Leita ķ fréttum mbl.is

Bloggfęrslur mįnašarins, jśnķ 2012

Um Ólaf Ragnar - Perpetum president !

Flest bendir til žess aš viš Ķslendingar munum sitja uppi meš Ólaf Ragnar Grķmsson sem forseta įfram nęstu fjögur įrin. Žrįtt fyrir undarlegar leikfléttur og sjónhverfingabrellur forsetans ķ fjölmišlum allt frį įramótum, sem hefšu įtt aš draga verulega śr trausti til hans, viršist sem ekkert nęgilega sterkt framboš hafi komiš fram gegn honum.

Žaš mį heldur ekki gleyma žvķ aš žaš er ekki hefš fyrir žvķ į Ķslandi aš fella sitjandi forseta frį embętti. Žvķ mišur viršist žaš svo meš marga, aš žaš sé ķ ešli žeirra aš frukta allt of mikiš fyrir sitjandi rįšamönnum. Žaš er žvķ löngum erfitt aš fį fram breytingar og vinna undir žvķ kjörorši aš nżir vendir sópi best. Og Ólafur Ragnar er sannarlega ekki nżr vöndur į Bessastöšum og löngu hęttur aš sópa - nema žį til mįlamynda !

Undirritašur hefur ekki fariš leynt meš žaš aš hann kaus Ólaf Ragnar sem forseta 1996. Žį var hann nżr vöndur į žessu sviši og hreint ekki einn į för.

Gušrśn Katrķn Žorbergsdóttir var viš hliš hans og žaš var mikill lišsauki.

Vališ var ekki erfitt žį. Ég hafši aš vķsu aldrei veriš hrifinn af Ólafi Ragnari sem stjórnmįlamanni, en hugsanlega gat hann samt oršiš frambęrilegur forseti.

Hann žekkti pólitķkina innan frį og reynsla hans śr žeim višsjįla heimi gat oršiš gott veganesti fyrir forseta gagnvart rķkisstjórn og žingi ef vel vęri į haldiš.

Hann var lķka meš nżjar įherslur varšandi forsetaembęttiš, įherslur sem voru til žess fallnar aš auka almennan įhuga fyrir embęttinu og virkja žaš og žį möguleika sem ķ valdi forsetans fólust betur ķ žįgu žjóšarinnar.

Og žaš var ekki vanžörf į žvķ, fannst mörgum, og sjįlfsagt aš gefa viškomandi frambjóšanda tękifęri til aš sżna hvers hann vęri megnugur varšandi žessar nżju įherslur. Žaš varš eiginlega töluverš vakning fyrir žvķ į žjóšarvķsu.

Ašrir frambjóšendur 1996 hurfu satt best aš segja aš miklu leyti ķ skuggann fyrir Ólafi Ragnari og Gušrśnu Katrķnu konu hans.

Jafnvel żmsir sem höfšu haft mikiš horn ķ sķšu Ólafs Ragnars, drógust aš mati margra til žess aš kjósa hann vegna Gušrśnar Katrķnar.

En žetta var 1996 og margt breyttist furšu fljótt. Viš misstum okkar mikilhęfu forsetafrś og meš henni virtist deyja töluvert af žeim vonum sem fólk tengdi viš hinn nżja forseta. Um aldamótin var undirritašur til dęmis oršinn žess fullviss aš Ólafur Ragnar vęri farinn aš leika mikiš til sama leikinn sem forseti og hann hafši įšur leikiš sem pólitķkus.

Įhugamįl hans nśmer eitt var hann sjįlfur, völd hans og fyrirferš ķ fjölmišlum og žjóšlķfi. Ferill hans fyrir hruniš og ķ hruninu og eftir hruniš var hreint ekki skammlaus og samskipti hans viš žotuliš śtrįsargreifanna voru alls ekki eins og žau hefšu įtt aš vera. Hann dansaši meš, hann var mešvirkur, hann sį ekkert nema gull og milljarša streyma til Ķslands. Hann virtist ekki telja aš žaš myndi koma aš skuldadögunum, eins og manni skilst žó aš Dorrit hafi reynt aš segja honum.

Hann skellti bara skollaeyrunum viš višvörunum af žvķ taginu og sagši kokhraustur viš erlenda fjölmišla sem dįšust aš ķslensku "fjįrmįlasnillingunum, "Žiš hafiš nś ekki séš mikiš af žessu ennžį !

Og nś er Ólafur Ragnar aš bjóša sig fram til aš sitja fimmta kjörtķmabiliš sem forseti. Hann sem sagši aš 16 įr vęru langur tķmi ķ žessu embętti !

En nś er hinsvegar verulega skipt um hagi. Vinstrisinnašir kjósendur hafa fjarlęgst Ólaf eins og hann hefur fjarlęgst félagshyggjuna og žęr hugsjónir sem hśn stendur fyrir, enda er hann oršinn lķtiš annaš en ķhaldssamur aristokrati og spilltur af of löngu samneyti viš forréttindahyski og snobbhęnsni hér og žar.

Svo nś er ķhaldiš oršiš traustasti bakhjarl Ólafs Ragnars įsamt leifunum af Framsókn. Einhverntķma hefšu žaš žótt tķšindi svo ekki sé meira sagt.

Forustuliš ķhaldsins, er fariš aš sjį aš Ólafur Ragnar er hreint ekki sį vargur ķ véum sem žaš taldi hér įšur fyrr. Hann er farinn aš ganga sömu götur og žaš ķ żmsu. Og flokksmenn Stóra Žjóšarógęfuflokksins, jafnvel 7 af hverjum 10, ętla vķst aš kjósa manninn sem var eitt sinn " persona non grata " ķ žeirra augum.

Hęgri menn viršast ekki kunna sér lęti yfir žvķ aš vera bśnir aš finna įsęttanlegan forseta fyrir " sķnar įherslur " ķ Ólafi Ragnari - jį, ķ Ólafi Ragnari Grķmssyni !

En hvert įtti aumingja mašurinn aš fara til aš leita sér stušnings ?

Fyrri samherjar voru aš stórum hluta bśnir aš sjį ķ gegnum hann og farnir aš skilja, aš hann er ķ raun og veru engu trśr nema žį eigin framagirnd.

Hann įtti ekkert eftir nema aš leita į nįšir ķhaldsins - og verši hann kosinn forseti įfram, veršur žaš fyrir stušning žess og atkvęši - og žaš er vel hugsanlegt aš ķhaldiš geti notaš Ólaf Ragnar og ekkert skilji žar į milli į komandi įrum - ekki einu sinni " skķtlegt ešli" !

Sś nišurstaša hlżtur aš teljast aumur lokakafli į ferli Ólafs Ragnars Grķmssonar, en fįtt viršist lķklegt til aš breyta žvķ ferli héšan af.

Ólafur Ragnar endar lķklega ęvidaga sķna eins og Jónas frį Hriflu - sem forstokkaš ķhald - Sic transit gloria mundi - mętti segja !

 

 

 

 

 

 

 


Fręšingahruniš og įbyrgšarleysiš !

Žaš er öllum ljóst sem hugsa į annaš borš, aš ķslenska efnahagshruniš var hrun af mannavöldum. Žaš var framkallaš ķ gegnum yfirmįta įbyrgšarleysi manna sem höfšu aš sögn veriš menntašir til aš bera įbyrgš !

Nįnast allir gerendur hrunsins voru fręšingar af einhverju tagi. Ķ bankakerfinu, fjįrmįlaeftirlitinu, rįšuneytunum og rķkiskerfinu öllu, störfušu allra handa fręšingar sem allir įttu aš vera aš vinna baki brotnu fyrir ķslensku žjóšina, įttu aš vera fullir af įbyrgšarkennd og žjóšlegri skyldutilfinningu !

Žvķ var stöšuglega haldiš aš fólki, aš žaš vantaši ekki aš vel vęri séš fyrir öryggi žess. Ķslendingar įttu aš geta fariš aš sofa hvert kvöld ķ fullvissu žess aš vakaš vęri yfir žeim og hagsmunum žeirra hverja stund. Žį sofnušu menn hér į landi ķ žvķ trausti og trśšu žvķ aš žaš vęri gott žjóšfélagskerfi į Ķslandi.

En nś gera menn žaš ekki og žaš veršur langt ķ žaš aš svokölluš yfirvöld žessa lands vinni sér ešlilegt traust mešal almennings į nż og žaš aš Jóhönnu Siguršardóttur meštalinni.

Eitt af žvķ sem sérmerkt hefur mįlflutning frjįlshyggjumanna, bęši fyrir og eftir hrun, og einnig mįlflutning žeirra sem eru farnir aš tala į lķnu frjįlshyggjunnar, mešvitaš eša ómešvitaš, er aš žaš er alltaf foršast aš tala um hina persónulegu gerendur mįlanna. Žaš var t.d. mjög mikiš um žaš ķ fjölmišlum fyrir hrun, aš višmęlendur frį greiningardeildum bankanna og fulltrśar hinna żmsu veršbréfasjóša, tölušu um aš žetta og hitt fęri eftir žvķ hvernig markašurinn brygšist viš. Žaš var alltaf eins og mannshöndin og mannshugurinn hefši ekkert meš mįlin aš gera og yfirleitt talaš žvert į hinar raunverulegu stašreyndir.

Ólafur Arnarson talaši t.d. į Bylgjunni 3.maķ sl. " um óžreyjufulla peninga sem vildu komast śr landi " !

Peningarnir sjįlfir vildu žetta sem sagt, žaš hafši ekkert meš eigendur žeirra aš gera. Žaš var engin persóna į bak viš žessa " óžreyjufullu peninga " !

Svona er hinn ópersónulegi mįlflutningur notašur til aš fela stašreyndirnar.

Og Jóhanna Siguršardóttir tekur svo til orša ķ ręšum  " žegar hruniš skall į " !

Žaš skall ekkert hrun į, žaš var bara kaldrifjaš eiginhagsmuna-samsęri ķ gangi og žaš vissu svo sem margir ķ kerfinu af žvķ sem var aš gerast, en žeir sem vissu žögšu žunnu hljóši, žvķ annašhvort voru žeir meš ķ mafķunni eša var alveg sama um ķslenskan žjóšarhag. En žaš sem var aš gerast var - aš žaš var veriš aš fremja rįn į tiltölulega góšu žjóšarheimili, -  og misgeršir sem framdar eru meš slķkum hętti af  įbyrgšarlausu stjórnmįlališi, og frjįlshyggjulega hįmenntušu banka og višskiptalķfsfólki, verša aldrei stašsettar ķ sögunni į sama róli og jaršskjįlfti, ofsarok eša eldgos.

Žetta var hannaš hrun, tilbśin forsenda gķfurlegra eignabreytinga, sem höfšu žaš sišlausa markmiš aš aušga śtvalinn hóp svikulla bófa į kostnaš žjóšarinnar.

Efnahagshruniš var ekki nįttśruhamfaramįl sem slķkt, žaš var glępur hinna grįšugu, glępur bankanna, glępur višskiptalķfsins, glępur stjórnvalda gegn žjóšinni ! Žaš er stašreynd stašreyndanna !

Og hver var ķ stjórn meš Stóra Žjóšarógęfuflokknum žegar öllu var steypt ķ žrot og žar jafn sofandi og ašrir - Jóhanna Siguršardóttir, einmitt žessi sama Jóhanna Siguršardóttir sem vissi ekkert ķ sinn haus žegar " hruniš skall į " !

Hśn er sannarlega ekki saklausari en ašrir sem spyrt hafa sig viš og veriš ķ slagtogi meš Stóra Žjóšarógęfuflokknum og lįtiš hafa sig til óhęfuverka undir hans forustu.

Skilur fólk ekki hver er meiningin meš žvķ aš ópersónugera mannanna misgjöršir, aš skilja į milli glępsins og glępamannanna ?

Ef sś skilgreining fęr aš standa, žį er enginn sekur, žį ber enginn įbyrgš, žį eru allir góšir og gegnir Ķslendingar į nż, sama hvaš žeir hafa gert.

Žį er hęgt aš fara safna į kostnaš žjóšarinnar fyrir nżju frjįlshyggju-fyllerķ og gera sķšan nżja gangstera aš milljaršamęringum ķ gegnum nżtt hrun !

En stašreyndirnar tala allar einum rómi gegn žessari hvķtžvottar skilgreiningu.

Žaš eru nefnilega margir sekir, žaš bera margir įbyrgš og žaš eru ekki allir góšir og gegnir Ķslendingar hér ķ žessu landi.

Eitt af žvķ sem hruniš sżndi okkur var žaš, aš sumum er gjörsamlega sama um hag lands og žjóšar bara ef  žeir hagnast.

Menn sem voru ekkert annaš en landrįšamenn, voru į ferš og flugi įrin fyrir hrun, į fullu viš aš féfletta žjóšina, og žaš meš sérstakri blessun yfirvaldanna, sem geršu žeim leikinn eins léttan og žau gįtu.

Allir ķ stjórnkerfinu, allir ķ bankakerfinu, allir ķ eftirlitskerfinu virtust alfariš uppteknir viš žaš aš dįst aš skrautklęšnaši " keisarans " sem var nįttśrulega berstrķpašur og villuleišandi fķgśra ķ öllum skilningi. Sannleikurinn var lęstur inni ķ skollaskįpum kerfisins og allir įttu bara aš nęrast į lygum og leikaraskap.

Žaš žżšir žvķ ekkert fyrir rįšamenn aš reyna aš breiša yfir aumingjadóm sinn žvķ hann er augljós hverjum viti bornum manni.

Og žegar Jóhanna Siguršardóttir talar ķ 17. jśnķ įvarpi um traust sem fariš hefur forgöršum, um žann vanda aš žjóšin treysti ekki rįšamönnum, segir hśn réttilega aš sökin sé hjį žinginu og yfirvöldunum, en hvaša yfirbętur hafa veriš sżndar ķ verki sem raunverulega hafa sannaš sig ?

Bankakerfi meš skķtlegt ešli hefur veriš endurreist į kostnaš žjóšarinnar, sem įšur hafši veriš margvķslega hlunnfarin af žvķ sama kerfi, og spillingar-haugurinn ķ stjórnarrįšinu sem įtti aš moka, er enn į sķnum staš og sķst minni en įšur. Mešan einhverjir héldu kannski aš žeir vęru aš moka śt voru ašrir aš moka sama skķtnum til baka.

Hvernig į fólk aš geta boriš traust til ķslenskra rįšamanna eftir žaš sem į undan er gengiš, žegar ekkert er gert ķ raun til aš endurvekja žaš traust ?

Gjįin breikkar stöšugt milli žings og žjóšar og sś gjį er aš verša botnlaus og óyfirstķganleg - og žessi mikla gjį heitir VANTRAUST !

 

 

 


Žjóšarmorš Tyrkja į Armenum !

Hinar sögulegu stašreyndir um žjóšarmorš Tyrkja į Armenum eru mešal verstu verka einnar žjóšar gegn annarri ķ mannkynssögulegu tilliti.

Į sķšustu įratugum nķtjįndu aldar mótmęltu Noršurįlfurķkin kśgun Tyrkja į Armenum og sjįlfur Gladstone kallaši Abdul Hamid soldįn Tyrkja fullum hįlsi " moršingjann ķ hįsętinu"! En Abdul Hamid vissi aš honum var óhętt aš fara sķnu fram og betur hefši veriš fyrir Armena aš rķkisstjórnir Noršurįlfunnar hefšu ekkert skipt sér af mįlum žeirra. Öll stjórnarbréfin sem send voru įn žess aš hugur fylgdi mįli, geršu nefnilega ekkert annaš en aš espa Tyrki gegn žeim.

Haustiš 1895 dundu ósköpin yfir. Meš vopnušum skrķl undir forustu lögreglunnar réšust Tyrkir į Armena, en hersveitir žeirra héldu vörš į mešan og tryggšu " vinnufrišinn ". Blóšbašinu lauk um jólaleytiš 1895 į žann hįtt aš 1200 Armenar voru brenndir lifandi ķ dómkirkjunni ķ Śfa.

Į 5-6 mįnušum voru 90.000 manns myrtir og margir fórust śr sulti og eymd. Rķkisstjórnir Noršurįlfu höfšust ekkert aš !

Ķ įgśstmįnuši 1896 lét soldįninn myrša 7000 Armena ķ Konstantinópel fyrir augunum į stjórnarerindrekum Evrópurķkja og žaš eina sem žeir geršu var aš senda mótmęlabréf.

Frišaržingiš ķ Parķs įriš 1900 og Jafnašarmannažingiš 1902 kvörtušu yfir žvķ aš Noršurįlfan brygšist Armenum, en ekkert var gert nema talaš !

Į mešan héldu Tyrkir uppteknum hętti aš kśga og drepa Armena.

Ungtyrkir sem böršust fyrir " frjįlslyndi, einingu og framförum, "  rįku Abdul Hamid frį völdum 1908, en honum tókst aš komast til valda aftur og į žeim stutta tķma sem hann žį rķkti tókst honum aš lįta drepa um 20.000 Armena.

Žaš var hinsvegar ętlun Ungtyrkja aš kśga allar žjóšir sem ekki vęru tyrkneskar aš uppruna og žó einkum Armena. Og Ungtyrkir voru langtum įkvešnari og hagvirkari ķ undirokunarstarfi sķnu en Gamaltyrkir.

Fyrir fyrri heimsstyrjöldina höfšu žeir sett sér žaš markmiš aš fękka hinum kristna lżš ķ Armenķu. Stórveldin hugšust žį lįta mįliš til sķn taka og voru tveir yfirgęslumenn sendir frį hlutlausum löndum til aš vaka yfir įstandinu ķ Armenķu. Įšur en žeir komust į stašinn braust styrjöldin śt.

Ķ skjóli hennar hugšust Ungtyrkir losa föšurlandiš viš žennan meinta óžjóšalżš, uppręta alla Armena ķ hinu tyrkneska rķki og lįta engan lifandi undan komast, en stjórnin sjįlf ętlaši aš gefa leišbeiningar um žaš hvernig haga skyldi manndrįpunum.

Fjórar žśsundir manna voru sendar til Zeitun įriš 1915, og rįku žeir alla ķbśana, samtals 20.000 manns śt ķ mżrar og eyšimerkur. Ķ Konstantinópel voru allir įhrifamenn ; kennarar, lęknar, rithöfundar, lögfręšingar, ritstjórar og prestar,

alls 600 manns, sendir til Litlu-Asķu. Įtta žeirra komust af, hinir hurfu !

Meš žeim voru allir helstu talsmenn Armena śr sögunni.

Įriš 1915 hófust sķšan žęr ógnir og skelfingar sem vart eiga sinn lķka ķ sögunni.

Frį Kilikķu, Anatólķu og Mesópótamķu voru Armenar reknir af staš ķ helför sķna. Tyrkir tóku allar eigur žeirra. Žeim var sķšan hópaš saman og reknir yfir fjöllin śt į Arabķu-eyšimörkina. Žeir sem voru ekki skotnir įttu aš farast žar śr hungri. Allir fulloršnir karlmenn og stįlpašir drengir voru leiddir afsķšis og drepnir. Ungar stślkur voru seldar į uppboši. Žęr stślkur sem höfšu sloppiš viš naušgun fóru į fjórfalt hęrra verš en hinar. Hópar Kśrda réšust į jįrnbrautarlestirnar, ręndu, misžyrmdu, myrtu og naušgušu kvenfólki.

Allt var meš rįši gert og žaulhugsaš. Fólkiš var lįtiš veslast upp hęgt og hęgt śr hungri og haršrétti, en žessa ašferš köllušu Tyrkir " kurteisleg manndrįp ".

Af 180.000 manns, sem reknir voru frį Karpśt og Sķvas, komust 350 til Aleppó,

en af 19.000 frį Erzerum lifšu ašeins 11 manns. Flekkusóttin geisaši mešal fólksins. Nįžefinn lagši af lestunum sem fluttu lķkin.

Vķša var sleppt öllum lįtalįtum um brottflutning fólksins og žvķ žį slįtraš heima hjį sér, eša fundin upp fįranlegustu hrottabrögš til aš stytta žvķ aldur.

Eitt slķkt var aš reka Armena hundrušum saman śt į fleka į Tķgrisfljóti.

Žegar flekarnir komu nišur aš Mósśl, voru žeir mannlausir, en fljótiš var fullt af lķkum og mannslimum. Ķ Kermak-gjįnni slįtrušu tyrkneskir hermenn 25.000 konum og börnum.

Armenskir hermenn sem barist höfšu ķ Tyrkjaher og sumir hlotiš opinbera višurkenningu, voru skotnir af tyrkneskum félögum sķnum į bak viš herstöšvarnar.

Innanrķkisrįšherra Tyrkja sķmaši ķ september 1915 til lögreglunnar ķ Aleppó :

" Rįša skal nišurlögum Armena įn žess aš hafa af žvķ nokkurt samviskubit eša skeyta hiš minnsta um tilfinningar " !

Įriš 1916 hélt ógnunum įfram. Fangaherbśširnar tęmdust. Ķ einum žeirra voru grafin lķk 55.000 manna er soltiš höfšu til bana. Einhvers stašar viš Evratfljót tżndust 60.000 manns. Viš Mósśl voru 19.000 manns drepnar og į öšrum staš 20.000. Frįsögn sjónarvotta er žannig aš hverjum manni hlżtur aš renna til rifja.

Žegar fregnir af atburšum žessum bįrust til Noršurįlfunnar 1915, vöktu žęr geysimikla gremju. Miklar yfirlżsingar voru gefnar, stašfestar af Wilson Bandarķkjaforseta, Lloyd-George og Clemenceau, um endurreisn frelsis og sjįlfstęšis til handa Armenum, ef žeir vildu ganga til lišs viš Bandamenn.

Armenskir sjįlfbošališar streymdu ķ heri žeirra, böršust af mikilli hreysti, og 200.000 létu lķfiš į orustuvöllunum.

Eftir rśssnesku byltinguna réšust Tyrkir inn ķ rśssneska hluta Armenķu til aš uppręta Armena einnig žar. Ķ maķ 1918 lżstu Armenar land sitt óhįš lżšveldi. En žaš var žį 9000 ferkķlómetrar aš stęrš meš 350.000 ķbśum.

Tyrkir héldu frišinn į sinn hįtt, žeir hertóku Bakś og drįpu um 30.000 manns.

Eftir hrun Tyrklands tóku Armenar aftur land sitt. En Bandamenn sem höfšu lofaš žeim žvķ, sendu ekkert herliš žeim til hjįlpar. Frišžjófur Nansen taldi įstęšuna žį aš engar olķulindir voru ķ Anatolķu. Tyrkir tóku landiš aftur.

Armenar voru sviknir į nż !

19. janśar 1920 višurkenndi frišaržingiš ķ Versölum žó armenska rķkiš og fór fram į žaš aš Žjóšabandalagiš tęki žaš undir sķna vernd. En žvķ var synjaš.

Žjóšabandalagiš hafši hvorki fjįrmagn eša her til rįšstöfunar og ekkert rķki var fįanlegt til aš fara meš umboš žess varšandi mįlefni Armena.

Žann 10. įgśst sama įr višurkenndu Tyrkir Armenķu sem fullvalda rķki og Wilson įkvaš landamęrin. Armenar fengu 87.000 ferkķlómetra lands, en Bandamenn geršu ekkert frekar en įšur til aš tryggja žeim žetta landssvęši.

Žeir leyfšu Tyrkjum enn aš komast upp meš žaš aš rįšast inn ķ Armenķu.

Ķ stuttu mįli sagt, Bandamenn sviku Armena ķ öllu į hinn lśalegasta hįtt og fyrir blóš žaš sem Armenar höfšu śthellt ķ žeirra žįgu, guldu žeir pappķr og veršlaust landabréf. Sķšasti žįttur armenska harmleiksins geršist žegar Tyrkir rįku Grikki śr Litlu-Asķu įriš 1922. Žśsundir Armena voru samtķmis reknir śr landi. Örsnaušir komu žeir til Grikklands, Bślgarķu, Sżrlands og hins rśssneska hluta Armenķu.

Ķ ofsóknunum 1915-1916 śtrżmdu Tyrkir einni milljón Armena ķ Tyrklandi,

eša rśmum žrišjungi hinnar armensku žjóšar.

Į frišaržinginu ķ Lausanne 1922-23 kallaši Curzon lįvaršur hörmungarnar ķ Armenķu " mesta hneyksli veraldar " en samt var Lausanne-samningurinn undirritašur įn žess aš minnst vęri į Armena. Žaš var eins og žeir vęru ekki til. Svona voru vinnubrögšin hjį rįšamönnum žeirra žjóša Evrópu, į žessum tķma, Breta og Frakka, sem öšrum fremur hafa žóst standa sem brjóstvörn fyrir lżšręši og mannréttindi. Sömu óheilindin réšu og sķšar gagnvart lżšveldinu į Spįni, sem varš til žess aš pumpa fasismann upp og starta sķšari heimsstyrjöldinni !

Mešferšin į Armenum af hįlfu Tyrkja var hryllileg og ómennsk, en žaš ber lķka aš hafa ķ huga og žvķ mį ekki gleyma, aš žeir komust upp meš glępina vegna žess aš įhrifamestu rķkisstjórnir Vesturlanda geršu ekkert til aš hindra žessi žjóšarmorš žó fyllilega vęri vitaš hvaš vęri aš gerast.

Svik žeirra viš mįlstaš Armena voru slķk, aš žau geršu Tyrkjum žaš fullkomlega ljóst aš žeir gętu gert hvaš sem žeim sżndist, įn žess aš óttast afskipti af žeirra hįlfu. Og Tyrkir geršu einmitt žaš sem žeim sżndist.

Žannig geta žjóšarmorš įtt sér staš - enn ķ dag - meš žegjandi samžykki žeirra sem gętu komiš ķ veg fyrir žau !

 

 

 


Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fęrslur

Des. 2019
S M Ž M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (5.12.): 14
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 260
  • Frį upphafi: 203720

Annaš

  • Innlit ķ dag: 5
  • Innlit sl. viku: 142
  • Gestir ķ dag: 3
  • IP-tölur ķ dag: 3

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband