Leita í fréttum mbl.is

HÓTEL EVRÓPA ? NEI OG AFTUR NEI !

Einu sinni orti Davíđ skáld frá Fagraskógi kvćđi sem á einkar vel viđ ţegar hugsađ er til ţeirrar stöđu sem viđ Íslendingar höfum veriđ í undanfarin ár gagnvart Evrópusambandinu. Viđ getum t.d. sett máliđ ţannig upp, ađ hinn almenni Íslendingur, persónugervingur ţjóđarinnar, sé á ferđalagi, og segi sjálfur frá reynslu sinni í kvćđinu. Hann er sem sagt ađ leita sér ađ gististađ í viđsjálli veröld og er kominn inn í móttökuna ( EES ) og er ađ kanna ađstćđur :

 

Gekk ég inn í gistihús,  

gamlan timburhjall.

Hitti ţar ađ máli mann,

mesta skítakall.

Í honum var ekkert blóđ,

ekkert nema gall ! 

 

Er ţetta ekki alveg rétta lýsingin á Hótel Evrópu í Brussel og rekstrarstjórum ţess ?

 

Fékk ég vist á fjórđu hćđ,

föggur ţangađ bar.

Eitthvađ fannst mér undarlegt

allt, sem ţarna var.

Eitt er víst, ađ enginn frelsar

ćttjörđina ţar !

 

Nei, svo sannarlega ekki. Ţađ frelsar enginn ćttjörđina á Evrópuhótelinu í Brussel, Íslendingar ćttu ađ hafa ţađ fast í huga, en veran ţar getur hinsvegar kostađ okkur hana - ađ fullu og öllu !

 

Ţreyttur kom ég ţangađ inn,

ţráđi vćran blund.

Upp hrökk ég međ andfćlum

eftir litla stund,

ţjakađur og ţjáđur

og ţađ á alla lund !

 

Já, ţađ er ekki svefnfriđ ađ finna á stađ ţar sem enginn getur gist međ góđri samvisku !

 

Margir hafa loftiđ leigt

löngu á undan mér

Og eitthvađ látiđ eftir sig,

sem aldrei héđan fer.

Ţađ er heldur ţokkalegt

ađ ţurfa ađ búa hér !

 

Ţađ er náttúrulega öllu sómakćru fólki ógeđfelld tilhugsun ađ taka sér gistingu á óhreinum stađ. Ţessvegna er Hótel Evrópa í Brussel ekki fýsilegur valkostur fyrir ţá sem vanir eru ađ anda ađ sér hreinu, ţjóđlegu lofti ! 

 

Svipi ţeirra sé ég oft

er svefn minn hafa styggt.

Yfir mér og allt í kring

er andrúmsloftiđ kvikt.

Mannaţefur, mannaţefur,

Miđevrópulykt !

 

Já, ţađ er margt á sveimi í " evrópsku efnahagsparadísinni, " og ekki líklegt ađ mannaţefurinn ţar og Miđevrópulyktin henti nösum okkar Íslendinga.

Viđ höfum jafnan dregiđ ađ okkur hreint Atlantshafs-loft en sumir vilja víst bjóđa okkur upp á mengađa miđstjórnar-mafíu stćkju !

 

Saurgađ hafa svćfil minn,

svívirt ţetta ból,

Hitlersţý, Francofífl,

friđlaus hörkutól,

klćkjarefir, kynjamenn,

kjaftásar og fól !

 

Fylgjur Evrópu eru sannarlega ekki allar góđar, ţađ er víst og satt.

Fagraskógarskáldiđ er međ ţađ á hreinu og ţađ ćttum viđ líka ađ vera !

  

Og engan skyldi undra

ţó ađ ekki sé hér kyrrđ,

ţví hér er vitlaus veröld

og vopnuđ, innibyrgđ,

undirheimaútibú,

einrćđishirđ !

 

Já, undirheimaútibú - einrćđishirđ  ! - Er ţetta ekki býsna nákvćm lýsing á Brusselklíkunni og hennar lćvísa en jafnframt yfirgangssama framferđi gagnvart einstökum ţjóđríkjum, einkum ţó litlum ţjóđríkjum, ađ ég tali ekki um lítil ţjóđríki sem eiga stórar auđlindir ?

Íslendingar góđir, ágćtu landar,  Hótel Evrópa er sannarlega ekki gististađur fyrir Íslendinga eđa íslensku ţjóđina í heild, hvorki til lengri eđa skemmri tíma.

Látum Hótel Ísland gilda fyrir okkur og hugsum ekki framtíđ okkar út frá hálfu atkvćđi viđ borđ valdaelítunnar í Brussel.

Leggjum gott til mála í samfélagi ţjóđanna - sem frjálsir menn í eigin landi !

 

...................


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 861
  • Sl. sólarhring: 863
  • Sl. viku: 1997
  • Frá upphafi: 319421

Annađ

  • Innlit í dag: 774
  • Innlit sl. viku: 1612
  • Gestir í dag: 739
  • IP-tölur í dag: 718

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband