vera gagnrýninn á margt ţađ sem gefiđ er út sem óháđ frćđimennska á ţví sviđi. Ţar virđast leigupennar víđa vera á ferđ.

Ţađ sýnist t.d. liggja klárt fyrir, ađ íslenskir sagnfrćđimenn hafi beinlínis veriđ sendir til Austur Ţýskalands og Rússlands eftir fall austurblokkarinnar, til ađ róta í skjölum ţar og ţađ um langa hríđ.

Sennilega hefđi sumum ekki ţótt verra ef eitthvađ bitastćtt hefđi fundist ţar varđandi feril sumra íslenskra stjórnmálamanna á vinstri kantinum !

Ţegar yfirlýstir frćđimenn dvelja viđ slíkar rannsóknir langtímum saman í öđru landi, vakna eđlilega ýmsar spurningar, spurningar eins og -  hver borgar brúsann, hvađ býr ađ baki og hvern á ađ reyna ađ hengja ?

Í ţví sambandi er enganveginn í gangi sú afstađa sem Geir Haarde orđađi svo fallega varđandi bankahruniđ : " Viđ skulum ekki vera ađ persónugera vandann !

Nei, vond sagnfrćđi er víđa í gangi og menn mega hafa sig alla viđ til ađ falla ekki í gildrur hinna röngu og villandi upplýsinga.

Eitt dćmi varđandi upplýsingar um atburđarás mćtti taka hér, sem full ástćđa er til ađ umgangast međ varúđ. Íslenska bankahruniđ er eđlilega mikiđ rannsóknarefni í sagnfrćđilegum skilningi og jafnframt stórpólitískt mál sem slíkt. Flestir gera sér grein fyrir ţví, ađ ţađ skiptir miklu hvađa sjónarmiđ koma til međ ađ ráđa varđandi niđurstöđur um alla ţá atburđarás.

Ýmsir hafa ţví rokiđ til og skrifađ bćkur um bankahruniđ og viđrađ skođanir sínar á ţví. Ţar býr trúlega ađ baki viss hagnađarvon varđandi sölumennsku, en líka og jafnvel öllu heldur viljinn til ađ hafa áhrif á söguna og túlka hlutina međ ţeim hćtti sem viđkomandi telur sér best í hag, pólitískt sem og prívat !

Menn sem voru innvígđir og innmúrađir frjálshyggjupostular, starfandi í útrásar-bankakerfinu, hafa sent frá sér bćkur og lýst útrásinni og ástandi mála frá sínum sjónarhóli !

Fólk getur rétt ímyndađ sér hvađ mikiđ er ađ marka frásögn slíkra manna af ţví sem fram fór. Ţeir eru ţarna í óđri önn ađ bera blak af sér, og lýsa öllu sem einhverju ópersónulegu sjónarspili sem átt hefđi sér stađ, án ţess ađ ţeir hefđu á nokkurn hátt átt ţátt í ţví eđa gert nokkuđ af sér.

Ţannig frásagnir eru fyrst og fremst framlag til vondrar sagnfrćđi og nánast á engan hátt nothćfar til ađ undirbyggja raunhćfar lýsingar á atburđum í eđlilegu samrćmi viđ ţađ sem gerđist.

Jafnvel sjónvarpsţćttirnir sem fjölluđu um bankahruniđ voru litađir af áróđri sem kom einstökum ađilum vel og voru hreint ekki óháđ sagnfrćđi.

Ef íslenska bankahruninu yrđi lýst í bók ţar sem hver eftirtalinna manna skrifađi sinn kafla, Björgólfur Guđmundsson, Halldór J. Kristjánsson, Sigurjón Ţ. Árnason, Sigurđur Einarsson, Hreiđar Már Sigurđsson, Bjarni Ármannsson og Lárus Welding, hygg ég ađ fleiri en ég myndu gjalda varhug viđ skýringum mála. Margir yrđu ţeir vafalaust ţá sem myndu telja viđkomandi höfunda hafa veriđ allt of flćkta í málin til ađ ţeir gćtu fjallađ um ţau á ţeim forsendum sem eđlileg sagnfrćđi hlyti ađ gera kröfur um.

En málin virđast heldur ekki snúast um ţađ ađ koma fram međ sannar sagnfrćđilegar skýringar, heldur ađ koma fram međ einhverjar skýringar, helst svo margar ađ enginn geti áttađ sig á ţví hvernig beri ađ skilja hlutina.

Ţađ er ađ sumu leyti saga sagnfrćđinnar í dag -  líklega í meiri mćli en nokkru sinni fyrr. Blekkingarleikirnir eru margfaldir miđađ viđ fyrri tíđ.

Ţegar púđurreykur deilumálanna er rokinn úr loftinu, eftir svo sem tuttugu ár, getur veriđ ađ menn fari ađ átta sig á ţví hver atburđarásin var, en ţá er umrćđan löngu komin út í annađ og enginn hefur áhuga á sannari seinni tíma sagnfrćđiskýringum nema ţá örfáir frćđimenn.

Viđ skulum ţví gera okkur fulla grein fyrir ţví ađ sagnfrćđi nútímans er sjaldnast grundvölluđ á hreinni sannleiksleit, heldur er hún meira en nokkru sinni fyrr skráning sögunnar út frá sjónarhóli sigurvegaranna - ţeirra sem eiga ađgang ađ fjölda leigupenna, ţeirra sem fjármagninu ráđa og fjölmiđlana eiga,

 -  ţeirra sem eiga yfirleitt enga samleiđ međ sannleikanum !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 320
  • Sl. viku: 1267
  • Frá upphafi: 316657

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 995
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband