Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2021

Sigurđur málari

 

 

Sigurđur Guđmundsson sjúkur lá,

ţađ sannađi glćr og tekin brá,

ađ sá var kominn ađ sćkja hann

sem sýnir ei hlífđ viđ nokkurn mann;

ţví dauđamörkin ei duldust ţar

og dimmt fyrir sjónum ţegar var.

 

Úr tćrđum augum ţó tignin skein

og tilfinningin svo undur hrein,

sem sýndi hvernig hans sál var gerđ,

hann sannađi ţađ á lífsins ferđ,

ađ íslenskur var hann í innsta merg

og alinn viđ landsins stuđlaberg.

 

Svo oft hafđi líf hans ţrautir ţekkt,

ađ ţađ var í sannleika hrćđilegt.

En snillinga umfađmar engin ţjóđ

svo örlög ţeirra eru sjaldnast góđ.

Og viđ höfum okkar „ séní “ svelt

og síđast ţau mörg úr hungri fellt.

 

Á hátíđ ţjóđar í ţúsund ár

á Ţingvöllum kringum frćgar gjár,

var fjöldi manna í frískum móđ

og fagnađarstemmning rík og góđ.

Ţar skynjuđu allir Íslands lag

sem ómađi í hjörtum ţennan dag.

 

Og Sigurđur Guđmundsson glćsta búđ

ţar gerđi međ fagurt blómaskrúđ,

ţví listamannshöndin lék viđ allt

ţó löngum andađi um hana kalt.

Og fólkiđ undrađist fegurđ ţá

sem fyrir hans verk ţar mátti sjá.

 

Er konungur Dana gekk í garđ,

ţađ gjörla sást ađ hann hrifinn varđ.

Hann lofađi snjallan listamann

og landshöfđingjann svo spurđi hann:

Er ekki hćgt ađ gera honum gott

ţví gjörvöll búđin er snilldarflott ?“

 

En Hilmar á konunginn hissa leit

og harđlega svo á vör hann beit,

og svarađi orđum hans seint og kalt,

og sagđi – ţó hvorki hátt né snjallt,

han har ikke fortjent noget !”

Sĺ lydede danske sproget.

 

Í augum konungs var undrun séđ

og ekki féll honum vel í geđ

ađ heyra óvildar hreiminn ţar

og hugann sem fćddi ţetta svar.

En kyrrt lét hann ţó - ađ kónga siđ,

sem koma ekki brot á ţegnum viđ !

 

Rúnar Kristjánsson fecit 2003.

                                                       

 

 


Um einn versta óţverrann í heiminum !

 

Viđ Íslendingar erum svo lánssamir ađ vera ekki međ her. Sumir hafa reyndar viljađ ađ viđ tćkjum upp ţann ósiđ, en sem betur fer hefur ţađ ekki fengiđ framgang. Viđ erum náttúrulega međ lögreglu og satt ađ segja hef ég ekki veriđ sérlega ánćgđur međ framgöngu hennar oft og tíđum, en svo eigum viđ landhelgisgćsluna okkar og björgunarsveitirnar og í ţví tilliti er varla nokkur ţjóđ međ betra og manneskjulegra varnarliđ en viđ !

 

Margar ţjóđir heims eru međ herafla sem ţćr hafa engin efni á ađ halda uppi. En eins og örlađi á hérlendis í eina tíđ, getur oft veriđ talsverđur vilji hjá yfirvöldum auđstétta til ađ beita slíkum mannafla gegn eigin borgurum ef út í ţađ fer. Ţá er oft stutt í brćđravígin. Svo er herjum sumra smáţjóđa haldiđ uppi međ erlendu fé á pólitískum forsendum !

 

Margt höfum viđ heyrt um framferđi herja í Miđ og Suđur Ameríku og víđar, ţar sem morđ og pyntingar á borgurum viđkomandi landa hafa oft veriđ daglegt brauđ og eru sumsstađar enn. Lýsingar á framferđi margra einrćđisherra eru slíkar ađ mađur á erfitt međ ađ trúa ţví ađ til séu einhverjir sem gerast sekir um svo viđbjóđslega glćpi !

 

En veruleikinn í ţeim efnum er sennilega miklu svartari en flesta grunar. Og enn í dag erum viđ minnt á ţađ hvađ mannskepnan getur lagst lágt. Ţegar barist er um auđ og völd eru sumir til alls vísir. Engin skepna er ţá manninum verri sem margoft hefur sannast !

 

Herinn í Myanmar virđist vera sérlega ógeđslegt fyrirbćri af ţessu tagi og eru ţó dćmin mörg. Ég veit ekki hverskonar mannskrímsli ţađ eru sem stjórna ţar og láta miskunnarlaust drepa tugi og hundruđ saklausra mótmćlenda á götum úti, en slík kvikindi ćttu hvergi ađ eiga heima í mannlegu samfélagi. Ţeir sverja sig í ćtt viđ Pol Pot og Khieu Samphan og slík ómenni !

 

Ţegar hugsađ er um ástand mála í Myanmar sést ljóslega ađ Aung San Suu Kyi hefur ekki átt sjö dagana sćla viđ ađ gera einhverskonar málamiđlum viđ herinn ţar. Ţađ er einfaldlega ekki hćgt. Hún reyndi ađ finna einhverja lausn, en ţađ eina sem hún fékk út úr ţví var eigin álitshnekkir. Ţađ sást best í kringum međferđ heryfirvalda í Myanmar á Róhingjum !

 

Herskrímslin í Myanmar geta ekki veriđ viđsemjendur, valdaklíka sem myrđir eigin ţegna og skeytir engu um lýđrćđi og mannréttindi, er utan viđ samfélag manna. Engin ţjóđ ćtti ađ eiga skipti viđ slík yfirvöld, ekki síst sjálfs sín vegna. Ţađ er mannskemmandi !

 

Ó, ţessar Sameinuđu ţjóđir sem aldrei eru sameinađar ţegar ţörfin krefur !


Grundarsystkinabragur

 

Stađlćgt mat úr kvćđakvörn

kýs ei mátann gleyminn,

um hvar Stjána og Boggu börn

brugđu sér í heiminn !

 

Ómar hóf í Herđubreiđ

hérvist líkur kólfi.

Bjó ţar sjálfur seinna um skeiđ,

samt á efra gólfi.

 

Líkt og fyrri árum á

ekki mikiđ sleginn.

Tagli prýddur, til og frá

töltir ćviveginn !

 

Rúnars önd í fyrstu fleyg

fannst á Akranesi.

Lá hann ţá á Litla-Teig,

laus frá öllu vési.

 

Upphafsstundir allar ţćr

enn hann kýs ađ lofa.

Kúrđi hann ţar í vöggu vćr,

vildi bara sofa !

 

Í Lćkjarhvammi Linda var

lífs til dvalar borin.

Sumar alin átti ţar

ćvi fyrstu sporin.

 

Ţar hún blíđa bernsku fann,

blómin tíndi vallar.

Eplakinna rjóđ ţar rann

rösk um gćttir allar !

 

Día í Skjaldbreiđ leit sitt lag

lífs viđ ćvirökin.

Festi viđ sinn föđurdag

fyrstu andartökin.

 

Eđliđ kynnti í ćskusmćđ

yfirfullt af gáska.

Alin var á efri hćđ

eftir góđa páska !

 

Svenni og Drífa sína stund

sáu rétt hjá grćđi.

Fyrsta sinn í gömlu Grund

gleyptu loftiđ bćđi.

 

Hlupu ţar um heimatún,

hlýddu engum lögum.

Léku sér ţar létt á brún

lífs á bernskudögum !

 

Međan lifa systkin sex

sýnast myndir blána.

Ţeim í huga og hjarta vex

heimur Boggu og Stjána !

 

RK. Ort 23. sept. 2018.

 


Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 1179
  • Frá upphafi: 316778

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 883
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband