Leita í fréttum mbl.is

Um ábyrgđ sem reynt er ađ ţurrka út

 

Hverjir eru ábyrgir fyrir ţví efnahagslega hruni sem duniđ hefur yfir land og ţjóđ á undanförnum dögum ?

Hverjir bera ábyrgđina á fjölda harmleikja sem átt hafa sér stađ vegna fjárhagstjóns hjá einstaklingum og fjölskyldum í ţessu landi ?

Ţađ er mörgum ljóst hvar í flokki ţeir standa sem vilja segja međ Geir Haarde forsćtisráđherra, ađ ekki megi persónugera vandann. En vandinn er skapađur af persónum og hefur ţannig persónugert sig sjálfur.

Allt tal um annađ eru einungis tilraunir vissra manna til ađ forđa ţeim sem sekir eru undan afleiđingum gerđa sinna og kannski sjálfum sér um leiđ.

Ţađ verđur ađ rannsaka ţessa hluti og komast til botns í ţví sem gerđist og greina frá ţví hvernig ţađ gat gerst. Viđ verđum sem ţjóđ ađ moka okkur í gegnum skítahauginn og gera málin upp. Annars lćrum viđ ekkert af ţessu og sitjum til langframa í öllu svínaríinu, blind og sinnulaus.

Stjórnvöld hafa gefiđ fyrirheit um einhverja hvítbók, eitthvert sannleiksrit um ţessi mál. Ţađ getur aldrei orđiđ bođlegt, ţví stór hluti ţjóđarinnar treystir ekki stjórnvöldum til ađ gera ţau skil á ţessu sem trúverđug vćru.

Yfirvöldin eru nefnilega sjálf sek í ţessum efnum, sek um sofandahátt, skeytingarleysi og hreint og beint kćruleysi gagnvart heildarhagsmunum ţjóđarinnar. Ţau munu varla fara ađ tína ţađ til sem ţeim er sjálfum til víta.

Miklu fremur eru ţau líkleg til ađ gera tilraun til ađ breiđa yfir fjölmargt sem ekki ţćtti gott ađ yrđi opinbert. Sannleiksrit af ţeirra hálfu yrđi ţví miklu frekar hvítţvottartilraun en trúverđugt uppgjör mála.

Ég tel ađ ţeir sem voru fremstir manna í ţví ađ reisa hina fjármunafreku spilaborg sem nú hefur hruniđ, hljóti ađ ţurfa ađ svara til saka.

Um daginn var í útvarpinu frétt um einhverja konu á skilorđi sem var víst stađin ađ ţví ađ hnupla tvennum nćrbuxum í búđ. Konustráiđ var náttúrulega sakfelld međ ţađ sama fyrir glćpinn. Í ţessu sambandi er ţađ hugarkrefjandi mál ađ velta ţví fyrir sér, hvernig einstakir fjármálabófar gátu sett heilt ţjóđfélag um koll međ  framferđi sínu, án ţess ađ ţađ bryti í bága viđ lög, gátu veđsett og skuldfćrt ţjóđfélagiđ upp fyrir haus međ samţykki yfirvalda og horfiđ síđan af vettvangi međ milljarđa í vösunum ?

Hafa viđkomandi lög kannski beinlínis veriđ sett međ ţeim annmörkum, ađ slíkir ađilar gćtu haft sem mest svigrúm til ađ arđrćna ţjóđina ?

Ţađ er kýrljóst ađ ţađ mun verđa reynt til hins ítrasta af vissum ađilum ađ hvítţvo útrásarvíkingana og hin föllnu fjármálaséní. Sú viđleitni er ţegar komin í gang í fjölmiđlum og var reyndar aldrei felld niđur ţar međ öllu.

Í dag segir Mbl. t.d. á forsíđu " Ţeir felldu íslensku bankana " og er ţar vísađ til erlendra seđlabanka ! Tiltekin blađakona er skrifuđ fyrir greininni og enginn ţarf ađ efast um í hvađa herbúđum samúđ ţeirrar manneskju liggur.

Íslensku oligarkarnir fá enn sem fyrr drjúgt rúm í fjölmiđlum til ađ tala fyrir sínu máli og auđvitađ er allt öđrum ađ kenna. En ég trúi ţví aldrei ađ ţjóđin láti blekkjast af skrumi ţeirra í annađ sinn.

Sagan vill oft endurtaka sig og mér verđur hugsađ til eins sögulegs dćmis.

Ţegar Ţjóđverjar höfđu tapađ fyrri heimsstyrjöldinni komu ţýskir hćgrimenn af stađ áróđursmaskínu heima fyrir um ađ herinn hefđi aldrei brugđist eđa veriđ sigrađur á vígvellinum. Ţađ hefđu veriđ Gyđingar, sósíalistar og ađrir vinstri menn sem hefđu svikiđ herinn. Ţetta var almennt kallađ " rýtingsstungan  ( í bakiđ ) " (Der Dolchstoss).

Mér finnst sumir landar mínir vilja viđhafa hliđstćđ viđbrögđ viđ bankahruninu. Ţađ hafi ekki veriđ útrásarvíkingarnir sem brugđust ţjóđinni heldur hafi erlendar bankastofnanir rekiđ rýtinginn í bak ţeirra á ögurstund. Heyr á endemi !

Og međ svona áróđurs sjónhverfingum á ađ villa almenning og fá hann til ađ trúa ţví ađ enginn hér hafi brugđist, svikiđ eđa féflett ađra. Enginn hérlendis sé ábyrgur fyrir ţví ađ svona fór !!!

Svo er talađ í hrćsnisfullum anda um ađ viđ Íslendingar séum og eigum ađ vera ein fjölskylda, standa saman í mótlćtinu, berjast gegn ţeim sem eru ađ ofsćkja okkur erlendis frá !

Hvers virđi ţótti slík samheldni ţegar fjármálapúkarnir ćddu yfir allt og settu ţjóđarbúiđ og heildarhagsmuni landsmanna í veđ fyrir ţví sem ţeir gerđu í grćđgisţorsta sínum ?

Hún var ekki til í huga ţeirra ţá, hún var út í hafsauga !

Margan daginn dr..........

drepa okkar rétt.

En ţegar slíkir ţarfnast okkar,

ţá er talađ slétt !

Látum ekki telja okkur trú um ađ útlendingar hafi bruggađ samsćri gegn íslensku ţjóđinni. Gerum okkur grein fyrir ţví ađ brotalamirnar voru smíđađar hér heima og ţeir sem hömruđu ţćr til, eiga skilyrđislaust ađ bera fulla ábyrgđ á ţví hvernig fór. Ţađ má aldrei verđa ađ ţeir verđi settir upp á punt á ný.

Skömm ţeirra ţarf ađ skrifast inn í ţjóđarsöguna skýrt og greinilega svo hún verđi ţar öđrum til viđvörunar um alla framtíđ undir yfirskriftinni:

 " Svona má aldrei neinn Íslendingur hegđa sér "!

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 759
  • Sl. sólarhring: 778
  • Sl. viku: 1895
  • Frá upphafi: 319319

Annađ

  • Innlit í dag: 688
  • Innlit sl. viku: 1526
  • Gestir í dag: 660
  • IP-tölur í dag: 642

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband