Leita í fréttum mbl.is

Hugleiðingar um harmleikinn á Gaza út frá heildarmynd þess sem er að gerast í samtímanum

 

 Það er athyglisvert að fylgjast með því hvernig fjölmargir Íslendingar nú til dags geta látið varðandi Ísraelsmenn. Þegar upp úr sýður í Mið-Austurlöndum  liggur við að ákveðinn hópur fólks hérlendis gangi hreinlega af göflunum.

Það lætur þá óspart í ljós hatur sitt á bölvuðum Gyðingunum, eins og þeir eru iðulega kallaðir, og telur þá víst eina í sök þar sem tveir eða fleiri deila.

Íslensk ungmenni virðast núorðið gera nokkuð af því að fara til Gaza eða Vesturbakkans, að sögn til að öðlast víðsýni og vinna þar við hjálparstörf, en það er eins og þau geri það í líkum anda og þau væru múslimskir pílagrímar á leið til Mekka.

Stjórnvöld í evrópskum löndum, þar sem múslimar eru ört vaxandi íbúafjöldi, virðast ekki þora annað lengur en að taka afstöðu gegn Ísrael og sýnist þar litlu skipta hvernig í pottinn er búið. Aðeins annar aðili deilumálanna virðist talinn sekur. Samt er Ísrael miklu nær Evrópu í stjórnarfarslegu tilliti en arabar á svæðinu og múslimalöndin í kring.

Ég veit ekki til þess að nokkurt ríki glími við hliðstæðan vanda og Ísraelsmenn standa frammi fyrir á Gaza. Stjórnvald araba þar, Hamas-samtökin, viðurkenna ekki tilverurétt Ísraelsríkis !

Hvernig semja menn við andstætt stjórnvald sem stendur fast á því að þeir eigi ekki tilverurétt ? Hvernig á að berjast gegn ofstækisvaldi sem beitir fyrir sig heilum hópum af manngerðum sprengjum, allt niður í börn ? Hvernig á að beita sér gagnvart ofsatrúuðum hryðjuverkamönnum sem svífast einskis og nota borgaralega þjóðbræður, konur og börn, sem skildi ?

Báðir deiluaðilar, arabar sem Ísraelsmenn, eiga og hafa átt menn sem hafa viljað leysa málin með friði. Þeir hafa hinsvegar iðulega verið drepnir eða þaggaðir niður vegna hatursvakinnar atburðarásar, vegna þess að ofstækisöfl nærast á stríði og blóðsúthellingum og vilja halda slíku ástandi við.

Þessvegna vildi Hamas ekki vopnahléð lengur. Það fjaraði undan samtökunum við friðsamlegri aðstæður. Það þurfti átök, það þurfti stríð og frekari blóðfórnir. Það þurfti nýja píslarvotta til að auka fylgið.

Þeir eru ófáir arabarnir sem hafa verið myrtir af eigin þjóðbræðrum vegna þess að þeir hafa talað fyrir friði og sáttum. Á tímabili var það svo, að um helmingur þeirra araba sem létust á Vesturbakkanum voru myrtir af öðrum aröbum. Fjöldi manns hefur verið drepinn þannig fyrir það eitt að hafa ekki viljað taka þátt í mótmælum gegn Ísrael. Þar hefur oft verið um að ræða kristna araba.

Menn geta líka velt fyrir sér örlögum Nashashibi ættarinnar sem vildi friðsamleg samskipti við Gyðinga. Það fólk var miskunnarlaust murkað niður.

Þar lék hinn illræmdi Haj Amin al-Husseini stórt hlutverk í því að láta drepa þá þjóðbræður sína sem vildu styðja frið í samskiptum við Ísraelsmenn.

 Drápin á ísraelsku íþróttamönnunum í Munchen 1972 sýndu hvað langt arabískir hryðjuverkamenn voru tilbúnir að ganga - þeir skeyttu ekkert um ein helgustu friðarvé heimsins, Ólympíuleikana, og frömdu þar sín voðaverk.

Víða er talað um Ísrael sem eitt öflugasta herveldi heimsins. Ég las þá umsögn t.d. á vinsælu bloggi um daginn. En svipað var sagt um Írak undir Saddam Hussein fyrir Flóastríð. Írak á " fjórða öflugasta landher veraldar "  sögðu áróðursmeistararnir. En þegar til kom þurfti ekki annað en jarðýtur til að moka yfir þann her. Þúsundir manna, flest kornungir, ráðvilltir og ofsahræddir strákar, voru þar grafnir lifandi af innrásarhernum , hinum frelsandi herskara Nató !

Enginn hafði neitt við það að athuga, enda virðist hafa verið litið svo á að þarna hafi menn verið að drepa menn á réttum forsendum.

Amnesty International hefur eitthvað smávegis nöldrað út af fjöldamorðunum í Dasht-el Leili í Afghanistan í nóvember 2001, þar sem yfir 4000 fylgismenn Talibana voru myrtir í griðum og eftir því sem best er vitað, samkvæmt beinum bandarískum fyrirmælum. En annars hefur verið farið ósköp vægilega í sakirnar varðandi þann glæp. Þar var víst verið að drepa rétta fólkið !

Það var hinsvegar ólíkt merkilegra fólk sem drepið var í árásinni á tvíburaturnana, enda hefur þess líka verið rækilega minnst. Þar var líka um Bandaríkjamenn að ræða sem er náttúrulegt allt annað og alvarlegra mál !

Umræðan um svona hrylling er yfirleitt ógeðslega fölsk í fjölmiðlum og sett fram að mestu leyti á pólitískum forsendum og eru íslenskir fjölmiðlar þar ekki undanskildir. Ég get samt aldrei skilið það tvöfalda viðhorf gagnvart glæpum og manndrápum sem kemur þar svo oft fram, skil ekki hvernig hægt er að líta á það sem miklu minna mál ef fólk í þróunarlöndunum eða þriðja heiminum er drepið.

Fyrir mér er verknaðurinn sá sami hvort sem svartur maður í Rúanda er drepinn, arabi á Gaza eða Ísraelsmaður, Talibani í Afghanistan eða Bandaríkjamaður í New York. Í öllum tilvikum er um afleiðingar átaka að ræða og enginn er kannski alsaklaus en enginn einn er heldur sekur. Þegar ranglætinu er hossað er sannleikanum umsvifalaust fórnað á altari lyginnar.

Ísrael er vissulega öflugt ríki, en það er hvorki stórt né mannmargt. Íbúafjöldinn er líklega um 7,5 milljón manns, þar af arabar sennilega rúmlega milljón. Til samanburðar eru Sýrlendingar 18-19 milljónir, Jórdanir um 6  milljónir og Egyptar um 80 milljónir. Síðan koma til múslimalöndin í ytri hringnum, en þar er t.d. Íran með um 75 milljónir manna eða ríflega tífalda íbúatölu á við Ísrael.

Á þessu ættu menn að geta séð að styrkleikahlutföllin eru ekki beint Ísrael í hag. Ísraelski herinn má ekki við því að tapa einu stríði, þá er tilvera ríkisins í veði. Tapi arabaríkin stríði, fylla þau í vopnaskörðin og geta  svo verið tilbúin í næsta stríð. Á þetta benti Golda Meir skilmerkilega á sínum tíma.

Hvaða ríki myndi sætta sig við að fá í sífellu eldflaugaárásir yfir sig frá næsta nágranna með tilheyrandi mannfalli, en stjórnvaldið þar neitaði allri ábyrgð og stæði jafnvel fyrir árásunum ?

Hvað myndu Bretar gera ef slíkt yrði stundað gegn þeim, ekki voru þeir seinir til að beita okkur hryðjuverkalögum, svo sem alræmt er, út af efnahagsmáladeilu ?

Varla eru þó margir sammála því að Íslendingar séu hryðjuverkamenn, en Hamas eru ómótmælanlega yfirlýst hryðjuverkasamtök !

Íslenskir arabavinir sem eru óðir og uppvægir út af ástandinu á Gaza, vilja brennimerkja Ísraela eina í sök. Þeir telja vandlega hvert arabískt mannslíf sem stríðið þar tekur sem toll, en þeir höfðu mér vitanlega ekki hátt þegar Hútúar frömdu þjóðarmorð sín í Rúanda fyrir nokkrum árum, og var þó blóðtollurinn í hæstu hæðum þar eða í kringum milljón manns. Þeir hafa heldur ekki farið hamförum út af hryllilegu ástandinu í Darfur í Súdan ( um 300.000 fallnir ), enda vita þeir kannski að múslimar eru gerendurnir þar. Þeir eru heldur ekki að velta mikið fyrir sér núverandi stöðu mála í Kongó. Þeir hafa þaðan af síður talað mikið um mannslífin sem eru að farast í Afghanistan, þar sem hellt er sprengjum úr háþróuðum flugvélum Nató yfir frumstæð fjallaþorp, þar sem talið er að Talibanar kunni að leynast !

Hver telur líkin þar og hver veit hvað mörg börn farast þar ?

Ingibjörg Sólrún nefndi í fréttum um daginn, að Hamas væru með heimatilbúin vopn en Ísraelar með miklu fullkomnari tæki. Það var sem sagt ekki hægt að jafna því saman. Heimatilbúnu vopnin hjá Hamasmönnum skyldu þó ekki vera komin til þeirra í gegnum göng frá Egyptalandi ?

Kjarnaatriðið í þessu er hinsvegar það, að í báðum tilfellum er verið að drepa fólk og það er viðbjóður ! En sá sem deyr af völdum sprengju finnur varla mikla hugsvölun í því á dauðastundinni að hún skuli hafa verið heimatilbúin, ef hún er það þá !

Ég hef aldrei heyrt minnst á það, að Talibanar ættu samúð skilið vegna þess að þeir væru á miklu lægra tæknistigi í sínum hernaði en Nató. Ég veit ekki betur en Nató beiti allri tækni sinni gegn þeim og án þess að Ingibjörg Sólrún sjái neitt misvægi þar eða athugavert við það framferði.  Sama er að segja um Al Quaida, aldrei hefur verið talin ástæða til að draga úr tæknilegum yfirburðum gegn þeim af einskærri riddaramennsku, en þegar að hliðstæðum samtökum kemur - eins og Hamas - þá er allt annað uppi.

Er ekki ástæða slíkrar rökvillu bara sú, að menn taka afstöðu með Hamas og aröbum af því að þeir eru fyrirfram á móti Gyðingum ?

Væri ekki þarflegt, að fólk gerði sér grein fyrir því að það er beinhörð staðreynd að mikill fjöldi múslima hatar Vesturlönd og okkar lífsgildi. Ef múslimar hefðu til þess vald, tæki og tól, myndum við sannarlega fá að finna fyrir því.

Takmark bókstafstrúaðra múslima, og þeir eru hreint ekki svo fáir og ráða víðast hvar ferðinni, er að ná Evrópu undir vald hálfmánans fyrir fullt og allt og því miður gengur það bara vel hjá þeim - reyndar allt of vel !

Múslimar halda fast við sína trú og það verður aldrei skilið á milli þeirra og hennar. Við erum hinsvegar önnum kafin við að saga í sundur stofninn sem hefur haldið okkur uppi og skapað að mestu þau gildi sem við búum við.

Evrabía er í sköpun og það þýðir einfaldlega - Kristur út og Múhameð inn !

Komi 70 milljónir Tyrkja inn í Evrópusambandið geta menn hugsað sér framvinduna. Ef við Íslendingar værum komnir þar inn líka, hvað værum við þá til með að taka við mörgum Tyrkjum hingað á vinnumarkað og til búsetu ?

Kannski nokkrum tugum þúsunda af Halim Al gerðinni ?  Hvað skyldi þurfa marga slíka til þess að íslenskt þjóðlíf með sínum lífsgildum hætti að vera til ?

Baráttan sem í gangi er fyrir botni Miðjarðarhafsins er hluti af mjög stóru máli en furðu margir virðast líta framhjá því. Þar er um að ræða fyrsta kaflann í átökum sem ætlunin er að breiða út. Það var það sem lá í orðum Arafats þegar hann sagði: " Fyrst sigrum við laugardagsfólkið ( Gyðingana ) svo snúum við okkur fyrir alvöru að sunnudagsfólkinu ( okkur á Vesturlöndum )."

Arafat var útfarinn í því að tala eitt í ræðum sínum inn á við, til múslimaheimsins, og annað út á við, til Vesturlanda. Það geta menn kynnt sér.

Þeir eru líka orðnir margir fjölmiðlarnir á Vesturlöndum sem eru beint eða óbeint komnir í eigu araba og framleiða stöðugan áróður fyrir eigendur sína gegn Gyðingum. Þannig er almenningsálitinu í þessum löndum stýrt í umtalsverðum mæli í þágu múslima. Jafnvel í Svíþjóð var rekin útvarpsstöð til skamms tíma sem sendi út hatursáróður gegn Ísrael og gerir kannski enn.

Annað sem er mjög vinsælt áróðursefni í umræðu um þessi mál, er að jafna Gyðingum við nazista. Það leynir sér hinsvegar ekki hvað liggur þar að baki.

Nazistar eru eiginlega almennt skilgreindir sem illmenni illmennanna og illmennska þeirra bitnaði ekki hvað síst á Gyðingum. Með því að segja að Gyðingar séu ekkert betri en nazistar, er fólk í raun og veru, meðvitað eða ómeðvitað, að gera minna úr glæpum nazista, vegna þess að í augum þess eru glæpir þeirra kannski orðnir svolítið máðir, og þar að auki, fyrir þá sem eru haldnir af gyðingahatri, eru glæpir framdir gegn Gyðingum kannski ekki svo miklir glæpir þegar allt kemur til alls.

Annars er allur svona samanburður gersamlega út í hött og eingöngu settur fram í áróðursskyni, til að sverta þann sem sverta á svo um munar.

Kjarni málsins varðandi það bál sem nú hefur verið kveikt í Mið-Austurlöndum, er að Hamas sagði vopnahlés-skilmálunum upp og sumir fullyrða sem fyrr segir, að það hafi verið gert af pólitískum ástæðum, þar sem fylgi Hamas hafi verið farið að minnka mikið. En með því að segja upp yfirstandandi vopnahléi voru Hamas-samtökin einfaldlega að biðja um stríð.

Ég harma öll manndráp hvar sem er og hvernig sem þau eru framin, en ég tek ekki gilt, að mótmæli sem lykta af pólitík og kynþáttahatri, séu tilkomin af mannúðarástæðum. Ég er heldur ekki hissa á því að hlutfall barna sé hátt í tölu látinna á Gaza, þegar það liggur fyrir að börnum hefur verið beitt til margra ára í fremstu víglínu í hryðjuverkastríði Hamas-samtakanna gegn Ísrael.

Frasakennd áróðursummæli eins og " þjóðarmorð " eiga heldur ekki við í þessu sambandi, þó vissulega beri að harma það mannfall sem orðið er.

Þegar það liggur líka fyrir að Ísraelsmenn hafa iðulega verið sakaðir um glæpi sem hafa verið sviðsettir til að koma höggi á þá, hljóta sæmilega skynsamir menn að hugsa sig vel um áður en þeir gleypa við öllu sem matreitt er ofan í þá af fjölmiðlum sem kunna ekki að gæta skyldu sinnar og sannleikans.

Fall Konstantínópel og austrómverska ríkisins var mikið áfall fyrir Evrópu á sínum tíma og leiddi til gífurlegrar ógæfu fyrir álfuna, sem enn er ekki séð fyrir endann á. Múslimar flæddu eftir það inn á Balkanskagann og tvívegis lá við að Vínarborg yrði tekin.

Það er dapurlegt að hugsa til þess, að ekkert Evrópuríki skyldi koma til hjálpar því ríki á neyðarstund sem varið hafði álfuna gegn árásum múslima í margar aldir. Þá voru menn sofandi fyrir hættunni ekki síður en margir núna.

Nú er Ísrael með vissum hætti í sömu stöðu og Miklagarðsríkið var. Laugardagsfólkið stendur enn í vegi fyrir því að hægt sé að hefjast handa gegn Vesturlöndum af fullum krafti. Og meðal okkar Vesturlandabúa virðast vera fjölmargir sem vilja halda í þá trú að Hamas-menn og aðrir hryðjuverkahópar séu fulltrúar framtíðar sem búi yfir friði. Það þurfi bara að koma böndum á Ísraelsmenn og þá verði löndin fyrir botni Miðjarðarhafsins eitt kærleiksheimili !

Sú afstaða manna hefur verið sköpuð með áróðursblekkingum í fjölmiðlum og á ekkert skylt við þann veruleika sem við blasir. Það eiga margir eftir að sjá þó síðar verði.

Ísraelsmenn vita að þeir eru að berjast fyrir tilvist sinni - umkringdir af óvinum - og þeir hafa orðið að hafa hörkuna til þess, enda sjálfgefið að annars eru þeir búnir að vera. Þeir hafa vissulega gert mörg afdrifarík mistök og hlotið fyrir það harða dóma, en þrátt fyrir allt eru þeir að berjast þeirri baráttu sem mun á komandi tímum einnig verða okkar barátta.

Mið-Austurlönd eru þegar orðin sú púðurtunna sem getur fyrirvaralaust sprungið framan í allan heiminn með ógnarlegum afleiðingum. Hættuástand er þar viðvarandi og spenna mikil. Ísrael er þar í varnarstöðu fyrst og fremst og reynir að tryggja öryggi sitt sem best.

Það er margt afleitt í gangi í þessum heimshluta og menn mættu gjarnan hafa það í huga að Íran bíður þar færis !

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 110
  • Sl. viku: 1306
  • Frá upphafi: 318080

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 991
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband