Leita í fréttum mbl.is

Hjartađ slćr til vinstri - kynning á bók

hjartad2.pngNú hef ég sent frá mér bók sem ber nafniđ - Hjartađ slćr til vinstri  -, ţetta er saga sem gerist í litlu ţorpi á landsbyggđinni upp úr 1960.

Ég skrifađi ţessa sögu um aldamótin ţegar dansinn kringum gullkálfinn var ađ fćrast upp í  trylling og sem óđast ađ taka á sig mynd geggjunar, gróđafíknar og siđleysis í samfélaginu okkar.

Mér fannst afturförin orđin slík í siđrćnum efnum ađ mig hryllti viđ ţví. Íslandiđ mitt góđa var ađ breytast í einhverja Mammons-ófreskju sem ég hélt ađ ég myndi aldrei sjá hérlendis. Ţađ var varla talađ um neitt lengur nema peninga !

Ég fór mér til hugsvölunar ađ skrifa um ţađ Ísland sem ég hafđi fyrir augum ţegar ég var ađ komast á legg. Ég skrifađi um ţćr hugsjónir sem ćttu stöđugt ađ vera leiđarljós í lífi manna. Ég skrifađi um frelsi og sameiginlegan rétt manna til ađ fá ađ lifa á ţessari jörđ. Ég skrifađi um fólk sem hafđi hjarta fyrir samfélagi sínu og lifđi ekki bara fyrir sig. Í stuttu máli sagt - ég skrifađi mig frá ţeim viđbjóđi sem var ađ eitra ţjóđlífiđ og óđ yfir allt samfélagiđ fyrir spillingaráhrif ţeirra sem međ völdin fóru.

Í árslok 2001 var ég búinn ađ skrifa ţessa sögu sem rann á móti straumnum.

Og ţađ kom fljótt í ljós ađ enginn vildi gefa hana út. Ţađ hafđi enginn útgefandi áhuga á henni, hún ţótti ekki gróđavćnleg og var sannarlega ekki eins og menn vildu hafa hana. Mér var stundum sagt, ađ ţađ vćru punktar í henni, en ég ţyrfti ađ stytta hana, fella úr henni kafla og málsgreinar, breyta hinu og ţessu og gera hana allt öđruvísi úr garđi.

Og ţađ ţurfti svo sem ekki ađ segja mér hvađ var ađ. Ég skildi auđvitađ ađ ţađ var sálin í sögunni sem mátti ekki vera ţar. Hún var ekki í takt viđ tíđarandann. Hún virkađi ţvert á móti sem óţćgilegt veisluspjallafyrirbćri gegn ráđandi veltutíma Mammons. Bođskapur hennar var alls ekki frá Babylon heldur miklu frekar frá Jerúsalem og ţađ ţótti hreint ekki gott.

Og ég sá fljótlega ađ ţađ var til lítils ađ ganga međ ţetta handrit milli gróđafíkinna útgefenda og hlusta á endalausar breytingatillögur ţeirra og ágenga íhlutun gagnvart mínum skrifum.

Ţeir gátu bara sagt annađhvort já eđa nei. Ég fór ekki fram á annađ.

Ađ lokum stakk ég sögunni minni niđur í skúffu. Ţar lá hún í nokkur ár en bjó mér samt í hjarta og sinni. Hún var áfram hluti af hugsanalífi mínu og međgöngutíminn lengdist ţar sem útgáfu-fćđing var ekki í sjónmáli.

Enginn áhugi virtist vera hjá útgefendum á umfjöllun um fólk og háleitar hugsjónir, um mannlegt frelsi og ţá baráttu sem alltaf hefur orđiđ ađ heyja fyrir ţví í ţessum heimi. Enginn skilningur virtist á ţví ađ ţörf vćri ađ leiđa hugann ađ ýmsum kyndilberum frelsis og manndáđa í leit ađ heilbrigđum fyrirmyndum og međtaka frásagnir af íslensku alţýđufólki sem átti sínar tilfinningar og sitt líf.

Enn virtist sú ranghugsun lifa góđu lífi hjá mörgum, ađ söguhetjur ţyrftu ađ tilheyra yfirstétt og mćttu ekki vera " bara venjulegt fólk " !

Ekki veit ég hvađ olli ţví ađ ég sendi Vestfirska forlaginu handritiđ mitt ađ lokum. Sennilega eitthvert bjartsýniskast eftir hruniđ, einhver vonarglćta um ađ annađ hugarfar vćri í uppsiglingu, samfara ţeim skilningi á brotlendingu bankanna, Mammons-musteranna, sem gerđi fólki fćrt ađ sjá og viđurkenna vitleysuna sem í gangi hafđi veriđ.

Og Vestfirska forlagiđ hugsađi máliđ - óţarflega lengi fannst mér reyndar - en ţar var hugsađ og spáđ í verkiđ. Og ađ lokum var ákveđiđ ađ gefa söguna mína út - óbreytta - eins og hún var hugsuđ og skrifuđ af minni hendi.

Ţađ var helst viđ slíku ađ búast af litlu landsbyggđarforlagi - sem byggir á ţjóđlegum grunni og metur mál út frá fleiru en bara peninga-sjónarmiđum.

Eftir nćrri tíu ára ferli er ţessi bók mín ţví ađ koma á markađ. Hún segir frá ţroskaferli unglings, frá viđvarandi sársauka vegna ţjáninga annarra, frá baráttu kynslóđanna, frá vonum um betri heim og hugsun fyrir samhjálp og samvinnu, frá trú á forsjá Guđs vors lands.

Ég vona ađ menn lesi ţessa sögu út frá ţeirri forsendu, ađ ţeir vilji opna hjörtu sín fyrir hugsjónum frelsis og manndáđa, ađ ţeir vilji verđa meiri og betri Íslendingar en ţeir hafa kannski veriđ, ađ ţeir vilji grćđa sár ţjóđarinnar og bćta samfélagsheildina, ađ ţeir vilji leiđa hinn frjálsa íslenska anda í öndvegi sitt á ný, til blessunar fyrir heill og hamingju Íslands.  

Okkur er öllum skylt ađ fylgja ţví sem rétt er og reyna ađ vera ţćr manneskjur ađ samfélagiđ sem viđ lifum í verđi betra fyrir okkar framlag hversu smátt sem ţađ kann ađ vera !

Hjartađ slćr til vinstri - í okkur öllum - međan viđ lifum.

Ég leyfi mér ađ skora á ykkur ađ kynna ykkur hvernig ég tengi ţá líffrćđilegu stađreynd viđ ţann veruleika sem viđ búum viđ - í ţeirri von ađ viđ getum gert hann manneskjulegri og betri ? Lesiđ ţessa sögu mína og kryfjiđ hana sem hugsandi manneskjur - til mergjar !

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 584
  • Frá upphafi: 365482

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 497
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband