Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2007

SPARTAKUS - frumort ljóđ.


 

 

" Neisti af heift í ösku ţrćlaóttans,

ormstönn dauđabeygs í gervi ţóttans ".

 

                       Kvöld í Róm - Einar Benediktsson

 

                          *

 

Ávallt ég dáist ađ Ţrakverjans ţrótti,

ţrćlanna foringi og hetja hann var.

Rómverjum flestum stóđ af honum ótti,

ćgiskjöld reiđinnar gegn ţeim hann bar.

Frelsisţrá vakti hann í körlum og konum,                      

kjarkurinn aldrei í lífinu brást.

Kúgađir fundu viđ hörkuna í honum

hugrekki samfara virđingu og ást.

 

Frelsiđ var alla tíđ hugsjónin hćsta,

hún var sá kraftur sem lyfti hans dáđ.

Heimsveldiđ riđađi á grunninum glćsta,

geigurinn fyllti ţess öldungaráđ.

Ţóttinn samt bjó ţar í meitluđu máli,

margur ţó hćttuna fyndi á sér.

Neistinn var orđinn ađ ćđandi báli,

ánauđug ţýin ađ voldugum her.

 

Spartakus stýrđi og stjórnađi honum,

stefndi ađ sigurleiđ hlekkjunum frá.

Fullur af krafti og knýjandi vonum

kúgunarvaldinu barđi hann á.

Yfirstétt valdhrokans öllu ţá beitti,

ótaldar hersveitir kallađi til.

Fjármunum ótćpt í verkefniđ veitti,

vildi gegn hćttunni bráđustu skil.

 

 

Ţrćlarnir máttu ekki fagna viđ frelsi,

fannst hvergi vottur af rómverskri dyggđ.

Öllu var tjaldađ svo héldist viđ helsi,

heimsveldisdýrđin á kúgun var byggđ.

Reistu viđ heragann hörđustu dómar,

höfđingjavaldiđ var skelfingu fyllt.

Crassus hinn bölvađi blóđhundur Rómar

bćtti viđ ferli sem ţegar var illt.

 

Rómverskir ernir međ alhvesstar klćrnar

upp voru vaktir á grimmasta hátt.

Vćgđarlaus hefnd fyrir vígsakir ćrnar

veitt skyldi í gegnum hinn eggjađa mátt.

Ţurfti ekki hugsun frá samvisku ađ svćfa,

siđblinda kúgarans er honum ţjál.

"Byltingaruppreisnir best er ađ kćfa

í blóđi af hörku " var Crassusar mál.

 

Spartakus vissi hvađ illt var í efni,

óvinafylgjurnar glefsandi sá.

Grundađi vandann í vöku og svefni,

vonađi og trúđi ţó sigurinn á.

Hagsmuni fólksins hann vildi ţar verja,

virtist ţó leiđin til frelsisins myrk.

Sameinuđ mótstađa heimsveldisherja

hćttuna sýndi í vaxandi styrk.

 

Brátt létu Rómverjar skríđa til skara,                          

skelfileg orusta geisađi um hríđ.

Hlaut svo ađ lokum á helslóđ ađ fara

ađ heimsveldiđ sigrađi ţrautpíndan lýđ.

Í valnum ţar ţúsundir lífvana lágu,

ljótur var slóđinn ţeim atburđi frá.

Spartakus féll ţar - í frelsisins ţágu -,

fórnin var mikil ţeim vígvelli á !

 

 

Rómaborg fagnađi í hástemmdum hroka,

hyllti sinn stóreflda morđingjaher.

Dyrum til frelsis hún fljót var ađ loka,

festandi alla á klafa hjá sér.

Mćttu sem áđur í marmarasali

mćlskunnar hofmenn og geisuđu ţar.

En krossfestir ţrćlar í ţúsundatali

ţó báru vitni sem sterkara var.

 

Sannađist ţar eins og sannast í öđru,

svikrćđisviljinn gegn hungruđum lýđ.

Rómaborg umbreytt í eitrađa nöđru

ól sig á blóđi og nćrđist viđ stríđ.

Alrćđi kúgarans alls stađar var ţar,

auđstéttin hvarvetna misréttiđ ver.

En gullţorsta Crassusar gátu ţó Parţar

gefiđ ţá fyllingu er skilađi sér.

 

Rómverska ógnin er alltaf til stađar,

yfirgangsvađandi og ranglćtishörđ.

Ţjóđir hún dregur til kveljandi kvađar,

kveikjandi hatur um stríđshrjáđa jörđ.

Úlfynjukyniđ međ ormstennur sínar

ennţá međ ţótta á jörđinni býr.

Ţekkist sem áđur međ ţarfirnar brýnar,

ţrćlkunarviljann í heimsveldisgír.

 

Fullgilt ţó áfram međ fjörkrafti hljómar

frelsislag milljóna af ţjáningum hvesst.

En nú er hún bandarísk - böđulshönd Rómar,

breytt er um gervi en inntakiđ sést.

Rís hún sem áđur gegn réttlćtisorđum,

rćđur sem fyrr yfir morđingjaher.

En Spartakus enn er á ferđ eins og forđum,

- frelsiđ hann hvarvetna styđur og ver.

 

                                                            Rúnar Kristjánsson

 

 

 

 


LITLA STÓRVELDIĐ

Ţađ er oft merkilegt ađ heyra alţingismennina okkar, suma hverja, tala um alţjóđastjórnmál og utanríkismál. Ţađ mćtti stundum ćtla ađ á bak viđ ţá stćđu 300 milljónir manna og her grár fyrir járnum.

Ţađ er hinsvegar engan veginn svo og ţó ađ alţingismenn vilji tjá sig um heimsmálin, eins og reyndar ófáir gera, ţá er vćnlegast ađ tala bara út frá almennri skynsemi en ekki einhverju óskilgreindu valdi sem er svo ekki neitt neitt ţegar allt kemur til alls.

En öll erum viđ međlimir í ţessum heimsklúbbi sem jarđríkiđ er, og ćttum auđvitađ hvar sem viđ annars erum, ađ fá ađ segja skođun okkar á málum hispurslaust og óţvingađ.

En hvernig sem ţađ annars er, efast ég um ađ fulltrúar nokkurs smáríkis geri sig breiđari í veröldinni nú um stundir en einmitt " íslenskir gráđuriddarar ". Og dramb er falli nćst, segir máltćkiđ.

Ţađ leynir sér nefnilega ekki ađ forsjármenn okkar virđast hreinlega hundrađfalda ţjóđarfjöldann ţegar ráđherragildi ţeirra er annarsvegar. Enda er ađ ţví stefnt ađ auka vćgi okkar hjá Sameinuđu ţjóđunum um ađ minnsta kosti - 300 milljónir - króna !!!

Ímyndarleikur litla stórveldisins er virkilega farinn ađ ganga nokkuđ langt.

Og hvernig lýsir hann sér ? Jú, međ sama hćtti og minnimáttarkennd sem brýst út í mikilmennskubrjálćđi. Viđ erum bestir í öllu og eigum rétt til alls !

Ţađ er t.d. kunnara en frá ţurfi ađ segja ađ engin ţjóđ í dag á önnur eins fjármálaséní og viđ Íslendingar. Ţađ kunna bara engir á fjármál nema  alikálfar einkavćđingar Davíđs & Co.

Wall Street hringekjan er svo sannarlega komin á fleygiferđ í litla stórveldinu međ tilheyrandi gullkálfsdansi og grćđgisvćđingu.

Ţađ krjúpa nú hreint ekki svo ófáir nemar og lćrlingar í musterum hagfrćđinnar og lúta markađsgođunum í ákafri tilbeiđslu. Markađsmálabiblían er ţar á borđinu allan sólarhringinn og Mammon er bćđi höfundur og útgefandi. En hvar skyldi andinn vera óíslenskari en einmitt í fjármálageiranum ? Ţar er evran dýrkuđ á kostnađ krónunnar, ţar er enskan dýrkuđ á kostnađ móđurmálsins og menn vilja bara leggja ţetta allt niđur, allt sem er ţjóđlegt og gerir okkur ađ Íslendingum !

Hvernig skyldi Íslandssagan minnast ţeirra auđmanna, eftir svo sem 100 ár, sem nota völd sín og áhrif í dag til ađ níđa niđur ţjóđlegan íslenskan anda ?Ég held ađ ţeir verđi ekki metnir mikils eftir á ţó margir frukti fyrir peningum ţeirra í dag.

Hćttum ţessum stórveldistilburđum, hćttum ađ viđhafa ţennan bölvađa hroka, verum bara Íslendingar á réttum forsendum ; ástundum friđ og góđ samskipti viđ nágranna okkar í hvívetna og minnumst ţess ađ viđ erum bara 300.000 sálir, sem eigum allt okkar undir ţví ađ viđ getum haldiđ áfram ađ vera brćđur og systur í landinu sem enn er okkar.

Já, landinu sem enn er okkar, ţví hvađ getur orđiđ, ef ţeir ná sínu fram í landsstjórninni sem vilja framselja sjálfstćđi okkar og frelsi og meta einskis allt sem er íslenskt og ţjóđlegt ? Vörum okkur nú og eftirleiđis á leikbrćđrum Gissurar jarls og Ţorgils skarđa sem eru stöđugt  ađ reyna ađ mynda samfylkingu međal ţjóđarinnar gegn sjálfstćđi ţjóđarinnar !

Óţjóđlegri aumingjar eru ekki til á Íslandi í dag !

 


Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 12
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 258
  • Frá upphafi: 203718

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 142
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband