Leita í fréttum mbl.is

Gladiatorar gervimennskunnar !

Sérhver tími býr yfir sínum sveiflum varđandi almenningsálit og oft búa tímar og tíđir yfir einhverju tilteknu áhrifavaldi sem orkađ getur sterkt á hugi manna og stundum knúiđ fram miklar breytingar í krafti byltinga og fjöldafylgis. Ţegar slíkt gerist rísa gjarnan upp miklir forustumenn stórra hugsjóna um réttlćti og jöfnuđ öllum til handa, sem fólk fćr trú á og vill fylgja. Slíkir foringjar verđa svo stundum eigin sjálfi ađ bráđ en ţađ er önnur saga.

En ţađ gerist líka í töluverđum mćli ađ međ slíkum meginstraumi fljóta margir sem eru ţar algerlega í ósjálfrćđi hugans, fólk sem hrífst af ţví sem í gangi er, dregst ef til vill ađ einhverjum leiđtoga og fer ađ treysta á hann í blindni, en hefur ekki í eigin barmi neitt sem byggir á sjálfstćđri festu og fórnfúsu fylgi viđ hugsjón. Slíkt fólk vill ţó stöđugt vera ađ sanna sig og ţykist jafnan öđrum meira afgerandi í baráttunni, en ţađ eru bara látalćti og stćlar. Í raun er slíkt fólk stefnulaust og ekkert á ţađ ađ treysta ţegar á hólminn kemur !

Ţegar mesta hrifningarćđiđ er ađ baki og leiđtoginn dáđi kannski dáinn og horfinn, baráttan orđin erfiđari og ţyngri, fyllist slíkt fólk öryggisleysi og vanmetakennd. Ţađ hefur ekkert lengur til ađ styđjast viđ og engan styrk í sjálfu sér til ađ mćta ţeirri reynslu sem felur í sér eldskírn til starfs og dáđa.

Ţađ leiđir til ţess ađ ţetta fólk endar stundum ţannig, ađ ţađ fer ađ ţjóna í pólitískum herbúđum sem eru algerlega andstćđar ţví sem ţađ áđur ţóttist standa fyrir. Ţađ eru dapurleg örlög sem vitna um sorglegt manndómsleysi !

En ţađ er vel kunnugt hérlendis sem erlendis, ađ menn sem ţóttust róttćkir vinstri menn um tvítugt, en leiddust smám saman út í mikiđ samneyti viđ Mammon og voru ţar alfariđ ánetjađir um fertugt, gáfu gjarnan ţá skýringu á viđhorfsbreytingunni í viđtölum síđar – „ ađ ţeir hefđu ţroskast !“

En hiđ sanna var auđvitađ ađ ţeir höfđu ekki veriđ menn til ađ standast eldskírnina, ţeir höfđu falliđ fyrir gyllibođum og gengiđ í ţjónustu ţeirra peninga-afla sem ţeir höfđu áđur skilgreint sem rót alls ills !

Međan ţeir voru ungir og örir hafđi ţeim hinsvegar fundist spennandi ađ leika einhverja gladíatora hins góđa málstađar og ţóst vera róttćkastir allra manna, fremstir í baráttunni fyrir frelsi, jafnrétti og brćđralagi. Og međan ţeir gátu horft til einhverra forvígismanna málstađarins međ hálfgerđri tilbeiđslu, gátu ţeir jafnvel – í einstökum tilfellum - átt ţađ til ađ standa sig vel, en aldrei ţó til lengdar. Hjá ţeim var aldrei persónuleg inneign fyrir góđri framgöngu. Ţar var yfirleitt allt fengiđ ađ láni frá öđrum sem höfđu hlutina á hreinu !

Og svo ţegar ađrir tímar tóku viđ, tímar sem hneigđust ađ öđrum markmiđum og báru kannski međ sér alveg andstćđan anda, fuku ţessir undirstöđulausu gladiatorar gervimennskunnar náttúrulega út og suđur.

Ţeir hrukku undan strax og á ţá reyndi og hröktust sumir hverjir í peningaskjól auđvaldsins, ţar sem ţeim stóđ til bođa áreynslulítil framfćrsla á einföldu sálarverđi. Og ţar eru ţeir sumir enn í dag og ţegar samviskan ónáđar ţá - sem gerist nú reyndar ekki oft - reyna ţeir ađ hugga sig viđ ţađ ađ ţeir hafi ţroskast !!!

Tengdamóđir eins slíks manns var góđ vinkona mín og ég spurđi hana eitt sinn hvađ dóttir hennar, eiginkona mannsins, gerđi ? „Ja, hún er bara heima“, sagđi gamla konan, „hún er eitthvađ ađ skrifa, hún ţarf ekki ađ vinna, hann skaffar svo vel !“ Og ţar sem ég vissi til ţess ađ viđkomandi mađur var orđinn umskiptingur og taglhnýtingur Mammons gat ég alveg trúađ ţví ađ hann skaffađi vel. En í mínum augum var hann ekki lengur uppréttur mađur heldur miklu fremur eins og hundur sem fćr kjötríkt bein af veisluborđi vellystinganna !

Á sínum tíma orti Bjarni nokkur Gíslason eftirfarandi vísu sem segir kannski sitt um mannlegt eđli eins og ţađ getur komiđ fram í lakari birtingarmyndum:

Illt er ađ finna eđlisrćtur,

allt er nagađ vanans tönnum.

Eitt er víst, ađ fjórir fćtur

fćru betur sumum mönnum.

                                                           Ţađ er fróđlegt ađ skođa suma ţá menn sem ţóttust öđrum vinstri mönnum róttćkari í eina tíđ, hvernig fariđ hefur fyrir ţeim og hvar ţeir eru staddir núna. Ţađ hefur vísast komiđ mörgum á óvart hvernig ferill ţeirra hefur veriđ og kannski ţó mest ţeim sjálfum. Ţeir sem haldast ekki í sporum og fjúka af stađ hverju sinni fyrir blćstri tíđarandans, geta ómögulega vitađ hvar ţeir lenda og ţeir lenda stundum á ólíklegustu stöđum !

Í eina tíđ hefđu menn kannski ekki átt von á ţví ađ kunnir róttćklingar til vinstri, menn eins og til dćmis Már Guđmundsson, Einar Karl Haraldsson, Ţröstur Ólafsson og Ásmundur Stefánsson, svo einhverjir séu nefndir, yrđu međ tímanum eins og ţeir urđu og eru í dag, svo afburđa ţroskađir einstaklingar, ađ ţeir nćđu ţví trúlegast međ glans ađ verđa gjaldgengir í hvađa stórkapitalistaklúbb sem er – og ţađ líklega sem fullkomnir jafningjar ţeirra sem ţar hafa setiđ fyrir til ţessa. En eins og vitađ er, tekur raunveruleikinn öllum skáldskap fram og fleiri mćtti sosum nefna sem komiđ hafa sjálfum sér og öđrum á óvart á hliđstćđan hátt !

Ég hef af sálfrćđilegum ástćđum kynnt mér dálítiđ feril manna sem eiga ţađ líklega sameiginlegt ađ hafa „ţroskast“ svona međ árunum – ađ minnsta kosti ađ eigin áliti. Ég gef hinsvegar lítiđ fyrir ţann ţroska sem hér um rćđir, en veit ađ í flestum tilfellum hafa ţessir menn efnast og sumir mikiđ. Ef menn vilja líta svo á ađ ţađ ađ ţroskast sé ađ eignast meiri peninga er ţađ ţeirra mál, en ég get ómögulega litiđ ţannig á máliđ. Í mínum huga blasir viđ allt önnur mynd í slíkum tilfellum en aukinn ţroski eđa meiri manndómur !

En tengdamćđur allra ţeirra manna sem ég hef í huga í ţessu sambandi hafa líklega getađ sagt samhljóđa – ađ ţeir hafi skaffađ ólíkt meira eftir ađ ţeir lögđu róttćknina – sem var ţeim raunar aldrei eiginleg - á hilluna !

Og auđvitađ er stađreyndin sú, ađ menn sem eru ekki merkilegri en ţađ - ađ ţeir telja ţađ ţroskamerki ađ hafa guggnađ og gefist upp í baráttunni fyrir almennum mannréttindum og gengiđ peningaöflum sérréttindaţjónustunnar á hönd, hafa aldrei veriđ neitt annađ en gladíatorar gervimennsku og uppgerđarstćla !

Sú stađreynd leiđir svo í sjálfu sér óhjákvćmilega til ţess raunmats - ađ slíkir menn verđi seint eđa aldrei samfélagsvćnir og ţroskađir einstaklingar !

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 125
  • Sl. viku: 1230
  • Frá upphafi: 318526

Annađ

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 919
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband