Leita í fréttum mbl.is

Hugsađ til sćnsku hrollvekjunnar !

 

Margir hafa undrađ sig á ţví ađ Svíţjóđ skuli vera ađ sćkja um ađild ađ Nató. Og ţađ er vissulega athyglisverđ stađreynd. Ekki ţarf ađ undrast mikiđ međ Finnland í ţví sambandi ţví fortíđ mála ţar segir sitt og verđur ekki rćdd hér ađ sinni. En Svíar hafa međ hlutleysisstefnu sinni búiđ viđ friđ frá 1815 og hefđu flestir taliđ ađ sú stefna hafi sannađ sig til góđs fyrir land og ţjóđ !

 

Sú stefna hefđi líka ađ öllum líkindum sannađ sig á sama veg áfram, viđ óbreyttar ađstćđur. En nú eru ađstćđur Svía hinsvegar allt ađrar og verri en ţćr voru ţegar ein ţjóđ bjó í landinu. Og ţađ er alfariđ sök sćnskra stjórnvalda eftir 1970 og áfram frá ţeim tíma. Sjaldan hefur veriđ verr fariđ međ tiltölulega góđan ţjóđararf og sýnir ţađ ađ hver ţjóđ ţarf vel ađ gćta ađ sínu !

 

Innflytjendapólitík Svía hefur veriđ kolröng allan ţennan tíma og nú er svo komiđ ađ sćnsk yfirvöld óttast ađ Svíar séu ađ missa land sitt í óskapnađ ţess glundrođa sem fjölmenn-ingarstefnan hefur skapađ í Svíţjóđ. En ráđamenn eru ekki ţeir menn ađ viđurkenna ţá stađreynd og reyna enn ađ fela ţá stöđu sem mest !

 

Stađreyndin er nefnilega sú ađ öllum líkindum, ađ Svíar eru ađ leita ásjár Nató vegna innanlands-ástandsins í landinu en ekki vegna utanríkismála. Sćnsk stjórnvöld treysta sér ekki lengur til ađ hemja herská og óţjóđleg innflytjendaöflin ein og sér !

 

Ţar hafa ţau skitiđ svo á sig upp á bak og lengra, ađ ţau eru orđin alvarlega skelkuđ og mega líka vera ţađ. Sofandaháttur ţeirra gagnvart ţjóđaröryggi og ţjóđarheill er vítaverđur og hefur kostađ ófá mannslífin til ţessa og gera ţađ vafalaust áfram !

 

Sú var tíđin ađ Svíţjóđ var friđsamt land og borgaralegt öryggi taliđ ţar tryggt. En nú eru ofbeldisverk, morđ og manndráp ađ verđa daglegt brauđ í gömlu jafnađarmanna-paradísinni og stjórnmálaleg yfirvöld ráđa ţar varla viđ neitt og lögreglan, ađ ţví er virđist, enn síđur !

 

Ţađ lifa ţannig allflestir hrćddir í Svíţjóđ nútímans og öryggiđ sem var ţar svo mikilsvirđi í eina tíđ er horfiđ. Ţannig hefur sćnska ţjóđin veriđ leikin af eigin forsjárliđi sem hefur eiginlega veriđ eins og samansöfnuđ glópasveit ofmenntunar í fulla hálfa öld. Stađa mála í Svíţjóđ er ţannig orđin ađ ćpandi viđvörun fyrir allar ţjóđir Evrópu !

 

Hin sósíaldemókratísku stjórnvöld í Svíţjóđ fylgdu lengi vel rétttrúnađar-viđhorfum jafnađarmennskunnar og virtust ekki skilja ađ innfćddir sćnskir ríkisborgarar og innfluttur uppreisnarlýđur víđsvegar ađ frá öđrum löndum ćttu í raun fá gildi sameiginleg !

 

Í glórulausu tćknikrata andrúmslofti ríkisheimilis Svía var ţví innflutningur uppreisnaređlis og ofbeldishneigđar stundađur af kappi og allt viđ ţann innflutning átti ađ styrkja sćnska velferđarsamfélagiđ samkvćmt innmúruđum trúarsetningum krata !

 

En draumurinn gekk auđvitađ ekki upp. Hann breyttist í vaxandi martröđ og nú er svo komiđ ađ Svíţjóđ er komin ofarlega á blađ í Evrópu međ tíđni morđa og allskyns ofbeldisverka. Sćnsk stjórnvöld hafa fengiđ uppskeru sem er nákvćmlega eins og sáđ var fyrir. Margir telja ađ sú uppskera sé ţađ sem ţeir eiga skiliđ !

 

Og nú leita Svíar verndar hjá Nató. Ţeir vita ađ ţeir eru nálćgt ţví ađ missa land sitt í rćningjahendur. Og fyrir hina fyrrum friđelskandi og hlutlausu ţjóđ, er nú ráđ tvístígandi og óttasleginna stjórnvalda ađ leita hćlis hjá hernađarbandalagi, samsteypu sem byggir tilvist sína á viđvarandi styrjaldarhćttu og nćrist á neyđarástandi međal ţjóđa !

 

Nató telur sig nú fá einhverskonar tilvistarsönnun um eigiđ ágćti í gegnum ţessa örvćntingarfullu umsókn Svíţjóđar um ađild ađ bandalaginu. Ţađ á ađ ganga í hernađarklúbbinn í Brussel. Ţađ á ađ vera lausnin. Svíar geta sem sagt ekki leyst sjálfsköpuđ vandamál sín lengur og hafa loksins gefiđ sjálfum sér falleinkunn !

 

Lengi hafa ţeir barist gegn rökum skynseminnar en nú geta ţeir ţađ ekki lengur. Ţađ eru ađ verđa til fullar forsendur fyrir borgarastyrjöld í landinu og ţeir ćtla Nató ţađ verkefni ađ leysa sćnsku ţjóđina, ţegar ţar ađ kemur, frá innfluttum hermdarverka-mafíum sem hafa sent allan friđ í landinu út í hafsauga !

 

Svíar hafa ekki stađiđ í stríđi í 208 ár og ţađ er vissulega merkilegur ávinningur einnar ţjóđar í hinni blóđugri sögu Evrópu. Líklega bara met í álfunni. En ţađ eru engar líkur á ţví ađ ţeir sem ađilar ađ Nató verđi utan stríđs hér eftir !

 

Ţađ fá ţeir ađ launum fyrir ađ hafa í heimsku sinni stundađ langtíma innflutning á ófriđaröflum og sundrađ hinu friđsamlega sćnska ţjóđfélagi og gert ţađ ađ sannkölluđum vígvelli fyrir erlendan óţjóđalýđ og ofsatrúarhópa !

 

Örlög Svíţjóđar sýna skelfilega uppskeru fjölmenningar-stefnunnar í ţeirri ţjóđlegu uppgjöf sem birtist í niđurstöđu mála í dag. Hinir fyrrum friđelskandi Svíar eiga nú ađ umvefja hernađar-bandalagiđ Nató sem frelsara fyrir samfélag sem hefur glatađ ţjóđlegri einingu sinni og velferđarstöđu fyrir eigin heimsku !

 

Mikiđ er gildisfall Svía varđandi ţessa vanţróun málanna og í augum umheimsins hafa ţeir glatađ ţjóđlegum trúverđugleika sínum ađ miklu leyti. Ţađ er nú ljóst og opinberađ mál á heimsvísu, ađ ţeir hafa sokkiđ svo djúpt í sjálfsköpuđ vandrćđi sín, ađ nú eiga ţeir ekki val um neitt nema öskuna eđa eldinn !

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 305
  • Sl. sólarhring: 448
  • Sl. viku: 1944
  • Frá upphafi: 320198

Annađ

  • Innlit í dag: 265
  • Innlit sl. viku: 1620
  • Gestir í dag: 261
  • IP-tölur í dag: 259

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband