Leita í fréttum mbl.is

Um íslenska ,,leiđtoga“ !

 

Viđ Íslendingar höfum líklega ekki lakara skopskyn en ađrir íbúar jarđarkringlunnar, enda er margt í samfélagi okkar sem ýtir undir ţá eigind. Ţađ sem kallast mannleg fordild eđa hégómagirni getur endalaust orđiđ tilefni ađ skrítlum og gamanmálum og svo er áreiđanlega ekki síđur hérlendis en annarsstađar !

 

Oft er svo tekiđ til orđa í fornsögum okkar – ţađ hlćgir mig -, ţađ er, ađ viđkomandi, oft á örlagastund, minnist einhvers sem gerir honum glatt í geđi, ţrátt fyrir allt.

Ţađ mćtti ćtla ađ sá sem tćki ţannig til orđa hefđi sitt skopskyn á hreinu !

 

Eitt af ţví sem hefur orđiđ ađ ţví sem kalla mćtti – hlćgilegri venju – í okkar samfélagi, er ađ pólitískir leiđtogar skrifa yfirleitt ćvisögur sínar eđa fá einhvern pennafćran mann til ţess. Slíkar bćkur verđa oft hinir mestu dođrantar og hlutverk ţeirra virđist fyrst og fremst eiga ađ vera ţađ, - ađ standa sem bautasteinar fyrir viđkomandi leiđtoga og ćtluđ afrek ţeirra í ţágu lands og ţjóđar !

 

En ţví miđur virđist svo vera sem dođrantarnir verđi ţykkari og ţungskildari eftir ţví sem afrekin hafa í raun veriđ minni ađ vöxtum. Ţađ er ţekkt stađreynd ađ lítill kjarni ţarf miklar umbúđir. Ekki veit ég hvađ mikiđ er gert af ţví ađ lesa slíkar bćkur, en ég hef grun um ađ ţađ sé töluverđur hópur sem ţađ gerir. Flestir halda líklega ađ í slíkum bókum séu mál gerđ upp á afgerandi máta og margt óskiljanlegt verđi ţannig skiljanlegra, en ţađ er alger misskilningur !

 

Umrćddar bćkur eru nefnilega ekki til ţess ađ skýra mál međ ţeim hreinskilna hćtti. Ţćr eru fyrst og síđast hugsađar sem varnarrit fyrir leiđtoga sem finna oft sárt til ţess ađ ţeir hafi kannski ekki dugađ sem skyldi og jafnframt sauđtrygga fylgjendur sem vilja freista ţess ađ reyna ađ byggja upp áframhaldandi gođsögn í kringum ţá !

 

Athyglisvert er líka hvernig nöfn slíkra ritverka eru valin, yfirleitt höfđ matarmikil og mćrđarleg, viđ getum nefnt af handahófi - Í eldlínu stjórnmálanna, Fram fyrir skjöldu, Hreint út sagt, Jakinn, Járnkarlinn o.s.frv.

 

Og ţegar viđ stöndum frammi fyrir öllum ţessum varnarritum, sem meira og minna eru hlađin einhćfum vitnisburđum um hégómagirnd og sjálfsupphafningu mannskepnunnar, ćtti skopskyniđ sannarlega ađ geta komiđ fram í okkur. Ţađ er nefnilega reglulega hlćgilegt hvernig ţessir menn rembast viđ ađ sýna fram á eigiđ ágćti, oft međ tilsniđnu lítillćti og uppgerđar hógvćrđ, en samt skín alltaf í gegn viđleitnin til ađ sýna hvađ viđkomandi var mikill bógur og allt í öllu !

 

Viđ fáum ađ lesa um hvađ ţessir menn lögđu mikiđ á sig, hvađ ţeir lifđu viđ kröpp kjör, ofreyndu sig í vinnu, vanrćktu fjölskyldur sínar vegna hagsmuna ţjóđarinnar, trúđu á hugsjónir og fagurt mannlíf og í gegnum alla sögu ţeirra á náttúrulega ađ hljóma í eyrum okkar stefiđ ÍSLANDI ALLT !

Gallinn er bara sá – ađ ţađ er rammfalskt !

 

En ţađ er samt hćgt ađ hlćgja sig nćstum máttlausan af mörgu ţví sem boriđ er á borđ í ţessum sjálfsdýrkunarskrifum. Hégómagirnin ríđur ţar hreint ekki viđ einteyming. Og mađur getur spurt sjálfan sig, ef ţessir ,,leiđtogar” hefđu virkilega veriđ svona eins og ţeir eru ađ lýsa sér, vćri ţá ekki sjálfgefiđ ađ margt vćri öđruvísi á Íslandi í dag og í mun betra og heilbrigđara fari ?

 

En ef til vill má segja ađ viđ ađ lesa svona bćkur, fái mađur kannski fyrst og fremst meiri skilning á ţví hversvegna mál eru ekki í betra fari hjá okkur en raunin sýnir.

Ţađ er auđvitađ ekki síst vegna ţess, ađ ,,leiđtogarnir” sem bćkurnar lofa svo mjög, voru aldrei slíkir sem ţeir vilja vera láta, heldur fyrst og fremst miđlungsmenn sem komust til valda og áhrifa fyrir gráglettni örlaganna, og voru aldrei ţeirrar manndómsgerđar ađ reynast eins og ţeir hefđu ţurft ađ gera fyrir land og ţjóđ !

 

Íslands óhamingju hefur löngum orđiđ flest ađ vopni, og viđ sjáum ţađ ekki hvađ síst af ţví forustuliđi sem hér hefur ráđiđ málum undanfarna áratugi og yfirleitt skilađ afskaplega litlu fyrir velferđ lands og ţjóđar !

 

Skyldum viđ einhverntíma eignast trúverđuga og fullgilda leiđtoga ?

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 258
  • Sl. sólarhring: 474
  • Sl. viku: 1897
  • Frá upphafi: 320151

Annađ

  • Innlit í dag: 224
  • Innlit sl. viku: 1579
  • Gestir í dag: 221
  • IP-tölur í dag: 219

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband