Leita í fréttum mbl.is

Hin orkusnauða Vestur-Evrópa - spjall um spillta sögu !

 

 

 

Svo til öll ríki Vestur-Evrópu búa við orkuskort. Sum eru ekki fær um að mæta orkuþörf sinni nema 3-4%, eins og til dæmis Luxembourg og Malta. Hversu sjálfstæð og sjálfbær eru þau ríki sem eru í slíkri stöðu, sjálfstæði þeirra hlýtur að vera blekkingar-mynd ? Þeim er í raun haldið uppi af öðru valdi en þeirra eigin ríkisvaldi og menn geta spurt sig – hvað stýrir þeirri nauðsyn ?

 

Bretland, Frakkland og Þýskaland þurfa að flytja inn meira en helming þeirrar orku sem þau þarfnast. Flest önnur ríki álfunnar eru illa stödd í þessum efnum og allt Efnahagsbandalagið er í æpandi orku-þörf og því eins og grenjandi ljón á orkuveiðum !

 

Staðreyndin er líka orðin sú, að Evrópusambandið sjálft er hluti af efnahagsvanda Vestur-Evrópu með allt sitt reglugerðarfargan og endalausa skatt-heimtu á aðildarþjóðir sínar. Finnar eru sagðir búnir að fá nóg af þeirri áníðslu og fleiri þjóðir þola ekki öllu meira af kröfum af slíku tagi. ESB er hnignandi blóðsugubákn sem getur ekki öllu lengur fitað sig sér til vaxtar á annarra blóði !

 

Norska ríkið gæti að vísu staðið nokkuð vel að vígi orkulega séð, ef allskonar skuldbindingar þess og samningavitleysa við Evrópusambandið stæði þar ekki málum fyrir þrifum, eins og hérlendis. Og norskir ráðamenn virðast oftast og yfirleitt vera umpólaðar kratadruslur og ná litlu manndómsmáli !

 

Þeir virðast yfirleitt vera af Jaglands og Stoltenbergs mann-gerðinni, sem þykir í afskaplega litlum mæli vera þjóðlega norsk að upplagi, heldur löngu orðin bandarískt fyrirbæri að trú og takti. Svo við erum varla að tala um Norðmenn í slíkum tilfellum !

 

Sjálfstæði norskra ráðamanna hefur farið mikið aftur síðan um miðja síðustu öld. Í Noregi er enginn Einar Gerhardsen lengur á ferð, enginn traustur landsfaðir. Norðmenn virðast öllu heldur vera Norðurstraums-liðar í dag og þeir virðast trúa á Nató eins og það sé Almættið sjálft. Himnaríki þeirra er því sennilega í Washington og Brussel og þangað virðist allri tilbeiðslu þeirra beint !

 

Sleppum svo Noregi og litum aðeins yfir til Frakklands, þar sem Sólkonungurinn réð í eina tíð með sínum endalausu styrjöldum. Frakkland er líklega eitt skuldugasta ríki jarðar í dag og franska þjóðin á líklega fyrir sér framtíð með mjög skertum lífsgæðum. Frakkar hafa lengi búið við afleita forustu og síðustu forsetar þeirra hafa ekki einu sinni reynst miðlungsmenn að manngildi !

 

Macron núverandi forseti er svo lítill leiðtogi, að strax í skóla tók kennslu-konan hans hann að sér af vorkunnsemi, því hann virtist svo umkomulaus og bjargar-þurfi. Hún hefur reynt að halda yfir honum hendi síðan og hefur ekki veitt af í gjörningahríð gerspilltra stjórnmála Evrópukastalans, sem átti víst í eina tíð að gnæfa yfir allt !

 

Frakkar hafa gengið svo saman gildislega á síðari árum, að Þjóðverjar voru farnir að ganga yfir þá í flestum málaflokkum og það á hverjum degi í Brussel og þeir jafnvel þurrkuðu af fótum sínum á þeim. Líklega eru Frakkar að nálgast að gildi til núllstöðu sína frá árinu 1940 og fátt bendir til að þeir rísi upp úr þeim pytti í komandi tíð. Þeir hafa einfaldlega ekki burðina til þess !

 

Efnahagsleg ofurstaða Þýskalands er samt ekki lengur fyrir hendi. Orkulega séð stendur þýska ríkið tæpt um þessar mundir. Græningjar hafa barist svo hart gegn kjarnorkuverum í landinu að þeim hefur verið lokað og ekki fæst lengur sú orka þaðan sem áður var. Hið margnefnda þýska efnahagsundur gengur ekki af sjálfu sér. Án orku gengur það bara úr sér og dregst saman og hagvöxtur í Þýskalandi getur þessvegna senn hvað líður farið í mínus !

 

Ódýra rússneska orkan fæst ekki lengur, eftir að Bandaríkjamenn sprengdu Norður-straumsleiðslurnar, eins og almennt er talið. Þar var um að ræða beina árás gegn hagsmunum Þýskalands, bræðraþjóðar í Nató, og auðvitað um leið alvarlegt brot á innri sáttmála hernaðarbandalagsins. En Nató-bandalagið var aldrei myndað með samvisku, heldur til að viðhalda bandarísku valdi í Vestur-Evrópu og Kanar gera bara það sem þeim sýnist gegn hverjum sem er og hafa lengi gert !

 

Þeir eru komnir á örvæntingarplanið með öll sín völd og fjöldi þjóða er búinn að fá andstyggð á þeim og botnlausum yfirgangi þeirra. Bandaríkin munu aldrei ná fyrri stöðu sinni aftur í þessari veröld og verða aldrei mikil aftur. Þeirra óhófs valdatími á annarra kostnað er senn á enda liðinn og sannarlega mál til komið fyrir allan heiminn að upplifa það og fagna yfir því !

 

En snúum okkur aðeins að okkar þjóð og hver okkar staða er í þessari veltandi veröld okkar. Íslenska þjóðin er afskap-lega sérkennilega hugsandi og það kemur skýrt í ljós í þeirri umræðu sem hér er yfirleitt í gangi, enda er hún oft mjög furðuleg og að margra mati óskiljanleg !

 

Óþjóðlegar skoðanir, sem í flestum öðrum löndum yrðu taldar til beinna föður-landssvika virðast hreint ekki þykja mikið tiltökumál hér. Íslendingur yrði líklega seint talinn föðurlandssvikari því það er eiginlega ekki neitt til sem getur skil-greint hann sem slíkan !

 

Allt virðist samt metið til verðs, þjóðtungan, sjálfstæðið, gjaldmiðillinn og auðlindir lands og sjávar. Þjóðleg sjálfs-virðing hefur eiginlega verið einskismetin hin síðari ár og það er ekki erfitt að skilja það eins og haldið er á málum. Það sem engin rækt er lögð við, hlýtur að ganga úr sér og verða rýrt og það hefur því miður raungerst hjá okkur !

 

Ísland hefur verið nokkurskonar land-tenging milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu og virðist hafa tileinkað sér margt af því versta sem þar hefur verið til húsa, í báðum tilfellum. Eins og til dæmis ótakmarkaða græðgi og yfirgengilegan hroka og stöðugt vaxandi sérgæsku !

 

Auðlindir Íslands eru því á laumusiglingu til Brussel og margir virðast taka þátt í að róa þeim þangað. Það er samt enginn talinn þjóðsvikari á Íslandi fyrir vikið, menn eru bara sagðir í bisniss. Og flest í þeim efnum er fengið frá Ameríku með því siðferðilega brotalama-mynstri sem þar er við lýði og þykir ekkert tiltökumál !

 

Íslenskir menn í bisniss á ameríska vísu, skilgreina auðvitað allt falt með kapi-talískum hætti samkvæmt erlendum vísdóms-fræðum, sem hafa verið sérstaklega prentuð fyrir 30 silfurpeninga menn sem finnast auðvitað í öllum löndum og þá ekki síður hér !

 

Halda menn svo, að við Íslendingar séum á uppleið sem borgarar í Litlu Ameríku, berstrípaðir í græðgisfullu arðráni og sérgæsku-stríði gegn náungum okkar og samborgurum ?

 

Nei og aftur nei, við Íslendingar erum á niðurleið í öllu þjóðlegu tilliti og eigum þar fullkomlega skilið hörð gjöld fyrir það hve ábyrgðarlaust við höfum hegðað okkur undanfarin ár gagnvart okkar ómetanlegu þjóðar arfleifð. Þá arfleifð ver enginn, ef við hysjum ekki upp um okkur brækurnar, hefjum upp þjóðlegan anda, og skömmumst til að gera það sjálfir !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 46
  • Sl. sólarhring: 85
  • Sl. viku: 1594
  • Frá upphafi: 319667

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 1287
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband