Leita í fréttum mbl.is

Um ţađ sem kann ađ bera fyrir augu !

 

Fyrir nokkru kom ég inn á KFC í Reykjavík og var ţar ţétt setinn bekkurinn. Sá ég ţar međal annarra sitja ţjóđkunnan mann, Guđmund G. Ţórarinsson. Á móti honum sat skeggprúđur og prófessorslegur mađur sem talađi í nokkrum ákafa.

 

Guđmundur hallađi sér aftur á bak í sćtinu og virtist nokkuđ ţreytulegur. Ekki virtist hann svara mikiđ viđmćlanda sínum og kannski var hann bara ţreyttur á mćlgi hans !

 

Eins og flestir muna, ađ minnsta kosti ţeir sem skipt hafa sér af skákmálum, var Guđmundur G. Ţórarinsson hárfagur mađur hér fyrr á árum, en nú er höfuđskrautiđ ađ mestu fariđ ţví auđvitađ hefur mađurinn elst eins og ađrir.

 

Ég hitti hann einu sinni fyrir um 30 árum heima hjá Jóhanni Ţóri hálfbróđur hans, en ţar var mađur sem mér ţótti nokkuđ vćnt um. En nú eru yfir tuttugu ár síđan Jóhann Ţórir kvaddi og eiginlega finnst mér ađ enginn hafi almennilega komiđ í hans stađ. Ţađ er alltaf sagt ađ mađur komi í manns stađ, en stundum er nokkuđ erfitt ađ trúa ţví !

 

Ţegar ég sá Guđmund bróđur Jóhanns ţarna á Kentucky flaug í hugann ţessi vísa :

 

Hér má líta Guđmund G.

garp međ anda sönnum.

Á honum ég aldur sé,

eins og fleiri mönnum.

 

Svo kvađ ég áfram í huganum á leiđ ađ borđi mínu :

 

Vel hann skilur skáklegt gaman,

skóp sér frćgđ međ sannleik ţeim.

Spassky og Fischer spyrti saman,

spurđist ţađ um allan heim !

 

Tíminn fer hratt um garđ og margt gleymist, en Guđmundur G. Ţórarinsson og einvalaliđ í forustusveit Skáksambands Íslands stóđ áriđ 1972 fyrir einni mestu, víđtćkustu og jákvćđustu landkynningu sem Ísland hefur hlotiđ ađ mínu mati - međ ţví ađ halda međ svo glćsilegum brag og stíl ,,Heimsmeistaraeinvígi aldarinnar !”

 

Áfram haldi hugans afl

hreinu merkis orđi.

Lífiđ allt er eins og tafl,

ćvin skák á borđi.

 

Ţađ var heiđur Íslands sem var í öllu útgangs og viđmiđunarpunktur málanna af hálfu ţeirra sem forustu höfđu fyrir ţeim mikla viđburđi sem heimsmeistara-einvígiđ sannarlega var, og full ástćđa er ţví til ađ muna ţađ sem vel er gert, ekki síst í ţágu ţess sem ţjóđinni er virkilega til sigurs og sćmdar !

 

Ţessvegna hafđi ég ánćgju af ađ sjá Guđmund G. Ţórarinsson ţarna á Kentucky, ţó hann vćri nokkuđ ţreytulegur og vissulega talsvert eldri en ţegar fundum okkar bar saman á Meistaravöllum forđum daga, heima hjá Jóhanni Ţóri bróđur hans, ţeim eldhuga driftar og dáđa !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 44
  • Sl. sólarhring: 314
  • Sl. viku: 1683
  • Frá upphafi: 319937

Annađ

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 1389
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband