Leita í fréttum mbl.is

Nokkur orđ um tvennskonar líf !

 

 

Ţar sem fjöldinn fer um, er margt ađ sjá. Ađ setjast á bekk í borgargarđi á góđviđrisdegi og horfa á iđandi mannlífiđ allt í kring, er mörgum tamt. Kannski er meira um ađ eldri borgarar geri slíkt - en ţó, unga fólkiđ er ţar líka međ. Hver getur veriđ ónćmur fyrir slíkum margbreytileika lífsins !

 

Hvađ skyldi annars sitjandi fólk á bekkjum vera ađ hugsa viđ slíkar ađstćđur ? Má ekki hugsa sér ađ gleđin yfir lífinu sé ţví ofarlega í huga ? Ţví vissulega er lífiđ merkilegt fyrirbćri og ćtti ađ vekja hvern mann til áhuga og umhugsunar, ekki síst um höfund ţess – Hinn Lifandi Guđ !

 

Eftir svo og svo mörg ár deyjum viđ eins og viđ vitum öll. Sumir deyja ţá alfariđ frá lífinu, en ađrir deyja til endurfćđingar inn í hiđ raunverulega líf !

 

Og fyrst ţetta jarđneska líf getur sannarlega veriđ svo yndislegt í gegnum ţćr góđu stundir sem gefast, hvađ skyldum viđ ţá skilgreina öllu gildismeira en ţađ – auđvitađ hiđ fullkomna og raunverulega líf ?

 

Hiđ raunverulega líf er nefnilega líf án dauđa. Ţađ er eilíft líf ! Ţannig hefur Skaparinn hugsađ sér framtíđ barna sinna, ţeirra sem vilja fylgja honum og leiđ ljóssins og ţrá hiđ eilífa líf í skjóli hans. Ţađ getur ađ sjálfsögđu enginn gefiđ manninum eilíft líf nema Guđ einn !

 

Menn snúast mikiđ í kringum svokallađa ljósleiđara í ţessu lífi, en ţar er kannski veriđ ađ bjóđa upp á sitthvađ sem er ekki sérlega uppbyggilegt fyrir mannssálina. Líklega er ţar frekar tilbođ um myrkur en ljós. Guđ er auđvitađ hinn eini sanni Ljósleiđari sem fćrir manninum ţá hvíld og ţann friđ sem hann ţarfnast !

 

En mannlífsröstin liđast frá ári til árs út og suđur og menn eiga ţađ til ađ missa tímann algerlega frá sér í ćstum hita sérgćskunnar. Ţeir vilja efnast, grćđa, njóta svonefndra gćđa lífsins eins og ţeir kalla ţađ, já, eins og frekast er kostur !

 

Allt er ţađ efnislegt mat og andinn rćđur ţar auđvitađ engu. Til ţessara efnislegu gćđa ţarf peninga, mikiđ af peningum. Og í látunum viđ ađ eignast peninga, gleyma menn gjarnan eigin sálarheill !

 

Ţađ er ekki fyrr en á banabeđi, viđ dauđans dyr, ađ sumir ţeirra átta sig á ţví ađ náđartími ţeirra er liđinn, ađ dauđinn einn og algjör er ţađ eina sem bíđur ţeirra. Ţeir hafa sjálfir valiđ ađ ganga glötunarleiđ og lokađ leiđ sinni til hins varanlega lífs !

 

Og nú eru ţeir eins og ríki mađurinn í helju. Grćđgi augnabliksins er ađ baki í hugum ţeirra, auđgunarhvötin, svo illilega afvegaleiđandi, stjórnar ţar ekki lengur, óttinn viđ dauđann og syndagjöldin er ţess í stađ orđinn ţar allsráđandi. En ţađ er samt engu hćgt ađ breyta úr ţví sem komiđ er, engin von lengur. Tćkifćriđ til ađ höndla hiđ eilífa líf er horfiđ !

 

Allt á nefnilega sinn endatíma, sína lokastund. Meira ađ segja ţađ sem sumir halda víst í sérgćsku sinni ađ sé óendanlegt fyrirbćri og bjóđi endalaust upp á annađ tćkifćri hvernig sem menn hegđa sér – Náđ Guđs !


Bloggfćrslur 13. september 2020

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 10
  • Sl. sólarhring: 235
  • Sl. viku: 771
  • Frá upphafi: 388845

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 656
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband