Leita í fréttum mbl.is

Hvernig verđur sigrast á Covid - 19 ?

 

 

Ţađ hefur orđiđ ć ljósara eftir ţví sem baráttan viđ Covid veiruna hefur dregist á langinn, ađ ţrátt fyrir öll vísindi nútímans og hátt tćknistig, eru menn ekki ađ ráđa viđ vandann !

 

Ţađ er líka tekiđ á honum af ráđandi öflum međ mjög sérhagsmuna-tengdum hćtti sem kemur illa viđ marga og hamlar ţjóđlegri samstöđu, sem er alger lífsnauđsyn ţegar svona stendur á !

 

Samfélagslegur styrkur ţjóđfélaga sem ganga fyrst og síđast fyrir kapitalískum kennisetningum um nauđsyn hámarksgróđa, er einfaldlega ekki mikill ţegar kemur ađ ţví ađ mynda ţarf heildarsamstöđu gagnvart utanađkomandi ógn. Slík samstađa verđur ţá oftast í skötulíki !

 

Auk ţess er međ ólíkindum hvađ ábyrgđ rekstrarađila virđist lítil ţegar allt kemur til alls. Stćrstur hluti rekstrarađila í landinu virđist gera kröfur til ríkisins ef illa gengur og vilja vísa allri ábyrgđ ţangađ. Slíkir ađilar virđast telja sjálfsagt ađ skattpeningur ţjóđarinnar verđi notađur til ađ halda ţeim uppi og rekstri ţeirra !

 

Hverskonar einkarekstur er ţar í gangi ? Ţegar vel gengur er öllu sólundađ í einkaneyslu og vellystingar og enginn varasjóđur byggđur upp til varnar erfiđari tímum. Ef ţeir koma á bara ađ hlaupa í skjól ríkisins ?

 

Stór hluti rekstrarađila í landinu virđist ţannig hreint ekki ábyrgur ţegar á hólminn er komiđ. Hvađ eru slíkir ađilar ađ gera međ ţví ađ standa í rekstri ? Jú, ţeir vilja grćđa, ţeir eru á höttunum eftir hámarksgróđa, en siđrćn lögmál ábyrgđar og fyrirhyggju virđast ţeim hinsvegar víđs fjarri !

 

Ţađ er ţví ekki af ţví góđa ađ einkaađilar grafi undan ríkissjóđi Íslands međ slíkum hćtti sem virđist hafa viđgengist. Ţađ veikir ţađ öryggi sem ríkiđ á ađ tryggja fyrir almannahag. Eftir ţví sem einkaađilar hafa meira innhlaup inn í ríkisfjárhirsluna verđur hún minni trygging fyrir alţjóđ !

 

Nú er vitađ hverjir vilja styđja einkaađila sem mest og tryggja ţeim hámarksgróđa og ţeir hinir sömu eru ţá auđvitađ lökustu vörslumenn fyrir almannahagsmuni sem völ er á. Ţađ er ţví skiljanlega vont, og verra en vont, ađ vita fjöregg okkar allra, - sjálfan ţjóđarhaginn, í höndum slíkra vörslumanna. Í mínum huga vegur ţađ ađ allri almennri öryggiskennd !

 

Ţađ var augljóst frá byrjun, ađ viđ áframhaldandi stjórnarsamstarf myndi íhaldiđ vilja koma Svandísi Svavarsdóttur burt sem heilbrigđismála-ráđherra, enda ţótt hún ţćtti standa sig ţar vel !

 

Svandís var hinsvegar ekki ađ fylgja ţeirri stefnu ađ gera heilbrigđiskerfiđ undir forustu ríkisins ótrúverđugra eđa ýta undir einkavćđingu ţess. Og sköruleg framganga hennar hugnađist ţví alls ekki ţeim sem vilja slíkt !

 

Margsinnis hefur komiđ fram í könnunum ađ mikill meirihluti ţjóđarinnar vill ađ heilbrigđismálin séu rekin af ríkinu og ţađ hefur alltaf fariđ afskaplega fyrir brjóstiđ á afturhalds og sérgćskuöflunum í landinu !

 

Reyndar er svo komiđ í heilbrigđiskerfinu ađ ţađ hefur nánast tvö höfuđ, annađ virđist ţegar einkavćtt en hitt ekki. Ţađ gerir öllu skipulagi og stjórnun erfiđara um vik ţví samhćfing alls kerfisins er nánast ógerleg viđ slíkar ađstćđur. Ţar er samhliđa veriđ ađ reyna ţađ ómögulega – ađ ţjóna bćđi Almćttinu og Mammon !

 

Hinn nýi heilbrigđismálaráđherra er líklega talinn eitthvađ nćr íhaldinu í afstöđunni til ţessara mála og fróđlegt verđur ađ sjá hvernig hann kemur til međ ađ spjara sig í embćttinu. En hann má standa sig vel, ef hann ćtlar ađ reynast betri en Svandís Svavarsdóttir í ţessu vandasama embćtti !

 

Ţegar ađ ţjóđinni steđjar hćtta eins og Covid-19 er og hefur veriđ, á ekki og má ekki beita fjármagni og getu ríkisins til varnar vágestinum međ ţví ađ hygla ţeim sem síst skyldi. Arđránsöfl ţessa lands eiga ţá ekki ađ fá ađ arđrćna almenning áfram í gegnum rausnarleg tillög úr ríkissjóđi. Einkaađilar eiga og verđa ađ vera ábyrgir fyrir sínum rekstri, hver svo sem hann er. Ţeir eiga ekki ađ vera á framfćri almennings í landinu !

 

Viđ sigrumst ekki á Covid-19 nema međ ţjóđlegri samstöđu. Slík samstađa fćst aldrei viđ ţćr ađstćđur sem hér hafa fengiđ ađ ráđa. Ţađ er, ţegar séra Jónar einkarekstursins fá ađ vera ábyrgđarlausir og eru alltaf hafđir í öndvegi hvađ snertir fjárhagslega fyrirgreiđslu af hálfu hins opinbera !

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 292
  • Sl. viku: 1659
  • Frá upphafi: 319913

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1365
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband