Leita í fréttum mbl.is

Kvćđi um Karl I.

 

Karl fyrsti var breskur kóngur

sem kunni ekki neitt á lýđinn,

og vildi bara ađ hann vćri

vinnusamur og hlýđinn ;

skaffađi hirđinni og honum

heilmikiđ fé til ađ eyđa,

og vćri til reiđu röskur

reikninga hans ađ greiđa !

 

Karl fyrsti viđ fólkiđ barđist,

fús til alrćđisvalda,

spáđi í óhrein spilin,

spilltur ađ baki tjalda ;

andstađan óx gegn honum

á hann fór margt ađ knýja,

vansćll af valdastólnum

varđ hann svo loks ađ flýja !

 

Karl fyrsti var breskur kóngur,

kollinn sinn ţó hann missti,

heimskinginn hélt ađ hann gćti

haft ţađ eins og hann lysti ;

reis gegn hans ríkisvilja

rammefldur ţjóđarlýđur,

brann ţá í blóđi manna

baráttuvilji stríđur !

 

Karl fyrsti ţađ fékk ađ reyna,

ađ fólkiđ á styrk í vonum,

hálshöggvinn lífi lauk hann,

lítill var missir ađ honum ;

auđvitađ ćttu međ tölu

allir kóngar ađ falla,

veröldin vćri betri

vćri hún laus viđ ţá alla !

 

                                          

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 61
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 1264
  • Frá upphafi: 318560

Annađ

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 929
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband