Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2021

Hugsađ út frá daglegri umrćđu

 

 

Kári Stefánsson er eftirtektarverđur persónuleiki á margan hátt. Og ţví skyldi hann ekki vera ţađ ? Stefán fađir hans var til dćmis ţjóđkunnur mađur á sinni tíđ og hafđi margt til brunns ađ bera. Ekki vil ég ţó meina ađ ţeir feđgar séu beint líkir, en óumdeildir munu ţeir samt báđir sem hćfileikaríkir einstaklingar !

 

Ţađ er yfirleitt gaman ađ heyra í Kára, hann er vel máli farinn og talar oftast međ vitrćnum hćtti. Nokkuđ getur hann veriđ líkur nafna sínum vindinum, blćs sitthvađ um koll međ beittum athugasemdum og fer vítt í margskonar umfjöllun mála og frćđir og kennir um leiđ !

 

Finnist Kára eitthvađ heimskulegt eđa vangrundađ, segir hann sitt álit á ţví umbúđalaust og ađ ţví er virđist sama hver í hlut á. Slíkt afdráttarleysi er hressandi í umrćđu ţar sem flestum er falsiđ nćrtćkara. Mađurinn virđist ţví hreinskilinn og ćrlegur í allri umfjöllun mála !

 

Jafnvel doktorar frá Harvard fá ađ heyra ţađ, ef Kára finnst ţeir fara óhćfilega yfir mörkin varđandi ţađ hvađ veruleikinn kann ađ leyfa. Ţeir sem telja sig jafnvel fćra um ađ geta lengt ćvi manna ađ miklum mun, virđast ađ mati Kára, komnir vel yfir ţau mörk.

 

Vísindi í mannlegum möguleika eiga sér auđvitađ sín takmörk og Kári virđist hafa ţađ skýrt í sinni hugarsýn ađ svo sé og sumt sé bara ekki gerlegt. Hann blćs ţví á allar skýjaborgir og loftkastala sem sumir reyna ađ byggja sjálfum sér til vegsemdar og frćgđar !

 

Mig grunar ađ Kári sé mađur ţeirrar gerđar ađ vera lítiđ um almenna asna gefiđ, en ţó held ég ađ honum líki enn verr viđ menntađa asna, en ţađ er eitt af ţví fáa sem viđ Íslendingar eigum allt of mikiđ af.

 

Slíkir asnar hafa jafnan kunnađ ađ hreiđra vel um sig í kerfisgeiranum og fundiđ sér ţar sitt besta skjól. Međal annars fyrir ţćr sakir er kerfiđ líklega eins götótt og gallađ og ţađ virđist ţví miđur oft vera !

 

Sjálfsagt hefur Kári ţurft ađ glíma viđ ófáa menntađa asna á slóđum kerfisins og ţví virđist hann oft nokkuđ stuttur í spuna ţegar slíkir kauđar eiga í hlut. Honum finnst trúlega tíma sínum betur variđ í ađ tala međ vitrćnum hćtti um ţađ hvađ vitrćnir menn séu ađ ađhafast hverju sinni, en ađ rćđa um hluti ţar sem vitrćn sjónarmiđ virđast býsna oft söltuđ og send í útlegđ af nćstum heiladauđum kerfislubbum !

 

Kári er án efa mjög vísindalega sinnađur mađur og oft talar hann mjög fjálglega um ţekkingarleit mannsins og möguleikana á ţví ađ ná lengra. En hvađ langt skyldi mađurinn annars geta náđ og fengiđ ađ ganga ?

 

Fyrir rúmlega einni öld datt víst fáum í hug ađ viđ gćtum eyđilagt hnöttinn, vistkerfiđ, náttúruna, eđa í stuttu máli sagt, öll lífsskilyrđi okkar á ţessari jörđ ! Nú er ţađ óskemmtileg stađreynd ađ allt ţetta getur gerst fyrir tilverknađ okkar mannanna !

 

Og ţegar horft er til ţess ađ vísindin hafa leitt okkur til ţeirrar getu, ađ viđ erum fćr um ađ tortíma ţessu öllu, hvađ megna ţau ţá til ađ forđa okkur frá ţví og leiđa okkur frá hćttunum sem viđ ţađ hafa skapast ?

 

Sennilega verđa ţar engin skref stigin til baka. Ţađ er gamalt íslenskt orđtak ađ auđveldara sé ađ vekja upp draug en ađ kveđa hann niđur !

 

Vísindin hafa vakiđ upp margan illskćđan drauginn sem ríđur húsum í mannheimi í dag, en hvađa ábyrgđ taka ţau á ţví ađ kveđa slík sjálfskaparvíti niđur ? Hafa meintir vitrćnir vísindamenn eins og Kári Stefánsson einhver viđhlítandi svör viđ ţví ?

 

Er ábyrgđarleysi vísindanna á örlögum mannkynsins ekki eitt af ţví sem veldur okkur mönnunum einna mestum vandrćđum í hrollvekjandi hrunadansi samtímans ?

 

 

 


Hjá tjaldi Saladíns - eftir orustuna viđ Hattin 1187


Orustan var búin og líkin lágu um allt,

lífs er gengiđ alltaf í styrjöldunum valt.

Brennandi var hitinn og blóđlykt fyllti sviđ,

brostin augu störđu úr valnum upp á viđ.

 

Riddarar međ krossa á brjósti og baki sér

birtust svo á hestum hjá niđur slegnum her.

Riđu ţeir ađ tjaldi er eitt ţar uppi stóđ,

ekki voru sýnilegu verksummerkin góđ.

 

Höfuđ var á spjóti sem ţrýst var fast í fold,

fuglar sátu ađ veislu og átu mannlegt hold.

Ekkert var ţar sýnilegt sem vakti nokkra von,

verđug hlaut ţar endalokin - Reynald Chatillon !

 

Hestana ţeir stöđvuđu og horfđu langa stund

hljóđir yfir valinn – um dauđavígđa grund.

Allt sem tengdist hégóma úr hugum ţeirra vék,

hrćđileg var myndin og reyndi á sálarţrek.

 

Ţarna lágu vinir og ćttmenn ţeirra um allt,

einn og sérhver ţeirra međ stirđnađ hold og kalt.

Dauđinn hafđi sótt ţá á ţessum styrjar stađ,

stoltur her var fallinn og brytjađur í spađ !

 

Allt var ţarna um seinan og ekkert viđ ţví gert,

á menn sótti magnleysi ţó geđin vćru hert.

Ekki ţurfti ađ binda um neitt á blóđtökunnar stađ,

bođinn einn sá kostur ađ sćtta sig viđ ţađ.

 

Riđu menn ţví hljóđir á hestum sínum frá

hrćđilegum valnum, međ fölva yfir brá.

Ţeir vissu flest ţađ tapađ sem áđur unniđ var,

ađ orustan viđ Hattin var blóđugt lokasvar !

 

                                                              Rúnar Kristjánsson fecit



Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 46
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 1221
  • Frá upphafi: 316820

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 893
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband