Leita í fréttum mbl.is

Um ,,yfirbođna valdstjórn" og almenn mannréttindi !

„Sérhver mađur sé yfirbođnum valdstéttum hlýđinn" stendur á vísum stađ í Ritningunni, reyndar í 13. kafla Rómverjabréfsins, og umrćddur ritningarstađur hefur, ađ minni hyggju, alla tíđ veriđ notađur drjúgmikiđ af valdstjórnum gegn fólki en ekki fyrir fólk. Túlkun slíkra ađila á viđkomandi efni hefur löngum veriđ í hćsta máta vafasöm og oft ţjónađ fyrst og fremst tilgangi hins gamla kúgunarvalds konungs og kirkju, sem miđađi lengst og mest ađ ţví ađ halda fólki og almennum mannréttindum ţess niđri !

En trúlega hefur umrćtt vers falliđ Rómverjum vel í geđ, enda voru ţeir heimsdrottnarar á ţessum tímum og kröfđust hlýđni sem slíkir af öllum. Og ţeir skildu áreiđanlega ţennan ritningarstađ međ sínum hćtti og túlkuđu hann sér og sínu valdi í hag. En ég skil ţessa ritningargrein ţannig, ađ ţar sé átt viđ ađ menn eigi ađ vera löghlýđnir og standa viđ sitt og virđa yfirvöld sem eru löghlýđin og standa viđ sitt. Ţví ţađ eru skyldur á báđa bóga !

Ţegar yfirvöld hegđa sér međ ţeim hćtti ađ samviska manna, heiđarleiki og réttlćtiskennd getur enganveginn stutt framferđi ţeirra, ber ađ andmćla ţeim, ţví ţađ er beinlínis andkristiđ athćfi ađ styđja ţađ sem sýnir sig vera ranglátt og illt. Eđa vilja menn styđja slík stjórnvöld fremur en fylgja samvisku sinni, sannfćringu og réttlćtiskennd ?

Áttu kristnir menn í Rómaborg ađ vera ţakklátir fyrir ađ vera kastađ fyrir ljón og önnur villidýr vegna ţess ađ keisarinn skipađi svo fyrir - yfirvald ţess tíma ? Nei, ţađ voru ofsóknir í gangi gegn ţeim og ţeir höfđu rétt til ađ verjast svo framarlega sem ţeir gerđu ţađ á ţeim grundvelli ađ ţađ bryti ekki í bága viđ trú ţeirra og réttlćtiskennd.

Ef menn eiga ađ una illum yfirvöldum vegna ţess ađ ţau séu samt sem áđur í fullum rétti samkvćmt Guđs tilskipun, hversvegna eiga menn ţá ekki ađ una hverskonar sjúkdómum og heilsufarsmeinum sem á ţá eru lögđ ? Eiga menn ţá ekki bara ađ sćtta sig viđ hlutina eins og ţeir eru ? Nei, ađ sjálfsögđu leita menn sér lćkningar ţegar ţannig stendur á, enda er ţađ skýlaus réttur hvers manns  ađ fá ađ standa vörđ um líf sitt og heilsu, eftir ţví sem hćgt er!

Í Ţýskalandi komust nazistar til valda í gegnum almennar kosningar. En stjórnvald ţeirra sýndi sig brátt vera ţannig ađ eđli, ađ ţađ átti enga samleiđ međ mannlegri samvisku, réttlćtiskennd og lögmćtu framferđi. Ţađ var illt í alla stađi !

Einmitt ţessvegna risu upp virđingarverđir menn í Ţýskalandi sjálfu, sem andmćltu hinu framkomna stjórnvaldi og börđust gegn ţví í rćđu og riti, menn sem ţekktu Ritninguna og vissu vel af ţeim ritningarstađ sem hér er lagt út af, en skildu ađ stjórnvald sem braut allar löghelgađar skyldur sínar viđ samfélag manna átti ekki kröfu á hlýđni. Ţannig menn voru t.d. Carl von Ossietzky og Dietrich von Bonhoeffer, enda fórnuđu ţeir báđir lífi sínu fyrir málstađinn. Textinn í Rómverjabréfinu talađi ekki til ţeirra um hlýđni viđ ómanneskjuleg yfirvöld !

Einn ágćtur ritkunningi minn var ekki sáttur viđ nýlega umfjöllun mína í kvćđi  um Karl I.Stúart og hann var ţađ ćrlegur ađ segja ţađ hreint út. Ţar er ţví til ađ svara, ađ ég hef ávallt veriđ mikill andstćđingur konungsvalds og tel ţađ hafa gert mannkyninu mikiđ illt í aldanna rás. Umrćddur konungur gekk lengra en ađrir í hans stöđu gegn löghelguđum samningum sem gilt höfđu allt frá Magna Charta varđandi réttindi ţings og ţjóđar. Ţađ varđ til ţess ađ upp úr sauđ og borgarastyrjöld braust út. Annarsvegar stóđ konungur međ megniđ af ađlinum á bak viđ sig og hinsvegar ţingiđ međ megniđ af ţjóđinni á bak viđ sig. Hvor ađilinn hafđi meiri rétt til ađ skipa málum í landinu ?

Lýđrćđislegt svar viđ ţví er augljóst, enda fór svo ađ ţingiđ sigrađi konung, ţjóđvaldiđ sigrađi konungsvaldiđ ! Sumir menn sem voru í raun konungssinnađir tóku sér stöđu međ ţinginu, ţví ofríki konungs var ţađ mikiđ ađ viđ ţađ varđ ekki unađ og síst í ţjóđréttarlegum skilningi.  Karl I. var ađ lokum dćmdur brotamađur gagnvart eigin ţjóđ og tekinn af lífi sem slíkur, eftir flókiđ ferli  samsćrisbragđa af hans hálfu. Forustumenn ţingsins reyndu ađ semja viđ hann, en ţađ reyndist bara ekki hćgt. Karl leit svo á, sem fleiri af hans tagi, ađ vald sitt hefđi hann frá Guđi einum og ţjóđin ćtti ekki annan kost en ađ sćtta sig viđ ţađ !

Ţarna var sem sagt konungur sem einblíndi á ţađ sem hann taldi ótvírćđ réttindi sín „gefin ađ ofan", en hugađi lítt ađ skyldum sínum viđ land og ţjóđ. Ţúsundir og aftur ţúsundir manna hafa veriđ teknar af lífi fyrir landráđ og brot gagnvart heildarhagsmunum ţjóđa. Ţví ţá ekki konungar sem hegđa sér međ ţeim hćtti ? Eiga slíkir ađ vera  ofar lögum og má ekki leiđa ţá fyrir dóm fyrir ćtluđ brot, áttu ţeir alltaf og eiga ţeir alltaf ađ vera friđhelgir - eins og t.d. íslenskir pólitíkusar ?

Ýmsir breskir „sérfrćđingar" í lögum svo sem F. E. Smith, sem síđar var ađlađur og fékk ţá nafniđ Birkenhead lávarđur, hafa skrifađ um dómsmáliđ gegn Karli I. og ţarf ekki ađ koma á óvart ađ niđurstöđur slíkra eru yfirleitt konunginum og kerfinu í hag. Í Bretlandi tíđkast ekki ađ ađla menn nema ţeir hafi unniđ til ţess eftir réttum formúlum. Carlyle heldur ţví hinsvegar fram ađ stjórnmálaleg nauđsyn hafi legiđ málinu til grundvallar og niđurstađa ţess hafi orđiđ enskri stjórnskipun nytsamleg. En ţeir sem hugsa eftir fyrri tíđar vísu „that the King can do no wrong" munu seint fallast á ađ lög eigi ađ ná jafnt yfir alla menn og munu ţví ađ öllum líkindum áfram sem hingađ til halda fast viđ sín stallagođ !

Á morgunstund frelsis síns ţurftu Bandaríkin ađ glíma viđ ýmis svikrćđi og einna verst var ţađ ţegar Benedict Arnold, háttsettur foringi í sjálfstćđishernum, ćtlađi ađ svíkja West Point í hendur Bretum. Arnold slapp á síđustu stund en hinn breski tengiliđur hans John André, sem reyndar var valinkunnur mađur, var dćmdur og hengdur. Enginn vafi er á ţví ađ Arnold hefđi hlotiđ sömu örlög hefđi hann náđst !

Ţađ á ekki ađ skipta neinu fyrir lögum hve háttsettur brotamađurinn er. Ef menn eru sannir ađ svikrćđi gagnvart ţjóđarheill verđur ađ fara međ slík mál fyrir dómstóla og ţađ á auđvitađ ađ gilda ađ öllu leyti óháđ ţví hver mađurinn er eđa hvar hann stendur í mannfélagsstiganum.

Konungur er bara mađur sem hefur veriđ  stađsettur efst í ţeim stiga, í krafti valds og erfđa frá fyrri tíđ. Líklega oftast í kjölfar hernađarlegs ofbeldis. Sérhver mađur sem ađhyllist lýđrćđi og almenn mannréttindi hlýtur ţví ađ taka sér stöđu gegn öllu einrćđi og ţar međ gegn konungsvaldi og hinum svokallađa „guđlega rétti" konunga, sem var yfirţjóđlegt vald síns tíma !

Evrópusambandiđ er t.d. á okkar tímum, ný birtingarmynd á konungsvaldinu gamla. Ţađ er ígildi margra konungsríkja frá fyrri tíđ. Ţar kemur sérútvalinn valdaklúbbur saman sem vill taka ţjóđlegt vald undir sig, trođa sjálfstćđi ţjóđa niđur, og flaggar óspart í ţví skyni yfirţjóđlegu valdi og kjarnalausum fjölmenningargildum. Stefna Evrópusambandsins hefđi áreiđanlega hugnast Karli I.Stuart og öđrum hans líkum frá fyrri tíđ !

Yfirbođin valdstétt er sannarlega ekki eitthvađ sem ber ađ hlýđa í blindni, hvernig sem hún kýs ađ hegđa sér gagnvart lögum og lífi manna !

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 39
  • Sl. sólarhring: 213
  • Sl. viku: 1470
  • Frá upphafi: 318293

Annađ

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 1121
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband