Leita í fréttum mbl.is

Innihaldslausir fulltrúar fjórđa valdsins ?

 

 

Ţeir eru orđnir nokkuđ margir, fulltrúar fjórđa valdsins, sem hafa notfćrt sér ţá kynningu sem ţeir hafa fengiđ sem fjölmiđlamenn og gerst pólitískir framagosar. Ekki verđur ţó séđ á nokkurn hátt af ferli ţeirra ađ ţeir hafi reynst öđrum betri eđa fćrari sem stjórnmálamenn. Enda ekki viđ ţví ađ búast !

 

Viđ getum nefnt marga sem hafa valiđ sér ţá leiđ til frama, ađ vinna sér fyrst nafn sem fulltrúar fjórđa valdsins, en hafa svo viđ fyrsta tćkifćri hlaupiđ yfir í pólitískar herbúđir og viljađ verđa ţingmenn, ráđherrar, sendiherrar og yfirleitt hvađ sem titlatog ţessa heims býđur upp á !

 

En hvađ hefur ţá fjórđa valdiđ veriđ í augum slíkra manna ? Kannski bara tilvalinn stökkpallur yfir á hiđ bitlingaríka, pólitíska markađssviđ verđlagningar allra hluta ? Var ţá bara grćđgi og framagirnd viđkomandi manna drifkraftur alls í ţeirra framgöngu, engar hugsjónir til stađar ?

 

Var sem sagt aldrei nein alvara á bak viđ yfirlýsta baráttu ţeirra sem talsmanna fjórđa valdsins ? Voru ţeir bara falskar raddir í flćrđarhjúp ?

 

Ţađ er ţekkt í Sögunni ađ einstakar manneskjur hafa náđ ađ rísa hátt í dyggđum sínum, en öllu fleiri eru samt dćmin um ţađ hvađ margir geta lagst lágt. Enginn botn virđist geta veriđ til stađar hvađ ţađ snertir !

 

Ađ vera tvöfaldir í rođinu, og koma fram í öđru líki en ţví sem raunverulega er til stađar, virđist mörgum býsna eđlislćgt. Og margir vilja sýnilega óţreyjufullir komast hćrra upp í mannfélags-stigann og ađferđin skiptir ţá slíka kannski ekki svo miklu máli. Tilgangurinn helgar löngum međaliđ, ekki síst hjá hástökkvurum hrćsninnar !

 

Slíkar stađreyndir eru og hafa lengi veriđ ljósar, en jafnljóst er ţađ, ađ traust getur enginn unniđ sér í siđuđu samfélagi međ ţví ađ trođa niđur dyggđir og ţađ sem heilbrigt má teljast í dagfari ţjóđarheildarinnar !

 

Menn sem hafa gefiđ sig út fyrir ađ vera fulltrúar fjórđa valdsins, fulltrúar almenningsheilla, samgćsku og ćrlegrar upplýsingaskyldu, verđa ţví miđur sjaldan góđir fulltrúar fyrir andstćđ öfl !

 

Framaleiđ til valda, sem vill oft fela í sér óhreinar viđmiđanir og falskan anda, skilar sér ađeins í röngum ávöxtum og hugsanlega samviskubiti í einstaka tilfellum !

Íslenskir kjósendur, gćtiđ jafnan ađ réttindum ykkar og frelsisfjöreggi og kastiđ ekki atkvćđum ykkar, perlum ykkar,fyrir svín !

 

 


Bloggfćrslur 24. maí 2022

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 603
  • Frá upphafi: 398758

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 514
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband