Leita í fréttum mbl.is

Eru íslenskir pólitíkusar bara gauđ og fótaskinn annarra ?

 

 

 

Af hverjum ţurfum viđ Íslendingar alltaf ađ standa í endalausri sjálfstćđisbaráttu ? Af hverju hefur allur tíminn frá fullveldi og síđan lýđveldi fariđ í ţađ ađ verja ţau gildi sem áttu ađ vera komin í höfn ? Höfum viđ nokkurntíma spáđ í ţađ ?

 

Höfum viđ nokkurntíma hugleitt, vitađ og viđurkennt, ađ meginástćđan fyrir ţví hefur í raun og veru veriđ ţađ hrćđilega harmsefni íslenskrar sögu, ađ hér hafa alltaf veriđ nógir til ađ ganga erinda erlends valds !

 

Í sögu Jóns Ţorkelssonar Skálholtsrektors, eins af bestu sonum Íslands á 18. öld, er vísađ til alvarlegra orđa hans um útlendingadekur Íslendinga. Ţeir hafi jafnan legiđ hundflatir fyrir útlendingum. Allt hafi veriđ sleikt upp sem frá ţeim kom. Sumir útlendingar hafi komiđ hingađ bláfátćkir, en innan fárra ára hafi ţeir veriđ orđnir auđugir menn, vegna arđráns síns á íslenskri ţjóđ, ekki síst í verslunarmálum. Og enn er ţađ svo, ađ hér er skriđiđ fyrir nánast öllu sem kemur utanlands frá !

 

Lítum bara á stjórnmálaflokkana í landinu. Hverjir ţeirra skyldu í raun vera heilir í ţví ađ halda uppi vörn fyrir íslenskt sjálfstćđi ? Hvađ segir málsmeđferđ ţeirra á orkupökkunum um ţađ mál ? Hvernig stendur á ţessum eilífa aumingjadómi gagnvart erlendu valdi ? Viđ höfum skriđiđ fyrir Norđmönnum, skriđiđ fyrir Dönum, skriđiđ fyrir Bretum og skriđiđ fyrir Könum. Nánast öll saga okkar er saga skriđdýrsháttar og svika gagnvart eigin ţjóđ og rétti hennar til auđlinda ţessa lands !

 

Af hverju tölum viđ alltaf og ćvinlega um Jón Sigurđsson, sem sóma Íslands, sverđ og skjöld ? Mađurinn var fćddur 1811 og dó 1879. Hann var nítjándu aldar mađur. Uppi fyrir löngu ! En skýringin er einföld. Viđ gerum ţađ vegna ţess ađ ţađ hefur enginn annar tekiđ sér ţá stöđu sem hann tók sér fyrir ţjóđarrétti Íslands. Frá 1879 hefur enginn ráđamađur á Íslandi komist í námunda viđ Jón Sigurđsson sem íslenskur leiđtogi eđa tekiđ viđ hlutverki hans í okkar sögu !

 

Segir ţađ okkur ekki töluvert mikiđ um ţađ hvernig stjórnmálamenn okkar hafa stađiđ sig eftir daga Jóns Sigurđssonar ? Viđ höfum sem sagt ekki átt neinn sóma Íslands, sverđ og skjöld síđan 1879. Enginn hefur gegnt ţví landvarnar-hlutverki í sögu Íslands frá ţví ađ Jón Sigurđsson lauk sínum lífdögum !

 

Jón Sigurđsson gerđi margt fyrir land og ţjóđ. Hann gerđi međal annars skađa-bótareikning á danska ríkiđ fyrir arđrán Dana á Íslandi. Ţađ útspil Jóns kom illa viđ marga í Danaveldi og hreyfđi mjög viđ málum sem höfđu lengi veriđ í ládeyđu. En hann fćrđi sterk rök fyrir sínu máli. Hann gerđi ţađ alltaf. Hann var í ţví sem öđru ólíkur ţeim sem á eftir komu og ţóttust ganga í fótspor hans. Ţurfum viđ ekki alvarlega ađ hugleiđa stöđu okkar og hvađ sé í raun og veru okkur til gildis – á ţjóđlega vísu ?

 

Hvernig vćri ef viđ gerđum tjónareikning á ţau ríki sem verst hafa leikiđ sjálfstćđi okkar og ţjóđarfrelsi, Noreg, Danmörku, Bretland og Bandaríkin ? Myndi ţađ ekki koma illa viđ ţá sem telja okkur vera og eiga ađ vera algjöra aumingja og útlendingasleikjur ? Myndi ţađ ekki geta hrist upp í mörgu ?

 

En auđvitađ yrđi slíkt aldrei gert. Í fyrsta lagi vegna ţess ađ viđ erum ekki menn til slíkra verka og í öđru lagi vegna ţess ađ viđ höfum varla átt neina gildisbćra forustumenn sem fyrr segir síđan Jón Sigurđsson var uppi, enda hafa ţeir stöđugt versnađ sem hafa ţóst vera ţađ, allt til yfirstandandi dags !

 

,,Gauđ og fótaskinn,“ sagđi Jón Helgason forđum í ádeilukvćđi sínu Sú ţjóđ.... sem ort var 1951 vegna Natógaldursins. Skyldi ţar ekki hafa komiđ fram nokkuđ réttur dómur varđandi frammistöđu íslenskra stjórnvalda fyrir réttindum íslenskrar ţjóđar – allt frá árinu 1918 til dagsins í dag ?

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 200
  • Sl. sólarhring: 241
  • Sl. viku: 1337
  • Frá upphafi: 317023

Annađ

  • Innlit í dag: 187
  • Innlit sl. viku: 1034
  • Gestir í dag: 182
  • IP-tölur í dag: 180

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband