Leita í fréttum mbl.is

,,Kćre norske venner“ eđa hitt ţó heldur !

 

 

 

Oft hefur veriđ gert mikiđ úr ţví hvađ Norđmenn hafi veriđ okkur Íslendingum góđir frćndur alla tíđ og fjölyrt um hin nánu vina og skyldleikatengsl milli ţjóđanna. Í mínum huga hefur ţessi slepja aldrei haft neina sérstaka innistćđu. Viđ eigum nefnilega Norđ-mönnum ákaflega lítiđ ađ ţakka, ţađ er ađ segja norskum stjórnvöldum, enda hefur sagan sýnt okkur ţađ alla tíđ !

 

Í fyrsta lagi misstum viđ sjálfstćđi okkar og frelsisstöđu lands og ţjóđar fyrir stöđugan ágang norska konungsvaldsins. Og fram ađ ţví ađ viđ urđum hjálenda Dana fyrir aumingjaskap Norđmanna, vorum viđ undir stöđugu arđráni norskra drullusokka sem sendir voru hingađ út reglulega til ađ rćna frá okkur öllu verđmćtu !

 

Norđmenn misstu snemma öll landsvöld frá sér, fyrst međ hjónabandsgjörningi viđ Dani, svo Kalmarsambandinu og í lok Napóleons-stríđanna urđu ţeir skiptimynt í pólitískum skollaleik. Ţá voru ţeir teknir af Dönum og settir undir Svía. Svo ekki var nú reisn Norđmanna mikil allan ţann tíma. Svíar risu snemma upp gegn Kalmarsambandinu og rufu ţau tengsl, en Norđmenn sátu áfram undir Dönum og kysstu yfirleitt á vöndinn ekki síđur en Íslendingar. Sami undirlćgjuandinn var ţá í báđum ţjóđunum !

 

Svo kom ađ ţví 1905 ađ Norđmenn vildu verđa sjálfstćđ ţjóđ. Ekki veit ég hvađan sú hugmynd hefur komiđ, en hún varđ til ţess ađ Noregur varđ ríki undir eigin nafni. Langt var síđan svo hafđi veriđ. Svíar hćttu viđ ađ fara í stríđ viđ ţá, enda báru margir góđir menn klćđi á vopnin. Svo var ekkert Nató komiđ og ţeir gátu ráđiđ ţví sjálfir hvort ţeir fćru ađ drepa međbrćđur sína !

 

En ekki voru Norđmenn í miklum lýđveldis-hugsunum, ţví ţeir voru allt of mikiđ ánetjađir fortíđ konungsvaldsins. Og ţegar til kom völdu ţeir sem konung son Kristjáns IX Danakonungs. Danska valdiđ var ţeim enn ţađ hugstćtt og nýr konungur ţeirra tók sér nafniđ Hákon. Ţá kom til ríkis í Noregi sjöundi gaurinn međ ţví nafni, ekki Hákon gamli ađ vísu, en Hákon samt !

 

Ekki er unnt ađ segja ađ ţađ hafi veriđ mikil reisn yfir valdatöku hans ţó henni hafi trúlega veriđ fagnađ í Kaupmannahöfn. Kristján IX konungur Dana var afi hins nýja kóngs Norđmanna og rétt um ári síđar var Friđrik VIII fađir kóngsa orđinn Danajöfur. Síđan varđ Kristján X konungur Dana 1912 og ţá sátu ţeir brćđurnir hann og Hákon VII langa hríđ sem konungar ţessara landa. Gef ég lítiđ fyrir ţá báđa eins og reyndar kónga yfirleitt !

 

Allt er ţetta titlastand, hégómavesen og heiđursmerkjafargan tilbúinna yfirstétta, djöfullega ergilegt á tímum sem ćttu skilyrđislaust ađ vísa öllu slíku á ruslahaug Sögunnar međ afgerandi hćtti. En mannskepnan og fordild hennar virđist aldrei ćtla ađ lifa sér til batnađar og vitleysan virđist alltaf koma aftur !

 

Ţó ég sé enginn Norđmannavinur og sjái enga sögulega ţörf á ţví ađ vera ţađ, neita ég ţví seint ađ ekki hafi veriđ til ágćtir Norđmenn, virđingarverđir og góđir menn. Ég get til dćmis í ţví sambandi nefnt Hans Nielsen Hauge, Kristófer Bruun og Fridtjov Nansen. Slíkir menn verđa alltaf virtir međan manndáđ er til í ţessum heimi og ţađ af verđleikum !

 

En norsk stjórnvöld hafa síđasta manns-aldurinn horft á okkur Íslendinga fyrst og fremst í gegnum skođunargler Nató og öll afstađa ţeirra til ţjóđar okkar hefur tekiđ miđ af ţví hversu vel viđ ţjónum Nató. Ţađ hefur sýnt sig međal annars í afskiptum ţeirra af fiskveiđi-réttarmálum okkar. Ţar voru ţeir okkur aldrei heilir, ađ mínu mati, ţó slétt vćri talađ. Ţađ eru ýmsar hliđar til á Norđmönnum og ţćr eru alls ekki allar góđar !

 

Margir slćmir Norđmenn voru valdamenn á Íslandi á sínum tíma. Nöfn ţeirra eru sannarlega ekki heiđri vafin í íslenskri sögu og verđa ţađ seint. Og slćmir Norđmenn hafa veriđ til frá ţjóđlegu íslensku sjónarmiđi allt til okkar daga !

 

Norskir ţjóđsvikarar voru nánast á hverju strái í styrjöldinni miklu. Vidkun Quisling var bara toppurinn á ţeim ísjaka, en nafn hans varđ ţó forsenda samheitis yfir föđurlandssvikara um allan heim og menn geta velt ţví fyrir sér af hverju svo varđ ? Ţađ varđ ekki út af engu !

 

Ég hef haft andstyggđ á mörgum Norđmönnum sem hafa ađ mínu mati ţjónađ öđru en ţeir hefđu átt ađ gera. Margir menn hafa orđiđ ţrćlar eigin ţjóđar af ýmsum orsökum, en ţeir sem hafa veriđ ţrćlslega undirgefnir öđrum ţjóđum eru oftast verri !

 

Međal ţeirra Norđmanna sem ég hef haft og hef skömm á, eru menn eins og Trygve Lie, Knud Frydenlund, Thorbjörn Jagland og síđast en ekki síst Jens Stoltenberg !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 175
  • Sl. sólarhring: 203
  • Sl. viku: 1723
  • Frá upphafi: 319796

Annađ

  • Innlit í dag: 146
  • Innlit sl. viku: 1393
  • Gestir í dag: 142
  • IP-tölur í dag: 142

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband