26.2.2025 | 23:59
Postuli sérhagsmunanna !
Nú þarf íhaldið að kjósa sér nýjan formann og nú bítast tvær konur um embættið, því enginn karl treystir sér í þann slag við núverandi aðstæður, aldrei þessu vant. En það vantaði postulann fyrir sérgæskuhjörðina þó enginn Páll eða Pétur væri í boði, og nú á að velja leiðtogann um komandi helgi. Á lands-fundi verður hann svo krýndur og karaður, af til þess kjörinni samkundu !
Og sem fyrr segir, verður þá forustusæti íhaldsins komið í kvenmannshendur, því það þykir líklega tímabært á þessum kvennavaldstímum. En áður hefur staða þessi alltaf verið setin af körlum. Sumum þótti löngum sem konur ættu dálítið erfitt með að komast áfram í þessu eitilharða hagsmunabandalagi sér-gæðanna, en þrátt fyrir það er nú svo komið, að í þessa vanheilögu postulastöðu verður nú valin kona, hvernig sem það kemur svo til með að skila sér !
Þessi niðurstaða tekur nú líklega mið af því að nútíminn hefur sýnt það ljóslega, að sérgæskuhneigðir kvenna eru síður en svo minni en hjá körlum. Ef einhver munur er þar á, eru þær líklega jafnvel meiri núorðið hjá konum. Þær geta alveg slegið körlunum við í græðgi og frekju, ekki síst þegar peningar eru annarsvegar, og það segir náttúrulega íhaldi nútímans að það sé alveg hættulaust að hafa konu við flokksstýrið og því sé lafhægt að velja umræddan sérhagsmunapostula úr þeirra hópi !
Íhaldið hefur alltaf haft sterka stöðu í þessu landi, vegna þess að þar er sér-gæðingum boðið upp á þá eiginhags-munagæslu sem höfðar frekast til þeirra. Það er varðgæsla forréttinda og sjálfstæðis þeirra sem vilja níðast á öðrum í skjóli slíkrar aðstöðu !
Margir ganga nefnilega í þetta samfélags-eitraða hagsmunabandalag vegna þess að þar telja þeir sérhagsmunum sínum best borgið í skjóli samtryggingar og sérgæsku. Eigingirnin drottnar nefnilega yfir vötnum Valhallar allar stundir. Það segir sig sjálft, að hugsjónir koma þar ekkert við sögu og hafa aldrei gert !
Hugtakið jafnaðarmenn byggist á sjónar-miðum félagshyggju, en skiljanlega hlýtur þá andstæðan einhversstaðar að vera til. Og andstæðan er auðvitað íhaldið. Það eru þeir sem því tilheyra sem kalla má ójafnaðarmenn samfélagsins. Í Íslendinga-sögunum og Sturlungu kemur fram hverjir spilltu alltaf friðsamlegu lífi fólks. Það voru ójafnaðarmennirnir, og enn eru þeir iðnir við að ota sínum tota, skapa ófrið og mismunun hvar sem þeir fara !
Og nú er valkyrja að komast til valda í Valhöll. Það verður auðvitað allt að vera upp á heiðna og harðvítuga siði í kringum Valhöll, þar sem einherjar íhaldsins berjast um fjárráðin í samfélaginu og beita þar öllum svikabrögðum. Og víst er þar söfnuðurinn aðeins sjálfum sér líkur. Það skiptir því, frá þjóðhagslegu sjónar-miði séð, nákvæmlega engu máli hvor frambjóðandinn verður kosinn !
Sú útvalda mun vafalítið þjóna sínu hlutverki eins og ætlast er til innan hagsmunabandalagsins, en þó mun sú konan sem kosin verður, líklega ekki koma til með að sitja lengi sem formaður. Það mun annar valdhafi bíða færis, ef að líkum lætur. En víst er, að sem postuli sérhagsmunanna verður konan sem kosin verður bókfærð í Valhöll eftir lands-fundinn sem arftaki Bjarna, hvort sem í hlut mun eiga Guðrún Hafsteins eða Áslaug Arna !
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.2.2025 kl. 00:13 | Slóð | Facebook
Spilling á sér jafnan margvíslegar birtingarmyndir. Eins og vitað er, hefur Vestur-Evrópa síðasta mannsaldurinn, gengið að mestu fyrir bandarísku vélarafli í pólitík, viðskiptum og nánast öllu því sem skiptir máli í þjóðfélagslegu tilliti. Samskiptin hafa samt verið mjög einhliða. Það hefur bara komið boðskapur að vestan og menn hafa beygt sig og bukkað fyrir öllu, því annars myndi stóri bangsi í austri kannski koma og gleypa allt og alla !
Hræðslan við Rússa og sjálftendrað hatrið á þeim, sem er líklega einn versti sálarsjúkdómur ríkja í Vestur-Evrópu og hefur lengi verið, varpaði þeim þannig öllum í opinn faðminn á Bandaríkjunum upp úr 1945 og sú mikla kærleiks sameining leiddi til stofnunar Nató á sínum tíma, sem er líklega versta fyrirbæri nútímans sem til er, gegn friði og eðlilegum samskiptum í Evrópu !
Það ber nefnilega ekki allt upp á sama daginn. Það sem einu sinni þótti skynsamlegt þarf ekki að þykja það til stöðugrar frambúðar, því tímar breytast og jafnframt breytist allt með þeim. Það er ný og gömul saga í fortíð og nútíð og verður það áreiðanlega líka í framtíð !
Þó Rússland hafi bjargað Evrópuríkjunum frá Napóleon og Hitler öðrum ríkjum fremur, hefur það aldrei verið metið sem skyldi eða að verðleikum. Hroki Vestur-Evrópu er allt of mikill til þess. Í rauninni er Evrópu engin sérstök heimsálfa, hún er bara skagi vestur úr Asíu. Vægi þessara ríkja, í hinu stóra samhengi, hlýtur áreiðanlega að minnka verulega á komandi árum !
Enda eru nú brestirnir farnir að segja til sín. Sú staða virðist sýnilega þegar komin upp, að bandaríska auðvaldið vilji eitt og vestur-evrópska auðvaldið annað. Fyrir nokkrum árum, líklega 2019, sagði Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í ræðu, að Evrópusambandið líktist í raun engu meira en Sovétríkjunum sálugu !
Nýrússneska auðvaldið gat alveg tjáð sig með þeim hætti, enda eru sumir valdamenn Rússlands í dag trúlega meðal þeirra tækifærissinna sem rændu ríkis-eigur Sovétríkjanna um 1990 sér til botnlausrar auðgunar, og komu þeim á kné !
Það gerðist eiginlega, kannski á vissan hátt með hliðstæðum hætti og hjá fasistunum sem rændu Úkraínu 2014, með tilstyrk Bandaríkjanna. Auðvald er í rauninni alls staðar á svipuðu róli og gengur fyrir kennisetningunni að ná sér í pening og ná sér í meiri og meiri pening. En yfirlýsing Lavrovs þótti ekki spakleg á sínum tíma og líklega hefur hún þótt koma úr hörðustu átt. !
En nú hefur J. D. Vance nýkjörinn varaforseti Bandaríkjanna tekið í sama streng og Lavrov og það virðist vera samkvæmt þeirri Trump-línu sem nú gildir líklega í bandarískum stjórnmálum. Vance messaði yfir vestur-evrópskum valda-mönnum nýlega og á að hafa sagt þeim hressilega til syndanna, þeirra synda sem eru þó, og hafa að öllum líkindum lengi verið, bandarískar að miklu leyti !
En svona geta hlutirnir gerst og nýir siðir koma með nýjum herrum. Nú virðast nefnilega Bandaríkjamenn loksins vera farnir að átta sig á því, að stór hluti heimsins hefur snúist gegn þeim, og ýmis stór ljón eru á vegi þeirra til hins nýja mikilleika. Bandaríkin eru að loka sig inni í spillingarhít Vestur-Evrópu og þau sjá að það gengur ekki lengur !
Gamla kúgunaraðferðin, mútur, hótanir, stríð og stöðugar loftárásir og eyðilegging heilla landa, hefur þjappað heiminum saman sem aldrei fyrr, gegn öllum slíkum yfirgangi, af þeirra hálfu. Sú stöðuga stríðsógn er hætt að virka með þeim hætti sem hún gerði framan af !
Bandaríkin virðast nú farin að sjá, að heimsvaldastefna þeirra er búin að setja þá út í horn. Einpóluð valdastefna þeirra er úrelt og óvinsæl. Heimurinn kallar eftir fjölpólastefnu, þar sem hvert ríki geti fengið að njóta sín á eigin forsendum og ekkert eitt ríki fái að drottna og deila !
Þessvegna er Brics í augum svo margra það sem koma skal. Stór og vaxandi ríki sætta sig ekki lengur við neinskonar yfirdrottnun, hvorki Bandaríkjanna né nokkurs annars erlends valds. Það á við um Brasilíu, Rússland, Indland, Kína, Suður Afríku og fleiri ríki. Þessvegna varð Brics til !
Rússland er nú sagt á fullu að hervæðast og mun brátt framleiða meir af vopnum en öll Vestur-Evrópa. Hagvöxtur Rússlands árið 2024 var 4.3%. Efnahags-stríðið gegn Rússlandi hefur algerlega misheppnast, en þess í stað farið mjög illa með mörg ríki Vestur-Evrópu. Það sem í raun ógnar Evrópu kemur innanfrá eins og stöðugt fleiri eru farnir að sjá. Margir telja orðið grunnt á nasisma hjá ýmsum í ESB hreiðrinu og kemur það í sjálfu sér ekki svo mjög á óvart !
Úkraínustríðið hefur um skeið verið skilgreint af rússneskum yfirvöldum sem stríð við Vesturlönd og fyrir því eru drjúg rök. Og þó sérstakur yfirlýstur íslenskur varnarmála sérfræðingur, útskrifaður í innanbúðar Natófræðum, telji Rússlands-her örmagna engu síður en Úkraínuher, mun það mat þessa mikla sérfræðings öllu frekar byggt á eigin óskhyggju en raunsönnum veruleika !
Vopnageymslur í Vestur-Evrópu eru nánast tómar, eftir gífurlega vopnaflutninga til Úkraínu, en þau vopn hafa samt ekki skilað úkraínskum herafla neinum teljandi sigrum. Þau hafa að mestu lent í rússnesku hakkavélinni og Kievstjórnin æpir stöðugt á meiri vopn að vestan !
Stríðið sem átti að lama Rússland er tapað, en ennþá lemur ESB báðum höfðum sínum við feigðarsteininn og neitar að viðurkenna staðreyndir. Bandaríkin eru hinsvegar undir nýrri forustu og raunsærri vegna þess. Þau sjá að tími hins óbreytta Natóvalds er liðinn og áskoranir yfir-standandi tíma fyrir þau ganga út á allt önnur mál sem eru miklu meira aðkallandi !
Bandarísk stjórnvöld vilja því ekki lengur bera ábyrgð á evrópski spillingu né fjármagna hana. Þau segja nú við leiðtoga-væflurnar, jafnt í Bretlandi, Frakklandi sem Þýskalandi: ,,Sjáið þið bara um þetta, þetta er ykkar mál !
Svo allt bendir til þess - að ef haukagengi ESB vill hefja vígbúnaðarkapphlaup, verði sú hervæðing ekki sett í gang undir bandarísku forræði, því stjórnvöld í Washington virðast alfarið hafna slíkum hugmyndum. Og sú afstaða kallar sýnilega á grát og gnístran tanna í Brussel.!
Bandaríska spillingin er nefnilega eitt og Vestur-Evrópu spillingin er annað. Þarna er búið eða verið að skilja á milli. Veislutíminn er líklega að baki. Hann endaði við lok Kalda stríðsins. Þá voru líka allir komnir með drullu !
Sérhagsmunir Vestur-Evrópu og ESB valdsins í Brussel er eitt og sérhagsmunir Washington valdsins er annað. Trump virðist hafa talað sitt varðandi það, hvað sem öðru líður. Ameríka verður varla mikil aftur með Vestur-Evrópu á framfæri sínu. Það er allt of dýr pakki !
Skilaboðin að vestan munu því verulega breytt, en þau eru samt líklega nokkuð afdráttarlaus og skýr. Þau segja vafalítið eitthvað á þessa leið við haukahræðurnar í Brussel: ,,Þið verðið að sjá um ykkar spillingu, við höfum nóg með okkar !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook
21.2.2025 | 00:05
Þjóðlíf undir nöturlegum nýlendustimpli !
Ofbeldisverknaðir í íslensku samfélagi eru verulega hrollvekjandi ábendingar um það að við séum ekki á góðri leið. Það er orðið svo mikið um slíkt, að skilaboðin sem það sendir þjóðinni eru vægast sagt skelfileg. Kerfið virðist standa ráðþrota gagnvart ömurlegu ásigkomulagi margra ein-staklinga meðal borgara landsins, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Þar virðast ekki vera nein úrræði fyrir hendi til að mæta þeim harða veruleika sem verður samt að mæta. Það virðist ný Sturlungaöld ofbeldis horfa við íslenskri þjóð !
Við höfum sem þjóð orðið fyrir manntjóni og erum að verða fyrir manntjóni, vegna þess að við erum með í höndum okkar fullt af andlega veiku fólki sem þarf að hjálpa og ætti raunar ekki að ganga laust. Kerfið virðist ekki kunna nein svör við þeim vanda. Fólk í slíku ástandi hefur jafnvel verið vistað af hálfu yfirvalda í fjölbýlishúsum úti í bæ. Sérsveitin hefur svo kannski verið send á það þegar upp úr hefur soðið og hegðun farið í það horf sem búast mátti við. Og þá getur og hefur líka orðið manntjón !
Það er ótalmargt að í innviðamálum kerfisins. Það vantar stórlega hjálpar og heimilisúrræði fyrir andlega veikt fólk í samfélaginu, því virðist bara vera hent út á götuna og peningar virðast hvergi til þegar slíkur vandi er annarsvegar. En á sama tíma er milljörðum úr okkar ríkisfjárhirslu varið í hernaðarbrölt erlendis og aðstoð við fólk annarra þjóða sem er á hrakhólum vegna stríðsreksturs !
Þar eru um að ræða mál sem við berum enga ábyrgð á og höfum ekki valdið að neinu leyti. Íslenska örþjóðin getur ekki tekið að sér að vera samviska heimsins og síst af öllu gagnvart annarra glæpum. En meðan samt er verið að hjálpa annarra þjóða fólki í stórum stíl og ausið fjármagni í þá hluti, er fólkinu okkar, íslensku fólki, fólki sem á bágt og er veikt, úthýst með öllu og engin úrræði í boði fyrir það í hinu svokallaða íslenska velferðarkerfi !
Það vantar fjármagn í svo til alla okkar innviði. Nánast alls staðar hefur verið illa staðið að því að halda þeim við. Peningarnir hafa annaðhvort ekki verið til - og ef þeir hafa verið til - hafa þeir verið settir í eitthvað annað sem þótt hefur meira knýjandi. Erlend heimtufrekja hefur gengið fyrir. Pólitíkin hefur verið spillt og ábyrgðarlaus um langa hríð og svokallað hrun virðist ekki hafa bætt þar um að neinu leyti. Vinnubrögð eru að flestra mati jafn glórulaus og þau voru fyrir hrun - innan þings sem utan - og það í öllum flokkum, og enginn virðist þar öðrum skárri !
Svo er það höfuð spursmálið : Erum við sjálfstæð þjóð eða erum við það ekki ? Ef við værum sjálfstæð þjóð myndum við vera frjáls að því að nota þjóðarfjármuni okkar í að styrkja innviði okkar og viðhalda hér því þjóðfélagi sem fyrri kynslóðir höfðu byggt upp með miklum dugnaði og súrum sveita. Okkar erfiði og okkar þjóðarfé ætti því að skila sér til góðs fyrir okkar fólk !
En þar sem við erum í veruleikanum ekki sjálfstæð þjóð og yfirráðin yfir ríkiskassanum eru líklega meira eða minna, annaðhvort í Brussel eða í Washington, fara fjármunir okkar annað en þeir ættu að fara. Við höfum komið okkur í þá stöðu sem Færeyingar munu seint eða aldrei koma sér í, og þessvegna eru innviðir samfélagskerfisins að grotna niður hjá okkur. Við erum með öðrum orðum nákvæmlega í þeirri arðránsstöðu sem fyrri nýlendur heimsins fundu sig oftast í, eigin hag til sárustu bölvunar !
Það er svo sem ekkert nýtt að þjóðir fái ekki notið ávaxta af erfiði sínu. En í okkar tilfelli eru það meintar vinaþjóðir okkar sem kúga, hrella og arðræna. Við erum í flestum efnum að öllu leyti fórnarlömb þeirra. Það má jafnvel ekki tala þar um misræmið milli orða og gerða. Okkur er beinlínis sagt og fyrirskipað, að við eigum og séum skyldug til að vera slík fórnarlömb og ekki nóg með það, heldur að við eigum skilyrðislaust að líta á það sem mikinn heiður fyrir okkar þjóð ?
Og á meðan slíku fer fram, gera þessar ætluðu vinaþjóðir okkar allt sem þær geta til að sparka okkur aftur inn í torfkofana, með því að arðræna okkur eins og þeim er frekast unnt, með aðstoð þeirra afla hérlendis sem alltaf hafa verið reiðubúin að veita þeim ótakmarkaða þjónustu. Þó er þar talað um sjálf-stæðisstefnu, en það er bara blekking og yfirvarp. Í þeim falska framgangi felst enn sem fyrr hættulegasta ógnunin við velferð íslensku þjóðarinnar !
Við þurfum að hugsa um fólkið okkar, þjóðsystkini okkar, fyrst og fremst. Það er okkar frumskylda. Margir rata í ógæfu og misstíga sig á lífsleiðinni. Í samfélagi þar sem manndómur og manngæði eiga að vera til staðar, ber að taka utan um slíkt fólk og hlynna að því. En við erum ekki að gera það með þeim hætti sem sómi er að !
Það ætti að vera hverjum ærukærum Íslendingi sárt að þurfa að horfa upp á þær blekkingalausnir sem í þeim efnum virðast helst viðhafðar. Það virðist enginn staður til fyrir andlega veikt íslenskt fólk sem sannarlega þarfnast hjálpar og það er skammarlegt mál. Þessvegna verðum við fyrir manntjóni, eins og hryggilegt dæmi austan af fjörðum hefur nýlega sýnt og sannað !
Að senda milljarðaupphæðir út úr landinu til að aðstoða við stríðsrekstur, vopnakaup og aukna ofbeldisframvindu erlendis er algerlega óíslenskt athæfi. Við svíkjum með því mannlegar skyldur okkar hér heima, sem er ekkert nema bölvun fyrir land og þjóð. Fyrsta skylda okkar og frumskylda er og á að vera bundin tryggðaböndum við okkar eigið fólk, íslensku þjóðina. Þar að auki höfum við engin efni á því að hegða okkur með ómennskuhætti stríðsæsinga og eigum ekki sem friðelskandi fólk að gera það !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:11 | Slóð | Facebook
18.2.2025 | 00:01
Styrkjamálið til flokkanna !
Flokkur fólksins virðist alveg hafa fallið á þessu máli. Hann hefur þá látið spillt kerfi múta sér. Gunnfáninn hefur þá verið látinn dragast niður í skítinn. Nú fagna vafalaust skuggavaldhafar hinna pólitísku aflanna, sem öll eru meira og minna spillt, yfir þeim ávinningi sem þeir sjá fyrir sér. Þeir fagna yfir því að skjöldur sem var í þeirra augum hættulega hreinn, er orðinn óhreinn !
Svona er þá farið að því að fella það og skíta það út sem þarf að vera og verður sjálfs sín vegna að vera hreint. Afl sem kemur frá fólkinu, afl sem er helgað því hlutverki og því verkefni að gera góða hluti fyrir fólkið í landinu, verður að standa heiðarlega að málum. Nú hefur það sjáanlega verið platað með peningalegu tillagi, án réttrar, lagalegrar forsendu, og fyrir vikið - skilið eftir í skítnum !
Þannig virðist bara sem kerfislegur fulltrúi hafi verið látinn segja ósköp elskulega : ,,Þið megið halda peningunum ! og óhreinindunum er þannig líklega ætlað að festast við og fylgja því afli sem áður var talið hreint, uns það aðlagast fullkomlega því sem fyrir er og skítur sig út til endanlegar skammar. Og fulltrúar skuggaaflanna í hinum flokkunum, í spillingarmafíu kerfis og kvótamála, geta þá jafnframt sigri hrósandi sagt og auðvitað á bak við tjöldin, við forustulið Flokks fólksins: ,,Verið þið velkomin í hópinn, þið eruð þá bara eins og við !
Já, svona er þá farið að því ! Svona hefur þá stjórnmálaafli eldhússdags formannsins verið snúið á hvolf og nánast í fyrstu atlögu. Fjárhagsstaðan skal þannig vera undirbyggð með ólöglega fengnu framlagi frá ríkinu, peningum þjóðarinnar, og því skal ekki staðið rétt að málum, eins og vera ber. Hreinn málstaður er þar með skaddaður til frambúðar, enda þá ekki lengur til staðar sem slíkur !
Það er greinilega mjög erfitt fyrir pólitískt afl að vera utan spillingar á Íslandi. Þó sumir strekki kannski stöðugt við að halda því upp úr skítnum, reyna sýnilega ýmis önnur öfl að toga það niður í hann. Það segir sína sögu og því nær sem menn komast kjötkötlunum, því meira er auðvitað að varast. En vissu menn það ekki fyrir, af hverju láta þeir fara svona með sig ? Það sjá fáir ljósið þegar þeir hafa samlagast skít og skaðlegum hlutum !
Og í öllum tilfellum eru mútugreiðslur eða sambærileg hagræðingarviðskipti eins og það kann kannski að vera kallað, alltaf hluti af neglingardæminu. Slíkt er nokkuð sem enginn ætti að koma nálægt, ef hann vill halda höfði með ærlegum og réttum hætti. Spillingin er lúmsk og ef hún nær í litlafingur á einhverjum, er spilið tapað. Og það er sýnilega augljóst mál, að það er meira en erfitt að standa með stöðugum anda og vera kannski sá eini hreini, í íslenskri veruleika pólitík, eins og hún horfir við í dag !
15.2.2025 | 00:03
,,Útilokunarstjórnmál ?
Oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík talar um útilokunarstjórnmál vegna þess að ekki sé vilji hjá sumum öðrum flokkum til samstarfs við sjálfstæðismenn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Það er auðheyrt að blessuð manneskjan er svekkt yfir því að vera þannig, að eigin mati, sniðgengin. En af hverju í ósköpunum eiga trúverðug vinstri öfl að ganga til samstarfs við sjálfstæðisflokkinn íhaldið í landinu ?
Þjónusta af slíku tagi við aðaland-stæðinginn er pólitískur dauðadómur. Það hefur yfirleitt verið þannig og reynst þannig og þannig er eðlilegt að það sé. Örlög Vg og útkoma í síðustu alþingis-kosningum sýndu með skýrum hætti hvernig almenningur lítur á slíka undirlægju þjónustu. Félagshyggja á einfaldlega ekki samleið með sérhags-munaöflum. Almannahagsmunir eiga það ekki heldur !
Það er því ekkert um að tala. Meðan íhaldið hélt Reykjavíkurbæ og síðar borg í heljargreipum sérgæskunnar og hyglingar-kerfisins sem henni fylgdi, var ekki talað um útilokunarstjórnmál af fulltrúum þess, vegna þess að þá voru öll völd í helbláum höndum. Þá var hægt að kreista og kúga og fara sínu fram og fólk var svo bælt að það þorði ekki að rísa upp gegn yfirklíkunni !
Þegar sú staða var hinsvegar komin upp, að íhaldið hafði misst völd sín og allan meirihluta, sáu menn þar á bæ að nauðsynlegt væri að fá einhvern af hinum til að koma þar til liðs. En það verður aldrei af slíku, nema með því að einhver svíki það sem hann á að standa fyrir. Og hlutverk Júdasar hefur aldrei, eins og dæmin sanna, verið eftirsóknarvert, hvorki í pólitík né öðru !
En nú er mikið talað um kvennavald. Ný ríkisstjórn er komin til valda, þriggja flokka stjórn, þar sem viðkomandi flokkar eru allir undir stjórn formanna sem eru konur. Svo er líka að mestu í flokkum þeim sem keppa um völdin í höfuð-borginni !
Það má því segja, að stjórnun allrar framvindu í landsmálum sem og borgar-málum ráðist að mestu af því hvernig konur koma til með að standa þar að verkum. Það ætti því væntanlega að mega dæma komandi niðurstöður í þeim efnum konum sem valdamönnum í hag eða ekki, eftir því sem til tekst. Þarna eru því um nokkuð skýr prófmál að ræða varðandi kvennavald !
Stjórnun sem fylgir félagshyggjustefnu er auðvitað allt önnur stjórnun en það sem sjálfstæðisflokkurinn býður upp á. Hjá íhaldinu er alltaf dansað eftir pípu viðurkenndra fjármagnsaðila og sérhags-muna þeirra og þar af leiðandi eru almannahagsmunir ekki virtir mikils. Þetta vita allir, þó sumir hafi yfirleitt ekki hátt um það. Að láta ríki og sveitarfélög þjóna einkahagsmunum er, að margra mati, ein þaulæfðasta sérgrein hægri afla víðast hvar !
Sjálfstæðisflokkurinn eða íhaldið er í raun ekki venjulegur stjórnmálaflokkur. Þar er um ósvífið hagsmunabandalag að ræða, spillta hyglingarmaskínu sem getur ekki undir neinum kringumstæðum þjónað almennum borgurum þessa lands með heilshugar hætti. Enda er þar alfarið stefnt að valdastöðu sérgæskusjónarmiða og fyrst og síðast sáð fyrir hágróða-uppskeru einkavasanna !
Það er því hið eðlilegasta mál, að íhaldið sé utan við alla samninga um manngæskuleg og ærleg heildarsjónarmið varðandi það hvernig stjórnun samfélagsins sé háttað. Það eru ekki nein útilokunarstjórnmál þar að verki, heldur eðlileg afstöðu skilgreining með tilliti til lendingar þeirrar í málum sem að er stefnt. Það er því um grundvallar-skilgreiningu að ræða í því efni. Þar getur því enganveginn farið saman sérgæskufull og spillt varðhundagæsla óþjóðlegra kvótahagsmuna og hagsmunir almennings í þessu landi !
Ef meirihluti er fyrir hendi í samfélags-einingu sem vill starfa að hugsjónum félagshyggjunnar og í anda hennar, er íhaldið að sjálfsögðu ekki þar innan vébanda heldur þar fyrir utan. Í þeirri aðgreiningu felast stefnulega séð skýrustu línur sem hægt er að fá fram í stjórnmálum okkar íslensku þjóðar varðandi heildarstjórnun samfélagsins !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook
12.2.2025 | 00:02
,,Dýr myndi Hafliði allur !
Margt er bruðlið hjá Ríkinu og líklega að flestra mati, og kannski sérstaklega í kringum þau embætti sem ætti bara að leggja niður. Það er margt gert í nafni íslensku þjóðarinnar, sérstaklega í seinni tíð, sem er óíslenskt og óekta frá þjóðlegu sjónarmiði, og til eru þeir sem telja sig jafnvel finna Davos-bragð af þessu og hinu !
En spyrja má ? Var það til dæmis einhver þjóðarnauðsyn að henda öllu út af forsetasetrinu vegna þess að nýr forseti hafði verið kosinn ? Endurnýja hluti þar í hólf og gólf ? Og fá svo reikning á þjóðina yfir 120.508.269 kr. fyrir vikið. Þar af fyrir innréttingar og uppsetningu þeirra 45.473.718 kr ? Heimild var sögð gefin fyrir 86 milljónum, en það endaði í 120,5 milljónum. Var virkilega allt þarna á setrinu orðið svona hræðilega slitið og illa farið og þjóðinni til skammar - eða var nýjungagirnin svona mikil ?
Það vita það allir sem vilja hugsa raunhæft, að við höfum ekkert með þetta forsetaembætti að gera. Það er lafhægt að koma málum fyrir í litlu stjórnkerfi eins og okkar, án þess að vera með einhverja sérstaka toppfígúru þar. Við eigum ekki að elta snobb, hégóma og orðuveitingasiði erlendis frá og áttum aldrei að byrja á því. Það var líklega helst embættismannakerfið sem vildi fá kóngslega eftiröpun og krúsidúllur upphefðarsýkinnar inn í dæmið frá upphafi. Og það hefur alla tíð kostað sitt. Snobb er aldrei ódýrt !
Ég minnist þess að í vasabók sem afi minn lét eftir sig, hafði hann skrifað ,,Ekkert sem er óþarft er ódýrt ! Það var hans niðurstaða og enn er hún í fullu gildi þegar dómgreind er höfð með í slíku mati. Meðan alls staðar vantar fjármuni til brýnna verkefna er peningum skóflað í gyllingar og gælumál innan kerfisins, og svo fá trúlega einhverjir orður fyrir allt baslið í kringum óþarfann. Það er hinsvegar öllum til vansa sem að slíku koma !
Af hverju þurfum við Íslendingar alltaf að vera að elta alls konar vitleysur frá útlöndum ? Það er sannarlega full þörf á því að spyrja þess. Dómgreind okkar ætti ekki að þurfa að vera frosin þó að við séum Íslendingar. Hversvegna förum við svo illa með ávexti erfiðis okkar og framtaks og raun ber vitni ? Af hverju gerum við ekki samfélag okkar betra með samhjálp og félagshyggju í stað þess að sundra allri samstöðu með græðgi og spillingu. Vegna hvers fær þjóðarheildin ekki að njóta áunninna gæða betur en raun ber vitni ?
Getum við ómögulega þroskað með okkur sjálfstæða hugsun og farið okkar eigin leiðir, í samræmi við þá skynsemi sem Skaparinn gaf okkur ? Eða gaf hann okkur kannski enga skynsemi eða höfum við kannski glatað henni ? Það mætti stundum halda það !!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.2.2025 kl. 20:36 | Slóð | Facebook
9.2.2025 | 13:29
Samfélög byggi sitt á ábyrgð og réttlæti !
Sú var tíðin og reyndar er ekki langt síðan svo var, að enginn á Vesturlöndum virtist geta trúað því að Bandaríkjamenn gætu orðið sekir um stríðsglæpi. Ekki Bretar heldur eða Frakkar. Þetta voru auðvitað taldir svo miklir ,,fair play aðilar að menn trúðu því að þeir kæmu alltaf fram af drengskap. En nú vita allir nema þá staurblindir stoðleysingjar, að þar var bara um að ræða goðsagnarkennda gyllingu en ekki neinn veruleika !
Víetnamstríðið sannaði, svo ekki varð um villst, að Bandaríkjamenn gátu framið stríðsglæpi ekkert síður en aðrir menn. My Lai fjöldamorðin gleymast ekki og William Calley var sannarlega ekki eini Ameríkaninn sem framdi glæpi í Vietnam. Og síðan þá er hægt að rekja svipaða slóð sömu aðila land úr landi, í Afghanistan, Panama, Írak, Lybíu og víðar !
Bretar hafa víða stundað sitthvað annað en fair play og óhæfuverk Frakka í Vietnam, Alsír og víðar sýna því miður líka að engin þjóð virðist hafin yfir það að fremja stríðsglæpi. Það hefur hinsvegar flest af slíku tagi verið þaggað niður lengst af, þegar vestræn ríki hafa verið sökuð um slíkt og svo virðist enn !
Þegar fjöldamorðin í Dasht el Leili í Afghanistan áttu sér stað, man ég ekki til þess að neinn hafi minnst á þau í íslenskum fjölmiðlum nema ég. Ég skrifaði grein um þann atburð, en það virtist ekki vekja neinn til umhugsunar og enginn sagði orð. Umræða um slíkt var ekki í boði. Það mátti náttúrulega ekki saka ,,góðu gæjana, sem alltaf voru að bjarga heiminum frá þeim vondu, um fjöldamorð !
En staðreyndin er nú samt sú, að menn af öllum þjóðernum geta framið stríðsglæpi og gera það, hvort sem það eru Banda-ríkjamenn, Bretar, Ísraelsmenn eða aðrir. Mannlegt eðli getur alls staðar verið á röngu róli og brotið gegn öllu því sem rétt er, og það þarf ekki Rússa til að slík dæmi gangi upp. Margir telja meira að segja, að ef allir ríkisglæpir bandaríska stjórn-kerfisins yrðu lagðir með öllum sínum þunga ofan á Washingtonborg, myndi borgin sú sökkva langleiðina til þess staðar sem virðist hafa verið þjónað þar mest hin síðari ár !
En þó maður hafi ekki háar hugmyndir um siðgæði valdamanna, virðist samt alltaf hægt að koma manni á óvart með því hvað menn geta lagst lágt. Og það, að maður sem á að teljast ábyrgur, skuli láta sér koma til hugar að byggja einhverja sólskins paradís á jafn blóðugum hörmungastað og Gaza, sýnir hvað sumir eru gjörsamlega ónæmir fyrir þjáningum annarra !
Kannski það séu víða til ráðamenn sem væru til í að koma upp skemmtistað í Auschwitz, því ljóst virðist vera að sumir slíkir séu ekki mjög meðvitaðir um það sem þar gerðist eða hirði mikið um það. En við þurfum að læra af liðinni tíð, svo glæpir fortíðar endurtaki sig ekki. Og hver valdamaður sem skeytir ekki um eða óvirðir fórnarlömb slíkra glæpa er ekki að heiðra eigin þjóð með slíku framferði !
Við lifum augljóslega á mjög siðferðilega rangsnúnum tímum. Fjöldi fólks virðist aðhyllast ranga hluti sem rétta og telur frelsi sitt byggjast á því að slíkt sé leyfilegt og eigi að vera það. En mannlegt samfélag án siðferðilegra gilda fær ekki staðist. Mannkynið hefur sveigt af leið, það stefnir í ógöngur, ekki síst með siðferðileg og réttlætisbundin grund-vallarmál og eðlilega siðferðilega hugsun.
Full þörf er að endurstilla þau viðmið með uppbyggingu í huga en ekki niðurrif !
Sú afstaða sem lýsir sér í öfgafrelsi virðist einkum eiga við um fólk í yngri aldursflokkum, en það fer nú bráðum að taka við sem ráðandi kynslóð og gerir það vonandi með þeirri ábyrgð sem því ætti að fylgja. Veldur hver á heldur segir máltækið, en megi komandi kynslóð samt farnast betur en hún virðist bjóða upp á !
Þess má svo geta hér að lokum, að George Washington, maðurinn sem fyrrnefnd höfuð-borg Bandaríkjanna heitir eftir, ritaði eitt sinn eftirfarandi orð, af mikilli sannfæringu : ,,Þegar mannkynið er látið sjálfrátt, er það óhæft til þess að stjórna sér sjálft ! Það þarf með öðrum orðum yfirstjórn og aga til að vel fari. Í okkar samtíma er sýnilegt að frelsiskröfur margra eru í raun orðnar gjörsamlega ábyrgðarlausar og sumir virðast beinlínis telja það ávinning að rústa samfélags-byggingunni !
Niðurrifsöfl eru til af mörgu tagi í heiminum, en þau brjóta bara niður, þau byggja ekkert upp. Við skulum ekki gleyma því að það er engum í hag að við brjótum undan okkur þá undirstöðu sem við stöndum á. Sáttmáli um samfélag á grundvelli hinna gömlu, góðu gilda var - er og verður - slík undirstaða !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook
6.2.2025 | 12:41
Nokkrar pælingar um stöðu mála !
Ekki vil ég taka undir það með Benjamin Netanayhu, að Donald Trump sé mesti vinur Ísraels sem verið hafi í Hvíta húsinu, en það kann að vera að Trump sé prívat og persónulega mesti vinur Netanayhus sem þar hefur verið. Sumir hafa nefnilega þá skoðun að mesta ógæfa Ísraelsmanna í þessum átökum sem staðið hafa yfir, sé einmitt sú staðreynd að þeir búi við forustu manns af því tagi sem Netanayhu er. Hann er að margra mati mjög óheppilegur leiðtogi fyrir sína þjóð, enda er ólíklegt að hann fái góð eftirmæli í Sögunni sem slíkur !
En það þarf ekki að koma neinum á óvart að vel fari á með Trump og Netanayhu. Sumir myndu hiklaust halda því fram að þeir væru að miklu leyti andlega skyldir. En leiðtogar af því tagi sem þeir eru, bjóða bara upp á kjaftshögg fyrir heiminn. Trump er samt líklega í eðli sínu meiri land-vinningamaður en Netanayhu. Hann vill taka Grænland af Græn-lendingum og Dönum, Kanada af kanadískum yfirvöldum og gera Gaza að einhverri sólskinsparadís, líklega fyrir auðuga gesti frá Ameríku hinni miklu !
Allt þetta vill hann gera algjörlega í trássi við og á skjön við vilja viðkomandi íbúa og viðkomandi þjóða. Á því sést að sjálfsákvörðunarréttur þjóða er eitthvað sem Trump virðist ekki vita hvað er. Kannski þarf að fara aftur til Franklins Roosevelts til að finna bandarískan forseta sem var með það hugtak á hreinu. Það er líka allrar athygli vert, að heyra hvernig Trump talar niður til nágranna sinna norðan við landamærin og hvernig hann óvirðir þá nánast í hverju orði !
Hann virðist halda því fram, að Kanadamenn séu að miklu leyti á framfæri Bandaríkjanna. Þeir ættu bara að gerast 51. ríkið í ríkjabandalagskássu stjörnufánans og mættu þessvegna telja það óverðskuldaðan heiður og hvalreka fyrir sig. Ekki er kurteisinni fyrir að fara í málflutningi Trumps frekar en fyrri daginn. Hann telur sig greinilega sitja á svo háum tróni, að hann geti talað niður til allra annarra, enda gerir hann það ósleitilega !
Kanada er að vísu með ósköp rislítinn leiðtoga nú sem stendur, en það er aumt ríki sem sættir sig átölulaust við óvirðingartal af þessu óvinsæla Trump tagi. Og þó að nýr leiðtogi eigi að koma fram í Kanada senn hvað líður, eru takmarkaðar líkur á því að hann verði þar öðrum skárri. Þar virðast bara koma fram einhverjir bergmálsleiðtogar !
Burðir til öflugrar forustu í Kanada eru því tæpast til staðar. Bretar hafa svo lengi legið flatir fyrir öllu sem frá Hvíta húsinu hefur komið, að það virðist löngu orðið viðurkennt stöðulögmál, og það sama virðist einnig samgróið þeirra stjórnarfars-afkomendum ríkislega séð, í löndum eins og Ástralíu, Nýja Sjálandi og Kanada !
Raunar hafa öll þessi ríki lengi verið miklu frekar undirgefin Bandaríkjunum en því ríki sem í eina tíð vildi láta kalla sig Stóra-Bretland, en það heiti virkar ekki sannfærandi nú á dögum. Ríkisnöfnin Great Britain og Gross Deutschland voru í raun og veru einnar ættar, þó valdapólitík fyrri ára hafi smám saman skapað þar vík milli vina !
Vilhjálmur II. Þýskalands-keisari var barnabarn Viktoríu stórdrottningar Bretlands, sem var þar að auki yfirlýst keisaraynja Indlands. Sú veldisnafnbót var tekin upp við botnlausan Bretahroka 19. aldarinnar !
20. janúar 2029, verður að öllum líkindum mikill fagnaðardagur fyrir heimsbyggðina. Þá ætti valdatími Donalds Trump endanlega að vera að baki. Ósagt skal látið hvort Ameríka verði þá orðin mikil aftur, eins og hann hefur svo títt talað um að verði forgangsmál hans á kjörtímabilinu, en það mun vafalaust koma fram og sýna sig er stundir líða. Og það vita það flestir að tíminn er býsna fljótur að líða !
En hitt er orðið nokkuð ljóst, að á þessum fjórum árum sem framundan eru, mun Trump sennilega fjandskapast með einum eða öðrum hætti við flest ríki þessa heims, í gegnum það taumlausa taktleysi sem virðist vera honum svo eiginlegt, og það kann varla góðri lukku að stýra fyrir afganginn af heiminum og sjálfan heimsfriðinn !
En ef slík framkoma telst orðin viðurkennd leið til stórra sigra, er heimurinn líklega orðinn enn verri en ég hélt að hann væri, og hef ég þó líklega aldrei þótt sérlega bjartsýnn á framtíðarhorfur þessarar veraldar !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook
3.2.2025 | 11:44
,,Á allur heimurinn bara að vera til þjónustu fyrir ætlaða öryggishagsmuni Bandaríkjanna ?
Það er ekki til sú þúfa í þessum heimi, sem ekki væri hægt að krefjast af hálfu Bandaríkjanna vegna öryggishagsmuna bandaríska stórveldisins. Hrokinn er orðinn svo mikill í stjórnkerfinu þar vestra að flestum er farið að ofbjóða og ímynd bandaríska ríkisins er að taka breytingum í huga margra. Og þegar svo er komið, að ríki er að nálgast hástig alls hroka í samskiptum sínum við umheiminn, fer líklega að styttast í ákveðin endalok !
Eitt af því sem átti ríkan þátt í uppreisn nýlendnanna í Ameríku gegn ofríki Breta og þeirra yfirvalds, var að mönnum fannst ráðist gegn lögmætum eignarrétti þeirra. Skattheimtan væri orðin óbærileg. Frelsi þeirra væri ógnað. Verðandi þegnar hins nýja ríkis voru einkum og sér í lagi að passa upp á buddurnar sínar, eins og þeir hafa alltaf gert, af meiri ákefð en flestir aðrir !
Einkum virtust fulltrúar New York mjög miklir talsmenn fjárhagslegra eigin-hagsmuna, og kannski voru þeir alltaf nokkuð varhugaverðir í afstöðu sinni til heildarhagsmuna hins verðandi ríkis, og þar af leiðandi ekki beint traustvekjandi í augum annarra fulltrúa. En þar var auðvaldið líka strax í byrjun frekast til staðar og hélt fastast um það sem það taldi sitt og einnig umfram það !
Við núverandi aðstæður eru miklar líkur á því að stefna Trumps geti leitt til þess að Bandaríkin flækist í allskonar deilur við önnur ríki, sem erfitt getur verið að sjá fyrir endann á. Þegar svo er komið, að öryggishagsmunir ríkisins eru sagðir krefjast þess að eignarréttur annarra verði að víkja, þá er virkilega vá fyrir dyrum og getur líklega orðið það hjá flestum málsaðilum í komandi samskiptum við Bandaríki Norður Ameríku !
Þá virðist staðan stefna í það að ævagömul réttindi einstaklinga sem ríkja verði fótum troðin og yfirgangurinn einn í boði. Það kann að verða til þess að trúin á meint forustuhlutverk Bandaríkjanna í lýðræðislegum skilningi fjari hratt út meðal annarra ríkja og viðhorfið til þeirra muni breytast í meira lagi. Að hefja bandaríska endurreisn til mikilleika með því að slá vinaríki sín utan undir og arðræna þau, er í hæsta máta vafasöm aðferð til slíks ávinnings. Það ætti ekki að vera erfitt mál að skilja það !
Það gæti jafnvel átt sér stað að samskipti kólnuðu verulega við ríki sem hafa lengi verið talin allt að því 100% undirlægjuríki Bandaríkjanna og þarf þá ekki að fara langt. Hugarfar Trumps, varðandi stefnu hans til að ávinna glæstari framtíð fyrir land sitt, er svo frekt og ágengt að það hálfa væri nóg. Ef heimurinn væri hænsnahús, væru Bandaríkin minkurinn þar inni, sem dræpi og dreifði þar blóði um allt, með grimmdarfullum yfirgangi rándýrsins sem viðurkennir engan annan rétt en sinn eigin !
Það virðist sem svo, að Donald Trump ætli að gera Ameríku mikla aftur sem minkur meingerða gegn öðrum þjóðum ? Ef svo er, mun hann trúlegast finna sig í því vandaverki að þurfa að þræða einstigi sem engum er fært. Og af hverju skyldi Ameríka hafa glatað þeim mikilleika sem hann segist sakna ? Stjórnvöld Bandaríkjanna finna skýringuna á því með því einu að líta í eigin barm !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook
Nýjustu færslur
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
- Blóðsköttuð og friðarlaus framtíð !
- Er frönsk siðmenning að verða liðin tíð ?
- Vinstri aðall má ekki verða til í villusporum íhaldsgræðginnar !
- Lækkandi lífskjör og farsældarfall !
- Postuli sérhagsmunanna !
- Fulltrúar bandarískrar spillingar taka vestur-evrópska spilli...
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 4
- Sl. sólarhring: 288
- Sl. viku: 777
- Frá upphafi: 375245
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 670
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)