Leita í fréttum mbl.is

Miđstýrđ, frosin valdakerfi !

 

 

 

Sovéska stjórnkerfiđ var á seinni árum eins og allt miđstjórnarvald verđur međ tímanum, seinvirkt og hćgfara. Kerfiđ kćfir manneskjuna og allt verđur vélrćnt og ómanneskjulegt. Ćđstu valdsmennirnir voru orđnir svo gamlir og heilsulausir ţegar ţeir komust á toppinn, ađ ţeir áttu bara eftir ađ geispa golunni !

 

En svo varđ breyting á ! Allt í einu varđ Mikhail Gorbachev ćđsti mađur Sovét-ríkjanna, mađur á besta aldri, geđţekkur og manneskjulegur í hvívetna. Hvernig gat slíkt gerst í ómanneskjulegu kerfi, spurđu margir ? Á sama tíma tók viđ sem ćđsti mađur Bandaríkjanna, gamall kaldastríđs-jálkur, í mörgu mjög svipađur fyrri leiđtogum Sovétríkjanna, jafnt ađ aldri og ađferđum. Ţađ ţiđnađi í austri en fraus í vestri !

 

Og sviđiđ varđ allt í einu gjörbreytt. Fólk á Vesturlöndum varđ sem ruglađ í ríminu. Kennedy var í Sovét og Krússi í Washington. Gorbi virkađi sem sovéskur sjarmör og Raisa kona hans kom vel fyrir, en Ronald og Nancy virkuđu bara sem bandarísk ellihró. Ţessi útkoma á ađal-sviđinu bauđ sannarlega upp á heldur óskemmtileg vandrćđi fyrir glansmynda-fabrikkur bandaríska kerfisins !

 

Og svo var Ronny síđara kjörtímabiliđ jafnvel farinn ađ verđa mjög svo tćpur til höfuđsins eđa tćpari en hann hafđi áđur veriđ. Hinar tilbúnu ímyndir geta stundum breyst í andstćđur sínar og virkađ alveg öfugt og ţarna snerist sjarminn viđ !

 

En valdabákn, hvort sem ţađ er byggt upp í Moskvu, Washington eđa Brussel, er hreint ekki líklegt til ađ flytja međ sér einhverja almenningsheill í gegnum miđ-stýrđan, pólitískan óskapnađ. Ţar er ekkert lýđrćđislegt sköpunarverk í gangi, ađeins sérgćskufull hagsmunatogtreita, ţar sem fals og lygi rćđur allri för !

 

Sami andinn rćđur nefnilega á öllum ţessum fyrrnefndu stöđum. Og heilbrigt mannfrelsi og almannaheill getur hvergi blómstrađ ţar sem frosiđ ferli hefur tekiđ yfir međ miđ-stýrđu ómanneskjulegu kerfi, sem auđvitađ ćtti hvergi ađ vera viđ lýđi á ţessari jörđ !


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 133
  • Sl. sólarhring: 162
  • Sl. viku: 1681
  • Frá upphafi: 319754

Annađ

  • Innlit í dag: 113
  • Innlit sl. viku: 1360
  • Gestir í dag: 110
  • IP-tölur í dag: 110

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband