31.3.2025 | 00:09
Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
Öll ríki Evrópu hafa alltaf þóst vilja fyrirbyggja hermdarverk, ekki síst innan álfunnar. Og það er mjög kostnaðarsamt fyrir þessi ríki, sem og önnur, að fyrirbyggja slíkt. Til þess er margbrotið kerfi og mikið starf í gangi. Hvert land hefur sínar stofnanir sem eiga að fylgjast með því að allt fari eftir settum reglum, svo sem leynilögreglu, leyniþjónustu, eftirlitsmenn út um allt o.s.frv. Það á allt að vera undir stjórn og vel vaktað gagnvart öllu því sem misjafnt getur talist. Öryggi almennings á sem sagt að vera tryggt !
En svo féll höggið ! Hryðjuverk var framið í Eystrasalti, sprengdar upp fokdýrar gasleiðslur á hafsbotninum þar, sem fluttu geysilegt magn af ódýrri orku frá Rússlandi til Þýskalands og tryggðu það að síðarnefnda landið hefði næga orku til að halda öllum hjólum atvinnulífsins gangandi og hagkerfinu í toppstöðu !
Og hverjar urðu afleiðingarnar ? Rússland fékk líklega nokkuð slæmt kjaftshögg og Þýskaland líklega mun verra og þyngra högg. En svo undarlega brá við að enginn lýsti á sig ábyrgð á hryðjuverkinu og allar leyniþjónusturnar, allt öryggis-kerfið, allt eftirlitið, brást svo afgerandi að enginn virtist vita neitt. Ráðist hafði verið á Þýskaland, eitt Natóríkjanna, og sá sem þar var að verki gat búist við því að öll hin Natóríkin gerðu sitt ítrasta til að upp kæmist um hryðjuverkamennina sem voru þarna að verki svo hægt væri að draga þá til fullrar ábyrgðar !
Árás á eitt Natóríki jafngildir nefnilega árás á þau öll. Stofnsáttmálinn undir-strikar það með afgerandi hætti svo þar fer ekkert á milli mála. En samt var ekkert gert í málum og allt hið þraut-þjálfaða öryggiskerfi Vestur-Evrópu gegn hryðjuverkavánni virkaði ekki frekar en gamall og ónýtur hengilás fyrir aflögðu hænsnahúsi, úti í mannfárri og afskekktri sveit uppi á Íslandi !
Menn litu hver á annan og hristu kollana. ,,Er þetta þá allt öryggið sem við búum við ? virtust allir hugsa, sama hvar þeir voru á hinu 100% altrausta og yfirlýsta öryggissvæði Nató. Hvað var eiginlega í gangi ? En þá heyrðist allt í einu ein rödd sem kvaðst hafa skýringar á reiðum höndum. Röddin kom frá Seymour Hersh, frægum bandarískum rannsóknarblaða-manni og rithöfundi,sá hinum sama sem kom upp um My Lai fjöldamorðin í Vietnam 1969, og sannaði með því að góðu gæjarnir voru ekki nálægt því eins góðir og búið var að telja almenningi á Vesturlöndum trú um !
Hersh mun hafa sagt, að Bandaríkjamenn hefðu, með fúslega veittri aðstoð Norðmanna, sinna bestu vina, sprengt leiðslurnar til að skaða Rússa og hagsmuni þeirra. Skaði Þýskalands hefði ekki í því sambandi verið talinn annað en eðlilegur fórnarkostnaður, samfara tilbeiðslu-kenndri undirgefni viðkomandi aðildarríkis á hnjánum við altari Nató í Brussel. Og með þessum upplýsingum er líklega fengin skýringin á því að ekkert hefur verið gert í því að upplýsa hryðjuverkið. Það voru einfaldlega réttir og leyfilegir hryðju-verkamenn þarna að verki !
Bandaríkin eru ótrúlega hrokafullt ríki og núverandi forstjóri þeirra er ótrúlega hrokafullur maður. Hann vill yfirtaka lönd og lýði alveg án tillits til réttarstöðu annarra. Allt vegna meintra öryggis-hagsmuna Bandaríkjanna og náttúrulega heimsfriðarins. En síðustu 80 árin hefur ekkert ógnað heimsfriðnum meira en hin stöðugu stríð Bandaríkjanna, hættu-legasta ríkis veraldar !
Það er full ástæða til þess að sæmilega viti bornir menn spyrji sig : ,,Eru Bandaríkin ennþá lýðræðisríki, eða er maður í hlutverki Júlíusar Sesars kominn fram á stjórnarsviðið hjá þeim, með keisaraímyndina alveg gullvolga í ego-smurðu farteskinu ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook
28.3.2025 | 01:14
Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
Það fer varla framhjá neinum að ofbeldisvæðing hins íslenska samfélags er orðin geigvænleg og versnar með hverju árinu. Og samt virðast margir alveg hissa á því hvernig ástandið er orðið. En hversvegna ? Er ekki ofbeldiskennsla í einhverjum mæli nánast á hverju kvöldi í sjónvarpinu ? Er ekki talsmáti fréttamanna í sambandi við stríð og manndráp úti í löndum orðinn grófari og tillitslausari en hann var ? Þarf einhver að vera undrandi yfir því ástandi sem hér hefur verið skapað ?
Margir telja að íslenskir unglingar, sérstaklega á höfuðborgar-svæðinu, séu margir hverjir í daglegu ofbeldisnámi hjá erlendum aðilum sem hér hafa sest að. Talað er um ýmsar mafíur í því sambandi, frá þessu og hinu landinu. Nei, það þarf enginn að vera hissa á því hvernig málum er komið í þessum efnum í landinu okkar. Við höfum ekki staðið neinn vörð gegn ómenningunni. Við höfum þvert á móti flutt hana inn í stórum stíl !
Í dómsmálum og frelsissviptingar málum, hefur alltaf verið talað mikið um að endurhæfa brotamenn. Þar hafa margir verið dæmdir til samfélagsþjónustu, til að opna augu þeirra fyrir gildi samfélagsins, og þörf okkar fyrir það að hlutirnir geti gengið fyrir sig með eðlilegum hætti, öllum til ávinnings. Og endurhæfðir einstaklingar hafa víða sýnt gildi sitt og öðlast nýja sýn og betri viðhorf til að varðveita og efla öryggi okkar allra. Slíkt ber að þakka, því aukin reynsla samfara auknum þroska dýpkar skilning okkar allflestra og gerir okkur að samfélagshæfari einstaklingum !
Unglingar og fólk á æskuskeiði gerir oft sitthvað heimskulegt, en lærir svo oftast að hegða sér á betri hátt með aldrinum. Margir hafa vafalítið gegnt ráðherra-störfum á Íslandi þó skjöldurinn hafi ekki alltaf verið 100% hreinn. Þegar manneskja er látin gjalda fyrir áratuga gamalt mál og verður að segja af sér ráðherradómi fyrir vikið, finnst mér seilst nokkuð langt í samfélagi þar sem flestir glíma við einhverjar brotalamir. Manneskjan hefur sjálf sagt : ,, Ég er ekki sama manneskjan og ég var fyrir 35 árum !
Ef viðkomandi manneskja er ekki boðleg sem ráðherra eftir þroskareynslu síðustu þrjátíu og fimm ára, eftir þá endurhæfingu sem sá tími hefur væntanlega veitt henni í lífinu til að verða ábyrgari og frambærilegri manneskja, hvaða dóm fellir þá sú hræsnis áfelling yfir íslenskt samfélag ? Er þá öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði og tilgangs-laus, fær þá enginn sem hugsanlega hefur brotið eitthvað af sér annað tækifæri ? Er íslenskt samfélag þá orðið þetta syndlausa samfélag þar sem allir hafa rétt til að grýta aðra vegna sinnar eigin ímynduðu fullkomnunar ?
Nei, við vitum að í samfélagi okkar eru nánast allir sekir um eitthvað. Hvað skyldu margir syndlausir ráðherrar hafa setið í ríkisstjórnum Íslands ? Hverskonar dómharka var það sem ruddist allt í einu fram á sviðið í umræddu máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur til að tryggja grýtingu hennar ? Og það í samfélagi sem virðist hafa skilið við flest góð gildi, en telur sig samt sýnilega fært um einhverskonar pólitískar aftökur þegar þeirra er krafist af þeim sem slíku vilja stjórna ?
Það er full ástæða til að lýsa yfir skömm á þeirri heimatilbúnu hræsni sem þarna var höfð í frammi. Sú reynsla sem trúlega hefur markað Ásthildi Lóu dýpst á lífs-leiðinni, er flestu öðru líklegri ástæða til að gera hana hæfari til þeirra hluta sem hún hefur sagt að hún brynni mest fyrir. Hún hefði því átt skilið að mæta meiri skilningi og fá að sýna betur hvað í henni býr. Það er ævagamalt mál og langreynt sannmæli, að sumir vita ekki hvað þeir gera, þegar öfugsnúin siðvitund ræður för, og það virðist því miður sannast enn og aftur !
25.3.2025 | 15:24
Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
Hver er frumskylda kjörins þjóðarleiðtoga ? Auðvitað að tryggja sem best velferð þjóðar sinnar í óstöðugum heimi. Hvernig sinna svo ráðandi leiðtogar þjóða þessari skyldu sinni ? Ekki sérlega vel, margir hverjir. Þó virðist Volodímír Selenski, sem kallaður er forseti Úkraínu, eiga metið í því að hafa þjónað erlendum öflum alfarið á kostnað eigin þjóðar með hörmulegum afleiðingum !
Þegar ásókn ESB og Nató jókst til austurs, þvert ofan í öll gefin loforð, ýtti það verulega undir spillinguna í Úkraínu sem var þó ærin fyrir. Oligarkar landsins höfðu auðgast gífurlega á kostnað þjóðarinnar og múturnar munu hafa streymt að sem aldrei fyrr. Landið var orðið eins og Balkanskagi 1914, púðurtunnan í Evrópu. Það virðist alltaf þurfa að vera einhver púðurtunna í Evrópu. Þrátt fyrir hátt menntunarstig og alla upplýsingu virðast Evrópumenn seint ætla að sýna þá skynsemi sem þeir ættu að hafa. Glóra heimsins er jafnvel fjarlægari þeim en fólki í öðrum álfum !
Rússum fór strax að hætta að lítast á ásælnina að vestan, sáu að stefnt var að því að gera Úkraínu að nýlendu ESB, ekki síst til að bæta úr auðlindaskorti og orkuleysi miðstjórnarveldisins í Brussel. Auk þess voru haukarnir í Nató að færa áhrifasvæði hins alræmda hernaðar-bandalags til austurs og það alveg að landamærum Rússlands. Það var eitthvað verulega illt að eiga sér stað og ganga í endurnýjun gamalla lífdaga !
Og eftir valdaránið í Kiyv 2014 var augljóst að hverju var stefnt. Fasista-klíka í anda Stepans Bandera var sett til valda þar að tilhlutan Vesturveldanna og hafist handa um að efla úkraínska herinn sem mest í þeim hernaðaranda sem réði í Berlín árið 1941. Reynt var að villa um fyrir Rússum á allan hátt og ýmsir samningar gerðir við þá, en allt var það á sviksamlegum forsendum, eins og bæði Angela Merkel og Francois Hollande hafa viðurkennt, líklega í iðrandi eftirþönkum sínum. Framvinda mála var vægast sagt að verða geigvænleg fyrir friðinn í álfunni !
Kiyvstjórnin byrjaði að ofsækja íbúa austurhéraða landsins sem flestir eru Rússar, eins og verið hefur um aldir. Það var gert til að ýta Rússum af stað út í stríð. Að því kom að þar ríkti borgarastyrjöld, því íbúar þessara héraða hófust handa sér til varnar, eins og þeir voru í fullum rétti með að gera gagnvart níðingslegum stjórnvöldum !
Þannig liðu um það bil 8 ár í einskonar styrjaldar-þrátefli, en ekkert var gert til að leita að lausnum á neinn hátt. Að lokum sáu Rússar sér ekki annað fært en að koma þjóðsystkinum sínum í þessum héruðum til hjálpar. Þeir fóru af stað inn í Úkraínu. Síðan hefur enn meira stríð verið í gangi og mannfall margfaldast og margir aðilar í vestanverðri álfunni staðið í því að halda ófriðareldinum við !
Fyrrnefndur Selenski hefur í öllu virtst koma fram sem dansandi strengjabrúða Vesturveldanna og borgað blóðskatt sinnar eigin þjóðar í þeirra þágu ótæpilega. Fullyrt er þó, út frá mörgum heimildum, að hans eigin efnahagur hafi ekki skaðast í öllum þessum hamförum. Rússar hafa fyrir allnokkru lýst því yfir að þeir séu til í allt, ef svo fer að ekki verði gefið eftir með þá ásælni sem kom þessum vandræðum af stað, og fátt bendir til annars en þeir meini það fullkomlega. En hjartalausa klíkan í Brussel virðist ekki gera sér nokkra grein fyrir því hvað allsherjar styrjöld við Rússland þýðir í raun ?
Hatur milli þjóða er aldrei gott, en hatur og hræðsla margra Vestur-Evrópuþjóða gagnvart Rússum er sjúklegt fyrirbæri. Í því tilfelli virðist engin hugsun beinast að lausnum, ekkert friðarferli vera í gangi og engin heilbrigð hugsun vera til staðar. Og nú eru Pólverjar farnir að heimta kjarnorkuvopn, það er að segja gjör-eyðingarvopn sér til varnar, að sögn. Er geðveikin að breiðast svona út og hvaða vörn er í kjarnorkuvopnum og það gegn kjarnorkuveldi ?
Allt sem menn þóttust hafa byggt upp eftir síðustu heimsstyrjöld, til varnar nýjum Ragnarökum, virðist vera fúnað niður í feigðartætlur. Sameinuðu þjóðirnar hafa glatað virðingu allra og koma engu til leiðar lengur. Nató hefur sýnt sína réttu ásjónu og fæstu friðelskandi fólki hugnast hún. Fyrri heimsveldisstaða Bandaríkjanna er orðin að víkjandi staðreynd og það gerir Bandaríkin einfaldlega að hættulegasta og ófyrirleitnasta ríki heimsins. Ráðast þau kannski næst á Íran ?
Enginn veit hvað verður eða getur orðið, hvenær sem er. Öryggið er að verða hverfandi á heimsvísu. Hin knýjandi spurning er, getur eitthvað orðið villuráfandi heimi til bjargar ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.3.2025 kl. 22:54 | Slóð | Facebook
19.3.2025 | 00:04
Jafndægur að vori !
Þó að veturinn hafi svo sem ekki verið neitt ógnvænlegur sem slíkur til þessa, og sé reyndar ekki enn að baki, er alltaf ánægjulegt þegar jafndægur að vori heilsa. Þá hefst náttúrulegur valdaferill ljóss og birtu og eykur afl sitt með hverjum degi !
Og Íslendingar eru auðvitað þjóð sem þráir ljósöflin, svo þau laugi landið okkar þeirri blessun sem flæðir yfir það með vorkomunni sem framundan er og nær vonandi að styrkja okkur öll og endurnæra !
Það ættu því allir að geta farið að brosa og léttast í lyndi, jafnvel Áslaugar-helmingurinn af íhaldinu. Og auðvitað líka 19 atkvæða meirihlutinn sem telur sig hafa sameinað hálfsundrað hagsmuna-bandalagið með þessari kosningu, sem klauf það þó að endilöngu í nánast tvo jafna hluta !
Þar sást, að það getur kannski fundist eitthvað hjá íhaldinu sem er jafnt, þó glaðbeittir þingmenn þar hafi lýst því yfir að á þeirra bæ sé ekki stefnt að jöfnuði og þó stétt eigi að sögn að fylgja stétt, á það ekki að byggjast á jöfnuði !
En líklega kemur slík yfirlýsing fáum á óvart því jöfnuður hjá íhaldinu hlýtur skiljanlega alltaf að vera í skötulíki enda er grundvöllur þess á öllum sviðum byggður á ójöfnuði og þar af leiðandi vafalaust skorti á réttlæti !
En nú hefur nýkjörinn nítján atkvæða meirihluta formaður, samt orðið sér úti um diplómu í hagnýtri jafnréttisfræði, svo fróðlegt verður að sjá jafnréttistök hins nýja formanns þegar stjórnviskunnar þar fer að gæta í komandi tíð !
Og þrátt fyrir allar viðvarandi meinsemdir í mannheimi, eru að koma vorjafndægur. Íhaldið blæs þau ekki af og vill kannski bara hafa þau, jafnvel þó þau kunni að koma jafnt yfir alla. Báðir kvennavalds-helmingar íhaldsins eru vonandi svo mannlegir, að þeir vilji njóta sólar og sumars ekki síður en hinir skárri hlutar þjóðarinnar, sem standa auðvitað þar fyrir utan !
Íhaldsmenn, sem vilja yfirleitt láta kalla sig sjálfstæðismenn, fara varla mikið til sólarlanda því þeir þurfa vafalaust að líta svo mikið eftir hinu vandmeðfarna sjálfstæði okkar og passa upp á það, svo það glatist ekki, eins og það er og heitir á þeirra máli !
En sjálfstæði á máli íhaldsins er allt annað sjálfstæði en það sem hefur almenna, jákvæða merkingu í hugum fólks. Það er sjálfstæði útvalinna aðila auðs og valda, til arðráns og yfirgangs gagnvart venjulegu fólki og allri almannaheill !
Reyndar fyndist manni að hagsmuna-bandalag þeirra hjá íhaldinu, sem vill endilega skilgreina sig sem flokk, ætti að taka sér nafnið Sameinaði flokkurinn eftir hinn stórkostlega einingar-landsfund, þar sem allir voru svo dásamlega samhuga í því að efla bræðralagsandann og stækka flokkinn !
Það hefði kannski átt vel við að útbýta Kjörís til allra landsfundar-fulltrúa eftir þessa makalausu kærleiksmessu, svona til að fullkomna hina einu og sönnu sameiningu allra þrýstihópanna sem þar otuðu sínum tota !
En hvernig sem það allt saman er og hversu öfugsnúin sem mál geta orðið, er samt vonandi, að allir bornir og barnfæddir Íslendingar, hvar í flokki sem þeir standa, geti fagnað vorjafndægrum 2025 af heilum huga. Einnig þeir sem eru líklega á sinni árvissu ferð á suðrænar sólarstrendur þessa dagana !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook
Það brestur í mörgu þessa dagana sem var talið nokkuð heilt fyrir skömmu. Enginn veit hvað verður, en íslensk stjórnvöld virðast samt býsna lengi hafa verið með allt niðrum sig í alþjóðamálum !
Virðing okkar sem sjálfstæðrar þjóðar hefur beðið mikinn hnekki í augum þjóða-samfélagsins og sú staða sem við höfðum í því samhengi var önnur og líklega heldur skárri fyrir um það bil hálfri öld, þó lengi hafi syrt nokkuð mikið í sjálfstæðisálinn hjá okkur !
Það er nefnilega hægt því miður að standa þannig að málum, og með svo skammarlegum skriðdýrshætti í erlendri þjónustu, að sæmilega sjálfstæð og þjóðleg staða geti skaddast svo mikið fyrir vikið, að hún verði varla endurheimt með sómasamlegum hætti !
Það er því óvíst að sum sendiráð verði opnuð svo glatt aftur og viðskiptatap af þeim völdum á komandi árum verður fyrst og fremst tap okkar Íslendinga og okkar þjóðarbús. Fróðlegt verður að sjá hvernig kemur til með að verða unnið úr málum á næstu árum, til að bæta þann skaða sem unninn hefur verið á þjóðarhagsmunum litla Íslands í viðskiptalegu tilliti. Það er nefnilega pólitísk flokksheimska og þjóðarógæfa að skapa sér óvini þar sem engir óvinir voru fyrir !
Undirlægjuvilji íslenskra stjórnvalda virðist svo takmarkalaus gagnvart útlendum valdboðum að þess eru líklega fá dæmi. Maður minnist þess varla, að Ísland hafi átt neinn utanríkisráðherra til fleiri ára. Þeir hafa allir virtst vera að starfa fyrir útlenda sértrúarsöfnuði, svo sem Nató, ESB eða önnur ráðsmennsku-batterí, sem helst vilja gína yfir hvers manns koppi !
Slíkar valdaeiningar, fullar af erlendum yfirgangi, hafa lengi svikið sig inn á íslensk stjórnvöld og pólitísk öfl hérlendis og virðast hafa fengið allt íslenska stjórnkerfið til fylgilags við sig með óhreinum hætti út yfir gröf og dauða. Það sést heldur ekki lengur neinn vottur af þjóðlegri reisn í landinu, aðeins hundsleg undirgefni og takmarkalaus sleikjuháttur við erlenda yfirboðara !
Sjálfstæð afstaða lands og þjóðar hefur þannig verið máð út í flestum tilfellum, allt frá 1945, enda voru næstu árin þar á eftir beinlínis notuð með fullri hörku yfirgangs og áróðurs til að þvo íslenskan anda úr þjóðinni og gera hana að hlýðinni og sinnulausri undirlægjuhjörð. Það vita allir hverjir þjónuðu þar frá upphafi af mestri auðmýkt og gera enn og hafa líklega alltaf fengið sín hagsmunatengdu laun fyrir !
Framtíð Íslands er því miður ekki sérlega björt. Margar hættur geta steðjað að okkur Íslendingum í ótryggum heimi, einkum þar sem íslensk stjórnvöld virðast nú helst vilja höggva mann og annan og það án þess að hafa nokkra getu til þess. Litluputtalöndin Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Eistland og jafnvel fleiri slík, eru komin í algeran stríðsham og ætla sér víst að skipta Rússlandi upp í sirka 50 ríki sem hvert fyrir sig á að vera sæmilega viðráðanlegt fyrir nýju nýlendupólitíkina sem á víst að ná að Beringssundi ef ekki lengra !
Hvernig á að fara að þeirri sigursókn er hinsvegar enn óljóst mál. En íslenskar valdavalkyrjur eins og Rúna blöff og Togga töff, Mette hin danska, Kaja Kallas og Ursula von der Leyen telja sig líklega luma á einhverjum stórsnjöllum leyni-ráðum, sem hljóta þá að sópa öllu kjarnorku-vopnabúri Rússa úr vegi fyrir nýlendu-sókninni miklu og eins öllum hinum hefðbundna vopnabúnaði þeirra. Norrænt kvennavald er sko ekki neitt til að spauga með, skyldu menn ætla !
En því miður ! Veruleiki er eitt og draumórar annað. Þó forustulið þessara þjóða hati Rússa eins og hatað verður, og fái vafalaust sinn daglega heilaþvott varðandi það hatur á fundum hjá Nató og ESB, dugir það ekki til. Og þó kvenlægur blóðþorsti valdamanna kunni hugsanlega að vera meiri en sá karllægi, breytir það engu. Rússar munu halda velli og þeir verða ekki sigraðir nema þá í gjör-eyðingarstríði þar sem allir munu tapa og deyja. Skyldi það vera takmark vestur-evrópskra valdamanna, enn sem forðum, - kannski einhverskonar útfærsla á Final Solution gagnvart Rússum ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook
13.3.2025 | 00:07
Blóðsköttuð og friðarlaus framtíð !
Ef Vestur-Evrópa heldur áfram að moka fé í umboðslaus stjórnvöld í Úkraínu til stríðsrekstrar, sýna ríki þar að virðing þeirra fyrir lýðræði og réttkjörnum þjóðarfulltrúum er ekkert nema fals. Og þegar tekið er mið af því að það eru einmitt þessi ríki sem viðhalda stríðinu í Úkraínu með fjáraustri sínum, þá er ekkert réttlæti í því að úkraínska þjóðin greiði ein þann blóðskatt sem styrjöldin þar heimtar !
Það eru miklu frekar Bretar, Frakkar og Þjóðverjar sem eiga að greiða þann skatt, og svo kannski ýmis smáríki sem virðast orðin stríðsóð, svo sem Finnland, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Belgía og Holland og nokkur fleiri slík. Þessi ríki hafa haldið þessu stríði úti með tilstyrk árásar-bandalagsins Nató og glórulausra fyrr-verandi stjórnvalda í Bandaríkjunum. Þessi ríki ættu því að kynnast þeirri ábyrgð stríðsrekstrar sem þau virðast hafa tekið á sig og héðan af ætti sú ábyrgð að vera alveg milliliðalaus !
Það liggur fyrir að þessi ríki eru herþjónustuskyld Natóríki og þykjast þar með alltaf vera að berjast fyrir frelsi og friði þó hvorugu sé til að dreifa. Hernaðarbandalög eru sannarlega ekki friðflytjendur. Slíkar andstyggðir lifa og nærast á stríðsástandi. Skuldadagar þessara ríkja ættu því að koma yfir þau og engin ástæða er til að harma slíkt. Þau eiga nefnilega ekki að komast upp með það, að knýja aðrar þjóðir út í stríð og blóðsúthellingar !
Þessi Vestur-Evrópuríki, gömlu nýlendu-níðingaríkin, eru með blóðugustu ríkjum jarðar sögulega séð og ferill þeirra, einkum í Afríku og Asíu, er svívirðilegri en orð fá lýst. Tilraun þeirra til að gera Úkraínu að nýrri arðránsnýlendu á vegum ESB og annarra vestrænna auðvaldsafla er og hlýtur að vera dæmd til að mistakast. Nýlendusókn þeirra í austur byggir á sama ágangsgrunni og Hitlersherjanna 1941 og mun stranda á sama viðnámsafli !
Umrædd baktjaldaríki skugga-aflanna og óhreinleikans, ættu beint á eigin vegum að stunda sín stríð, ef út í það fer, og þau ættu sjálf að greiða sinn blóðskatt með blóði eigin þegna. Það er í raun það eina réttlæti sem hæfir slíkum stríðs-æsingaöflum, hvar sem þau heimta manndráp og skattgjöld í blóði á þessari heillum horfnu jörð !
Græðgisfull stefna þessara arðránsríkja hefur um ótalda áratugi verið mörkuð tilræðum við heimsfriðinn með ýmsum hætti. Þeim á ekki að líðast slík breytni gagnvart umheiminum. Þar þurfa ný og mannvænlegri viðhorf að koma til. Sem betur fer virðast nú vera komnir verulegir brestir í samstöðu yfirgangsins, og það jafnvel úr þeirri átt sem fæstir áttu þeirra von !
Það er samt alveg með ólíkindum, að Bandaríkin skuli nú loks vera farin að sjá þar maðkinn í mysunni og hvernig þau hafa verið fjárhagslega misnotuð og arðrænd um langt skeið af innri pólitík Vestur-Evrópu, af bæði Nató og ESB. Er þá meira en mikið sagt, eftir það sem á undan er gengið !
Megi hin nýja greining bandarískra stjórnvalda á stöðu heimsmálanna, verða þeim og veröld allri að vegferð til lausna, svo framhald stríðsæsinga Nató og ESB leiði ekki til allsherjar kjarnorku-styrjaldar og endaloka mannkynsins !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook
10.3.2025 | 00:10
Er frönsk siðmenning að verða liðin tíð ?
Sú var tíðin að franska þjóðin þótti afskaplega siðmenntuð. Franska var töluð lengi vel við konungshirðir Evrópu allt austur í Rússland, og flest þótti gott sem franskt var og margt apað eftir því sem þar þótti viðeigandi. En ekki var þar nú allt heilbrigt sem undir bjó og í raun var siðspilling ákaflega mikil og ekki síst hjá aðlinum, hástéttarhyski þess tíma !
Og í rauninni var það svo, að þar tók jafnan við hver spillingardýfan af annarri og svo virðist enn vera. Það er reyndar svo komið, að siðmenningarstaða Frakklands virðist vera orðið talsvert mikið vafamál í margra augum svo ekki sé meira sagt, og kemur þar sitthvað til. Frakkar eru líklega eina þjóð Evrópu sem hefur afkristnast þó ekki hafi það verið til langs tíma, en tæpast hefur það tiltæki leitt af sér neina blessun yfir franskt þjóðlíf !
Varla er hið yfirgengilega og ógeðslega glæpa og nauðgunarmál Dominique Pelicot gengið yfir, þegar annað ekki síður svívirðilegt óþverramál skekur franskan siðmenningargrundvöll, en það er mál læknisins Joel Le Scouarecs. Þar virðist sem ótrúlega yfirgripsmikill glæpaferill sé að koma í ljós, sem á sér langa forsögu. Er líka svo að sjá, sem margir hafi vitað af glæpaferlinum og gert sitt til að hylma yfir hann. Kerfisleg spilling virðist hafa lagt þar sitt til í svívirðuna. Og þarna er ekki hvað síst um börn að ræða sem fórnarlömb og allt niður í hvítvoðunga !
Maður á bágt með að trúa því að svona mannskepnur sem þarna um ræðir, geti verið til hjá siðuðum menningarþjóðum, og þar að auki jafnvel verið starfandi sem læknar, en viðkomandi brotamaður hefur lengi verið þekktur skurðlæknir. Josef Mengele hefur oftast verið talinn einn mesti óþverri sem til hefur verið sem læknir, en þarna er líklega afhjúpaður læknir sem virðist síst skárri. Fyrir nokkrum árum komst upp um austurrískan mann sem lék dóttur sína þannig, með áralangri fangelsun og kynferðislegri kúgun, að milljónum manna um heim allan ofbauð gjörsamlega !
Það er ekki hægt að greina mikla siðmenningu í kringum svona botnlausan viðbjóð, og samt eiga í hlut menn af viðurkenndum menningarþjóðum, sem hrækja með glæpum sínum á allt sem þjóðlíf þeirra ætti að standa fyrir. Hvað veldur svo algjöru mennskufalli ? Erum við farin að ganga stórlega aftur á bak í mannfélagslegri þróun og er einhver takmarkalaus villimennska og skepnu-skapur að taka við ?
Nú hafa tveir franskir menn orðið uppvísir að fáheyrðum glæpum og gengið fram af mannkyninu með yfirgengilegri ómennsku sinni og níðingshætti. Að svona hlutir skuli geta átt sér stað árum saman og fórnarlömbin skuli geta verið í hundraða-tali þegar afhjúpun glæpanna á sér loks stað, er með öllu óskiljanlegt. Mörgum verður illt af tilhugsuninni einni um að svona skrímsli séu til. Hvað skyldi koma næst ? Allt er þegar þrennt er, kvað stundum eiga sér stað !
Mun kannski þriðja ómennskumálið í Frakklandi verða dregið fram í dagsljósið, til að auka enn frekar á efasemdir þær sem virðast víða hafa vaknað meðal manna um ætlað siðmenningarstig frönsku þjóðarinnar, á þessum síðustu og verstu tímum ? Það myndi margur telja að litli stórkarlinn í Frakklandi ætti að huga að einhverju öðru en stríðsbrölti erlendis, þegar hans eigin þjóð virðist vera að glata grundvelli sínum og stöðu sem siðmenntuð þjóð !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook
7.3.2025 | 20:58
Vinstri aðall má ekki verða til í villusporum íhaldsgræðginnar !
Í umræðu liðinna daga hefur borið nokkuð á því að hægrisinnuð öfl hafi verið að reyna að koma höggi á fólk sem hefur komist í auknar valdastöður í samfélaginu og þar af leiðandi hækkað í tekjum og í sumum tilfellum verulega. Sum dæmin virðast því miður þannig, að þau beri vitni um vinstri græðgi, en eins og allflestir eiga að vita er græðgin yfirleitt alin og leidd á legg í gegnum hægrisinnaða sérgæsku og svo hefur alltaf verið !
Gömlu aðalsklíkurnar voru alla tíð andstæðan við almenn lífskjör fólks, og það hyski sem forréttinda og sérgæsku-söfnuðum tilheyrði flaut alltaf ofan á og naut þar fríðinda á kostnað samfélags-heildarinnar. Oftast í skjóli konungsvalds og yfirstéttar hagsmuna. Í þeirri ómennsku felst arfleifð íhaldsins !
Sú saga er svo ljót og viðbjóðsleg, að það er endalaust hægt að undrast, að fólk sem telur sig tilheyra svokölluðum menntuðum upplýsingartíma, skuli geta tekið sér lífsstöðu með þeim ógeðslegu viðhorfum sem þar hafa alltaf ráðið. En mannseðlið er eigingjarnt og spillt og sérgæðingsandinn kemur býsna snemma fram í einstaklingum og markar þá sinni ómannlegu meinsemd. Í íslensku samfélagi er sá andi því miður langt frá því að vera í einhverri útrýmingarhættu, enda sýnir græðgin í samfélaginu það ljóslega að við erum langt frá því að vera á góðri leið !
En kerfisleg græðgisskil í íslenskri þjóðfélagsbyggingu hafa fyrst og fremst, og svo til eingöngu, verið útfærð og uppsett af hægrisinnuðu embættis-mannavaldi íhalds og einræðis, meðan það sat yfir hvers manns kjörum. Svo þegar einhver manneskja hlýtur embætti í kerfinu, í krafti almannavalds, sem áður stóð þeim einum til boða sem voru í hinum réttlínumálaða, helbláa hagsmunabandalags lit, fer sjáanlega hrollur um stormsveitir hins gamla stýringarkerfis íhalds og yfirstéttarhroka !
Þá þykir sérgæskumafíunni greinilega allt að því óbærilegt, að þau sérúthönnuðu vildarkjör sem voru frá öndverðu ætluð hennar útvöldu liðsmönnum, standi öðrum til boða og verst að sjálfsögðu þegar um andskota hennar er að ræða. Þannig er nú sagan á bak við það, þegar ætlað gull sérgæskusinna hafnar í einhverjum mæli hjá óverðugum og þarf ekki fleiri orð um það að hafa, svo augljós sem forsagan er í þeim efnum !
Hitt er svo annað mál, að ásköpuð græðgiskjör frá einkavaldstíma íhaldsins ættu ekki að fá að vera í því hrópandi ósamræmi við almenn kjör sem þau eru. Þar þyrftu breytingar að koma til og þær breytingar þurfa að skila sér í gegnum vinstra vald. Það er eina leiðin til að ná fram fullu og eðlilegu samræmi í slíkum málum, svo að réttlæti og heilbrigð samsvörun jafnaðar verði til staðar !
Vinstrisinnað forustulið má ekki telja það sjálfsagt að það detti bara inn í hálaunakjör sem íhaldið skapaði fyrir sína alikálfa og þannig eigi það bara að vera. Þar verður sanngjörn niðurstaða að gilda og falla saman við eðlilega réttlætiskennd í fólksins þágu. Gamli Sósíalista-flokkurinn tók fast á slíkum málum og gætti sín alltaf á því stefnulega að ekki gerðist neitt til að byggja upp nýjan aðal og farið væri þannig í ólýðræðisleg drulluspor fyrri ráðamanna !
Uppskrúfað ríkiskerfi, sem sett var á stofn af íhaldsburgeisum frá fyrri tíð á alræðistímum þeirra, er ekki eitthvað sem vinstrisinnað félagshyggjufólk á að kok-gleypa sem eðlileg lífskjör þegar það kemst til valda. Sú arfleifð er eitruð og óheilbrigð. Hún er spillt og sérgæskufull, hún er sú sjálfstæðisstefna sem sögð er svo íslensk og sönn samkvæmt áróðri sér-gæskuaflanna, en er í raun óþjóðleg, ólýðræðisleg og umfram allt yfirmáta eltibandarísk í ómannlegri græðgi sinni og yfirgangshneigð !
Að ánetjast valdi peningapúkans, hins djöfullega Mammons, og hinum sálar-drepandi viðhorfum græðginnar og ofurselja samfélag okkar allt þeim viðbjóði, er í raun sjálft íhaldið í hnotskurn !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook
5.3.2025 | 00:01
Lækkandi lífskjör og farsældarfall !
Líklegt er að lífskjör fólks um alla Vestur-Evrópu muni rýrna talsvert í ýmsum efnum á næstu árum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin. Það er fyrirsjáanlegt að stefna á að auknum vígbúnaði og það mun sannarlega kosta sitt. Ef framlög ríkja heimshlutans til hernaðarþarfa hækka almennt úr 2% í 5% til að byrja með, erum við að tala um verulega fjármuni !
Slík kostnaðaraukning stríðsvæðingar mun að sjálfsögðu koma niður á samfélagslegri velferð með ýmsum hætti. Það eiga þannig öll ríki Vestur-Evrópu að stefna að því að verða grá fyrir járnum, samkvæmt yfirlýsingum herskárra leiðtoga, sem flestir hafa raunar sýnt sig afar slaka sem slíka. Og lafhægt er fyrir lufsur af slíku tagi að afsaka alla óstjórn og allan skort á góðum lífskjörum, með því að það þurfi miklu meiri framlög til varnarmála en áður og þjóðirnar verði að sætta sig við skert velmegunarskilyrði, þar sem þær þurfi að geta varið sig. Sú afsökun mun óspart verða notuð til að verja fjármagni til annars en almenningsþarfa !
Og svo fer framlagið náttúrulega úr 5% í 7% og áfram, því hvenær geta menn verið öruggir ? Og lengi verður þannig hægt að halda þjóðum í ótta og ugg við að þær þurfi stöðugt meira og meira sér til varnar. Þannig myndast vítahringur for-heimskunnar, svo engin dómgreind kemst lengur að. Og vígbúnaðarkapphlaup endar yfirleitt með styrjöld, staðbundinni eða ótakmarkaðri !
Vopnabúr Vestur-Evrópu eru nú hálftóm eða meira, eftir allar vopnasendingarnar til Úkraínu og hvað skyldi nú hafa orðið af öllum þeim vopnum sem fóru þangað og hvaða gagn gerðu þau þar, annað en að viðhalda blóðugu stríði samkvæmt kröfu Vestur-veldanna, ESB og Nató ? Það eru sumir mjög fyrir það, að græða með því að láta öðrum blæða, og fasistastjórnin í Kiyv hefur sannarlega látið Úkraínu-mönnum blæða samkvæmt fyrirmælum vestan að. En Rússar eru ósigraðir enn og verða það líklega áfram, enda vita þeir að þeir þurfa stöðugt að vera á verði gegn þeim sem svífast einskis og svíkja alla gerða samninga !
Litlu ríkin í Vestur-Evrópu, sem hafa eðlilega mjög lítið vægi í hinu stóra hernaðarlega samhengi, eru að vanda herskáust og hvetja mest til ögrandi aðgerða. Jafnvel Danmörk er farin að hegða sér eins og þegar Kristján IV stökk fram í 30 ára stríðinu í fullum herklæðum forðum daga. En ekki hafði kóngurinn sá nú mikið annað en skömm upp úr því flandri og hefði betur setið heima í makindum eins og Dönum er tamast !
Og athyglisvert er að Rússar komu hvergi nærri 30 ára stríðinu og samt varð stríð, mitt í hinni friðsælu Vestur-Evrópu sem var náttúrulega aldrei friðsæl ! Þá gátu Vestur-Evrópuríkin sem sagt staðið í stríði árum saman og það án þess að hægt væri að kenna Rússum um það ? Já, það vantaði ekkert upp á það. Þá var þessi hluti Evrópu nánast einn vígvöllur í áratugi. Svo tóku við stríð Lúðvíks XIV í aðra áratugi !
Sagan kennir okkur að það var sjaldnast neitt í gangi í þessum stórlega ofmetna heimshluta annað en stríð. Það þurfti ekki Rússa til og reyndar er það hræðslan við Rússa sem heldur þessu ósamstæða liði Vestur-Evrópu þjóðanna saman og lítið annað. Annars væru þjóðir þar, samkvæmt fyrri venju, áreiðanlega að troða illsakir hver við aðra. Það má því segja að tilvist Rússa hafi þannig fyrst og fremst tryggt innbyrðis frið í Vestur-Evrópu lengi vel. Svo til einhvers gagns virðast þeir þá vera, grey skammirnar !
Vestrænar fréttastofur eru iðnar við að tala um allsherjar innrás Rússa í Úkraínu. Sú túlkun er beinsleikt upp úr gefinni línu ,, a full scale invasion, og eiginlega látið í það skína að allur rússneski heraflinn sé þannig að berjast í Úkraínu. En það er langur vegur frá því. Rússar hafa ekki beitt sér þar af neinni fyllstu hörku. Það er enginn Stalingrad stormur þar í gangi. Þeir mala þetta hægt og bítandi og meta stöðuna frá degi til dags. Þeim liggur ekkert á, því tíminn hefur unnið með þeim og þeir vita það vafalaust !
Stóraukin herþjónustuskylda í ríkjum Vestur-Evrópu mun líka koma til með að draga niður velferðarstöðu, þegar tug-þúsundir manna eiga að standa tilbúnir dags daglega til að mæta ,,hugsanlegri árás. Slíkt getur nú farið taugalega með stöðugri liðssveitir en þar er völ á. Nútíma stríð er ekkert nema hryllingur og minnsta mál að murka líftóruna úr milljónum manna á augnabliki. Og það er eins og sumir vilji fá þau Ragnarök fram !
Að hverju er eiginlega stefnt með herskárri heimtingu um meiri og meiri víg-búnað, þar sem mesta gargið kemur frá smáþjóðum sem hafa í raun ekkert að segja og ættu að eiga allt sitt undir friði, en virðast þó æsa mest til ófarnaðarstefnu á komandi árum ? Aðeins Færeyingar virðast halda þar sinni dómgreind, enda eru þeir í hvívetna virðingarverð þjóð og sannarlega okkar bestu vinir, þó við eigum tæpast þá vináttu skilið eins og við alla jafna högum okkur, bæði við þá og aðra !
Ísland er nefnilega hreint ekki barnanna best í herskáu smáþjóðaklíkunni. Hér hefur tíðkast í áratugi, að þeir sem vilja kenna sig mest við sjálfstæði hafa alltaf setið á svikráðum við það sama sjálfstæði. Og ekki síst vegna þess, eru forustusauðir okkar, nánast undan-tekningarlaust, eins og stöðugt fleiri eru farnir að átta sig á, meðal verstu fíflanna í ófriðarkór glóru-leysingjanna !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook
Nýjustu færslur
- Hryðjuverk mega aðeins réttir aðilar fremja !
- Er öll endurhæfing og þroskareynsla einskisvirði ?
- Þjóðir Evrópu virðast stefna að eigin tortímingu !
- Jafndægur að vori !
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
- Blóðsköttuð og friðarlaus framtíð !
- Er frönsk siðmenning að verða liðin tíð ?
- Vinstri aðall má ekki verða til í villusporum íhaldsgræðginnar !
- Lækkandi lífskjör og farsældarfall !
- Postuli sérhagsmunanna !
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 254
- Sl. sólarhring: 271
- Sl. viku: 1128
- Frá upphafi: 375610
Annað
- Innlit í dag: 220
- Innlit sl. viku: 943
- Gestir í dag: 212
- IP-tölur í dag: 212
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)