4.10.2025 | 17:39
,,America first !
Donald Trump er nokkuð seint á ferðinni með slagorð sitt sem er fyrirsögn þessa pistils. Síðastliðin 80 ár hefur Ameríka verið fyrst í öllum heiminum, en það hefur ekki skilað sér í öðru en botnlausum yfirgangi Bandaríkjamanna um allan heim, allan þann tíma. Þeir vildu að þeirra land og þeirra ríki yrði alls staðar í forgangi. Og þess var víða krafist með kúgun ef annað dugði ekki til og sú kúgun var langt frá því að vera í smáum stíl !
En það þarf enginn að láta sér detta í hug að þessi ofur bandaríska yfirráðarstefna hafi fallið öllum í geð. Fjöldi ríkja tók ameríska yfirgangnum með þögn og þolinmæði lengi vel, en flestir þjóðhollir leiðtogar vonuðu samt í hjarta sínu, að heimurinn yrði ekki einpóla amerískur nýlenduheimur til frambúðar. Mörg ríki vildu eiga rétt til að vera hlutlaus í stöðugu stórvelda-stappinu, en þeim var þá svarað með refsiaðgerðum gegn efnahag og þjóðlegum lífskjörum og neydd niður á hnén !
Fjármálavaldið var notað miskunnarlaust um allan heim til að festa hin amerísku heimsyfirráð í sessi. Fjölmargar alþjóða-stofnanir voru settar á fót, ekki síst á fjármálasviðinu, en þær voru jafnframt kyrfilega settar undir ameríska ríkis-valdið. Allskonar fyrirgreiðsla í tælandi Marshallhjálparstíl var þrælskipulögð undir gullnum áróðursstimplum sem bjargráð fyrir þjóðir í margháttuðum efnahagsvanda eftir styrjöldina, en í raun var verið að negla allar þjóðir undir amerískt forræði í hvívetna. Það var víða ljótur leikur í gangi á þeim árum og djöfullinn hlýtur að hafa dansað þá af ítrustu gleði fullnægju sinnar við bandaríska ráðamenn !
En það sem var í gangi var ekki stefna Roosevelts, það var stefna þeirra sem gátu ráðið því að Truman var gerður að varaforseta 1944, en hann þjónaði alla tíð sem forseti undir það auðhringavald sem Roosevelt hefði aldrei þjónað undir með neinum hætti og taldi hættulegt allri mennsku. Henry A. Wallace fyrri vara-forseti þótti ekki vænlegur fulltrúi til að þjóna hinu samviskulausa svartliðavaldi auðhringanna og var honum því komið frá, enda sýnt að heilsa Roosevelts var orðin verulega tæp. Austurblokkin tók þó enga beitu af því tagi sem að framan er lýst og uppbygging mála þar gekk því töluvert hægar fyrir sig, en byggðist hinsvegar á þeirri einföldu forsendu mála að menn vildu hafa eitthvað um eigin mál að segja !
Með þessum hætti var mesta nýlenduveldi allra tíma sett á fót. Nýlenda sem forðum braust til frelsis undan kóngskúgunar-valdinu breska, breyttist í andstæðu sína og varð þannig að mesta og níðingslegasta nýlendukúgunarveldi sem heimurinn hefur þekkt. Og sú óheillaskipan heimsmálanna hefur staðið þessum heimi fyrir þrifum og ríflega það í heil 80 ár. Þar er um að ræða virkilega ljótan kafla í mannkyns-sögunni sem býsna margir fást ekki til að lesa eða meðtaka á nokkurn hátt !
Ameríka hefur þannig verið stimpluð fyrst varðandi öll gæði efnahags og gróða allan þann tíma á fullum sérhagsmuna-forsendum. Og þannig hefur Ameríka líka staðnað í hugsun og mannþroska, eins og allir gera sem arðræna aðra með alla skapaða hluti og venjast á það að vera blóðsuga !
Og nú þegar önnur ríki eru að taka frumkvæðið í heimsmálunum frá hinni steingeldu amerísku arðránsmafíu, sem hefur setið að öllu umfram alla aðra í 80 ár, kemur fram á sjónarsviðið maður sem virðist ekkert hafa fylgst með málum í áratugi og heldur að Ameríka hafi verið afskipt í öllum skilningi allan þann tíma og galar því hástöfum America first!
Hvaða dóm skyldi Donald Trump fá að ferli loknum á síðum mannkynssögunnar ? Það hlýtur að koma til með að fást forvitnileg niðurstaða úr þeim stefnulausa hringdansi sem hann hefur stundað undanfarna mánuði, þegar málin verða endanlega gerð upp, hvenær sem það nú verður ? Allavega er það ljóst, að það eru afar litlar líkur á því að núverandi forseti Bandaríkjanna komi til með að bæta þennan heim, en það hafa þeir reyndar fæstir gert, enda flestir þjónað til hins gagnstæða !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook
1.10.2025 | 18:48
Tillitsleysið gagnvart lífinu !
Það situr töluvert í mér að kona ein talaði á þingi um miðjan maí 2019, um tilbeiðslu á fóstrum. Einhvernveginn fannst mér mjög óviðeigandi að slík orð kæmu frá konu. Margir myndu halda að konur myndu verja lífið á frumstigi sínu umfram aðra, en það hefur sýnt sig að svo er ekki, þó margar konur kunni að gera það. Hinsvegar virðast þær konur sem hæst hafa í umræðu dagsins vera á annarri skoðun og tala, að því er virðist, háðslega um tilbeiðslu á fóstrum. Ömmur þeirra hefðu nú tæpast tekið undir slík orð !
Sú var tíðin að taugin milli móður og barns þótti sterkust líftaug í öllum heimi og móðurástin var rómuð sem einn hinn æðsti kærleikur sem til væri. Sést það af ótal sögulegum dæmum, eins og í sögunni af dómi Salómons konungs forðum. En nú er vissulega margt orðið með öðrum hætti en var. Verulega breyttur tíðarandi virðist hafa skipt út sálarlegum innréttingum margra kvenna og jafnvel stillt þeim upp í andstöðu við sérstök mann-kærleikamál kvenna sem gilt hafa í gegnum ár og aldir !
Það er dapurlegt mál ef svo er. Fósturdeyðingar á Íslandi hafa nokkuð lengi verið að mér skilst í kringum þúsund talsins og sennilega allnokkuð yfir það hin seinni ár. Dráp á börnum eiga sér stað víðar en þar sem stríð geisa og margir hér á landi mótmæla þá hástöfum, sem eðlilegt er. En dráp á börnum eru líka hér í okkar samfélagi. Í flestum tilfellum hefur því verið flaggað, að þeir verknaðir séu framdir af félagslegum ástæðum ? Þá er víst átt við að móðirin sé til dæmis í námi og hafi bara ekki ráð eða tíma til að eignast barnið sem hún gengur með. En hvernig varð hún ófrísk og hvar var ábyrgðin fyrir nýja lífinu þá ? Gekk hún kannski fyrir horn í roki og varð algerlega óforvarandis þunguð í þrumandi hviðu ? Ætli hún hafi ekki lagt meira til málanna en það ?
Þegar ljóst verður að í mörgum tilfellum er fósturdeyðingin beinlínis notuð sem getnaðarvörn, fer ekki hjá því að ábyrgðar-þátturinn virðist orðinn býsna ábyrgðarlaus. Hvað gerðist, var Bakkus með í spilinu, var ekkert hugað að þeim afleiðingum sem viðkomandi kynlíf gat haft í för með sér ? Og á lausnin á tilsköpuðum vanda tveggja ábyrgðarlausra persóna svo að bitna á þriðja aðila málsins, þeim eina sem alsaklaus er ? Á hann sem sagt ekki að fá að lifa ?
Frelsi er mjög ofnotað hugtak og þar með líka misnotað. En athuga ber, að ekkert frelsi er án ábyrgðar. Þegar samþykkt er á þingsamkundum að leyfa fósturdeyðingar með lögum, finnst mér að það megi alveg eins kalla það að lögleiða glæpi. Að tortíma lífi sem er á leið inn í heiminn og er að vaxa í móðurkviði, sem á að vera besti verndarstaður þess, er að minni hyggju óverjandi verknaður !
Margar konur virðast samt fullyrða, að þær eigi að hafa allan rétt til ákvörðunar um slíkt og aðrir, svo sem verðandi feður, eigi ekki að hafa þar nokkurn rétt. Þarna þykir mér einkennileg og vægast sagt eigingjörn og öfugsnúin réttlætiskennd á ferðinni, og að mínu mati sýnir heilbrigð réttlætiskennd sig aldrei með slíkum hætti. Ég hef alltaf haft sterka skoðun fyrir rétti lífsins og vil að hann sé virtur í hvívetna. Það á hvergi að níðast á lífi og síst því lífi sem getur ekki varið sig og er því falið öðrum til verndar !
Ég veit að varðveislu lífsins er illa komið í þessum heimi, enda er ég löngu hættur að hlusta á fréttir því endalaus lestur og lýsingar á drápum á fólki er mér ekki að skapi. Það virðist nú vera orðið helsta verkefni fréttamanna að tíunda þann viðbjóð og ekki vildi ég gera slíkt að minni vinnu. Svo mikið er orðið um dráp á börnum þar sem stríð geisa, að mér virðist það taka hugsun flestra frá drápum á börnum í móðurkviði, en allt eru þetta viðbjóðslegir glæpir. Sumir virðast líka heldur vilja hugsa um það sem fjær er en það sem nær er og kannski væri frekar hægt að setja skorður við !
Heiðin siðfræði sem er auðvitað engin siðfræði, kallar marga hræðilega bölvun yfir samfélög manna í dag og Mólok rís þar upp á nýjan leik og heimtar sem fyrr hið saklausa líf. Andinn frá Karþagó er illur og djöfullegur en barnafórnir verða aldrei réttlættar. Og allt ranglæti fær sinn dóm að lokum. Það er því miður ekki annað að sjá, en siðferðilega séð sé mannkynið - ekki síst á Vesturlöndum, komið að þeim þolmörkum, að það stendur tæpast lengur undir því að vera það sem kallað hefur verið mannlegt !
Nýjustu færslur
- ,,America first !
- Tillitsleysið gagnvart lífinu !
- Spáð í undarlegheit mannseðlisins !
- Pælt í málum deyjandi veraldar !
- Íslendingar í hermannaleik !
- Er leiðandi fólk að þjóna þjóð sinni heilshugar ?
- Sérfræðingasúpan ,,naglasúpa allsnægtanna !
- Heiða Björg fær ,,Marshallhjálp !
- Nokkur orð um stríðsglæpinn mikla í Libýu !
- Gjörbreytt þjóðarásýnd ?
Eldri færslur
- Október 2025
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 13
- Sl. sólarhring: 94
- Sl. viku: 525
- Frá upphafi: 399620
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 475
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Hugurinn á sín heimalönd (2025) -
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)