Leita í fréttum mbl.is

Leikur ađ orđum – um alţýđu og elítu !

 

 

 

Eins og jafnan hefur veriđ, virđist alltaf tilhneiging til ţess hjá sumum ađ hafa goggunarröđ á öllu. Ţá eru sett forskeyti á orđ sem eiga ađ lýsa stöđu manna, svona til ađ undirstrika ađ um sé ađ rćđa annan flokk og líklega ţá óćđri á einhverja vísu. Alltaf virđist ţá liggja ađ baki óhamin umhyggja fyrir eigin sjálfi !

 

Nú er kveđskapur ákveđin íţrótt međal ţjóđarinnar sem margir stunda. En af einhverjum ástćđum er ţar um einhverja skiptingu ađ rćđa, ţađ er talađ um alţýđukveđskap og svo eitthvađ annađ, líklega menntamanna-yrkingar, sem á ţá sennilega ađ vera eitthvađ miklu merkilegra fyrirbćri !

 

Ţađ er svo sem allt í lagi ađ einhverjir menntamenn vilji ađgreina sig frá ţjóđinni međ sinn kveđskap, en ţá er líka hiđ eđlilegasta mál ađ hann heiti eitthvađ afmarkađ líka, til dćmis menntamanna-skáldskapur sem fyrr segir eđa bara elítuskáldskapur !

 

Hvernig var ţađ annars međ Bólu-Hjálmar ? Var hann alţýđuskáld eđa ţjóđskáld ? Og hvađ um Pál Ólafsson, hvernig ber ađ skilgreina hann ? Og fleiri mćtti sosum nefna sem virđast vera lćstir ţarna í einhverskonar millistöđu. En er ekki nóg ađ segja bara ađ umrćddir menn hafi veriđ skáld ?

 

Eigum viđ kannski ađ fara ađ yfirfćra umrćdda ađgreiningu á ađrar íţróttir og tala um alţýđugolf, alţýđufótbolta, alţýđuhandbolta, alţýđusund, alţýđuglímu og frjálsar alţýđu-íţróttir !

 

Og svo í framhaldi mćtti tilgreina einhverjar uppskrúfađar ćđra stigs íţróttir međ tilheyrandi pomp og pragt ? Ég held ţó ađ slík viđtenging á málfrćđivísu yrđi ekki sérlega vinsćl í daglegu máli eđa muni falla í kramiđ hjá ţjóđinni !

 

En hvađ kemur ţjóđinni annars máliđ viđ ? Sú skipting sem hér er gerđ ađ umtalsefni er ekki gerđ ađ tilhlutan ţjóđarinnar. Ţađ er sjálfskipuđ elíta sem býr slíka ađgreiningu til, vćntanlega til ţess eins ađ auka eigiđ ágćti. Önnur leiđ til ţess er nefnilega ekki til og verđur aldrei til !

 

Ţegar menn ganga um kirkjugarđa, geta ţeir séđ ađ ađgreining er ţar líka viđhöfđ. Ţeir legsteinar sem rísa ţar hćst eru yfirleitt á grafreitum peningafursta og annarra slíkra goggunarrađa-greifa, stundum stćrđar björg !

 

Ég held ađ nógu erfitt muni slíkir eiga varđandi upprisuna, ţó ţeir séu ekki jafnframt pressađir niđur međ grjóti í tonnatali !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 272
  • Sl. sólarhring: 272
  • Sl. viku: 1820
  • Frá upphafi: 319893

Annađ

  • Innlit í dag: 217
  • Innlit sl. viku: 1464
  • Gestir í dag: 209
  • IP-tölur í dag: 209

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband