Leita í fréttum mbl.is

Enn einn verjandi Hallgerđar langbrókar !

Guđni Ágústsson heitir mađur sem er stundum býsna upphafinn í máli og framgöngu, en stundum sagđur skemmtilegur. Ekki veit ég neitt um ţađ hversu skemmtilegur hann er, en međan hann var valdamađur í Framsóknarflokknum og ráđherra í ţeim ríkisstjórnum sem byggđu upp forsendurnar fyrir efnahagshruniđ, fannst mér löngum sem mađurinn vćri frekar ađ leika skemmtikraft en ađ vera ábyrgur stjórnmálamađur.

Í ţeirri stöđu sem hann var, fannst mér ţjóđinni löngum meiri ţörf á ţví ađ hann stćđi í Framsóknarlappirnar gegn íhaldsţjónkun Halldórs og Valgerđar, en til ţess hefur hann líklega aldrei haft ţann slagkraft sem ţurfti.

Oftast fóru ţví meint skemmtilegheit mannsins ađ mestu framhjá mér sem slík, en nógir virtust samt vera til sem vildu fullvissa manninn um ađ hann vćri virkilega skemmtilegur. Ţađ virđist hafa gert ţađ ađ verkum ađ hann varđ nokkuđ snemma afskaplega sannfćrđur um eigiđ ágćti og oft dettur manni í hug véfréttin í Delí ţegar Guđni lćtur í sér heyra.

Nú hefur ţessi umrćddi mađur sent frá sér bók sem heitir Hallgerđur. Hún er víst einhverskonar syndaaflausnar-samantekt um Hallgerđi Höskuldsdóttur Dala-Kollssonar, en Guđni segir ţađ ljóst ađ hún hafi - í gegnum aldirnar - legiđ óbćtt hjá garđi. En er ţađ allskostar rétt ađ svo sé ?

Ţađ hafa nefnilega margir tekiđ ađ sér ađ verja Hallgerđi á ýmsum tímum og rithöfundurinn Friđrik Á. Brekkan skrifađi til dćmis heila sögu um hana sem heitir Drottningarkyn. Áriđ 1903 flutti Ţorvaldur nokkur Guđmundsson fyrirlestur í Reykjavík um Hallgerđi og varđi hana, en hann var ţekktur mađur á ţeim tíma og flutti marga fyrirlestra ţar sem hann kom fram međ skýringar á ýmsu varđandi söguleg mál sem ţóttu varpa nýju ljósi á margt. Haraldur Eyjólfsson bóndi í Gautsdal skrifađi greinarkorn til varnar Hallgerđi í Húnavökuritiđ 1979 og svo mćtti lengi telja.

Svo Hallgerđur hefur nú kannski ekki legiđ svo óbćtt hjá garđi, sem Guđni vill vera láta, en kjarni málsins er ţó sá ađ ţađ breytir enginn mynd ţeirri sem gefin er af henni í Njálu. En ef viđ viljum gefa okkur ađ hinn ókunni höfundur sögunnar hafi viljađ sverta Hallgerđi umfram réttar forsendur af einhverjum ástćđum og ţar međ fylgt röngum línum, getum viđ líka spurt okkur hver sé trúverđugleiki sögunnar yfir höfuđ ? Veriđ gćti ađ söguskođun af ţví tagi, sem rifi niđur heildarmynd Njálu, eyđilegđi fleira en unnt vćri ađ bćta !

Nú er ţađ svo ađ ferill manna og orđstír fylgir ţeim lifandi sem dauđum. Ţađ hafa margar manneskjur orđiđ alrćmdar í Íslandssögunni fyrir afbrot og ódáđir og ef Guđni Ágústsson ćtlar ađ taka alla ţá fyrir sem hafa ađ sumra áliti „legiđ óbćttir hjá garđi“ af ţeim sökum, er hann líklega međ bók sinni um Hallgerđi ađ skapa upphaf ađ býsna stórum bókaflokki !

Hann ţarf til dćmis ekki ađ fara út úr Njálu fyrsta kastiđ. Hann getur skrifađ bók um Mörđ Valgarđsson eđa Valgarđ gráa, Ţorgeir Starkađarson eđa Hrapp Örgumleiđason eđa jafnvel Grana Gunnarsson. Í öđrum fornsögum okkar getur hann svo fundiđ menn eins og Ţorbjörn öngul, Hćnsna Ţóri, Ţórólf bćgifót og fullt af sambćrilegum persónum sem hann gćti taliđ ađ skrifađ hafi veriđ illa um í ţessum sögum – ađ ósekju. Kannski ađ Guđni verđi sjálfskipađur verjandi ţeirra allra og kannski ađ hann sé manna hćfastur til ţess ađ taka ţađ ađ sér ?

Svo getur hann tekiđ fyrir seinni tíma menn, Gissur Ţorvaldsson, Ţorvald Vatnsfirđing, Jón skráveifu Guttormsson, Axlar Björn og Svein skotta, svo einhverjir séu nefndir. Ţađ liggja ábyggilega fjöldamargir „óbćttir hjá garđi“ samkvćmt formúlu Guđna og ţađ í gervallri Íslandssögunni. En ţađ er hinsvegar nokkuđ ljóst ađ í flestum tilfellum er ástćđan fyrir umsögnum um sögupersónur ósköp einföld eins og segir hér ađ framan, - orđstír manna og gerđir fylgja ţeim dauđum sem lifandi !

Ţađ sem ég er hinsvegar nokkuđ hissa á, er hversvegna mađur eins og Guđni, sem lifir trúlega í notalegum veruleika, á skítsćmilegum ráđherra-eftirlaunum, er ađ pćla í ţessum hlutum og tala um ađ rétta hlut einhvers sem liggur - ađ hans mati - óbćttur hjá garđi, og ţađ eftir ţúsund ár !

Af hverju skyldi mađur sem tengist ađ hluta ábyrgđarmálum efnahagshrunsins, vera svo fullur samúđar í garđ einhverrar manneskju frá liđinni tíđ, sem reyndist ađ öllum líkindum sér og sínum heldur illa á sinni lífsleiđ ?

Af hverju fer hann svo langt ađ skrifa bók til ađ verja slíka manneskju á ţeim forsendum ađ sagan hafi dćmt hana of hart ? Er ekkert málefni nćrtćkara ţessum fyrrverandi ráđherra, til dćmis örlög allra ţeirra sem liggja óbćttir hjá garđi vegna afleiđinga efnahagshrunsins og afglapa stjórnmálaforustunnar í landinu – segjum síđastliđin tuttugu ár eđa svo ? Er ţar ekki ýmislegt sem mćtti skođa og krefjast réttlćtis fyrir ?

Er ţađ einhver samkennd sem liggur ađ baki ţessum bókarskrifum, – samkennd sem nćr yfir aldahaf, - er viđkomandi kannski ađ segja um leiđ međ sinni túlkun á málunum eitthvađ í eftirfarandi dúr – „ég hef nú sjálfur reynt ţetta, ég hef veriđ rćgđur og misskilinn, orđiđ fyrir sögulegu einelti og pólitískum hrakningum, og ţó gerđi ég eiginlega aldrei neitt af mér !“

Er ţetta sem sagt einhverskonar yfirfćrđ meining í ţá átt ađ biđja um skilning varđandi ýmsa feila á ferlinum og kannski ţá helst meintan ábyrgđarskort á fyrirhrunsárunum ?

Ţađ er ađ minnsta kosti augljóst ađ sumir verđa víst ađ vera eins og ţeir eru, ţví ţeim er sýnilega ógerlegt ađ fara úr ţví fasta hlutverki sem ţeir hafa lengi leikiđ - sjálfum sér til dýrđar :

Guđni sćll á sviđinu

sönnum skákar trúđum.

Langbrókar í liđinu

lćtur hann vađa á súđum !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 59
  • Sl. sólarhring: 630
  • Sl. viku: 2006
  • Frá upphafi: 319502

Annađ

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 1630
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband