22.10.2024 | 10:18
Áskorun til kjósenda : Sendum Vg afleggjaratusku íhaldsins í þagnarvíti til frambúðar !
Við komandi þingkosningar ætti þjóðin að taka þá ákveðnu ákvörðun að senda íhaldshækjuna Vg í endanlegt frí. Þessi flokkur sem stofnaður var á sínum tíma undir forustu Steingríms Sigfússonar sem vinstri flokkur, hefur fyrir löngu breyst í andstæðu sína. Fjölda fólks er engin launung á því ógeði sem það hefur fengið á því framferði. Þar má nú rekja ljóta sporaslóð til margra ára. Miklu kosta sumir til framans, þar virðist öllu fórnað !
Þó að flokkur þessi hafi verið farinn að sveigja allmikið frá væntingum upp-haflegra fylgjenda sinna á seinni árum formannstíma Steingríms, keyrði þó allt um þverbak í þeim efnum þegar prímadonnan tók við. Manneskjan sú virtist aldrei hafa burði til þess sem henni var treyst til. Hún dró þar af leiðandi allt niður í getu og hæfni innan flokks-nefnunnar og skildi svo við allt í rjúkandi rúst, þegar hún forðaði sér af sviðinu síðastliðið vor. Sá viðskilnaður var með algjörum ólíkindum !
Skoðanakannanir höfðu þá verið að sýna Vg við 5% fylgismörkin og neðar, og í framhaldi mála hafa þær sökkt leifunum af þessum flokki niður í 4% eða minna, sem kann að þýða að hann heyri endanlega sögunni til sem vonandi verður. Því sannarlega hefur saga þessa flokksskrípis verið ljót allan príma-donnutímann og reyndar var hún heldur ekki góð síðustu formannsár forvera hennar. Sjaldan hefur verið siglt af stað með meiri væntingar til góðra hluta í íslenskri pólitík og sjaldan verið siglt jafn afgerandi í fullkomið strand í Hægrivík !
Prímadonnan er að mati pistilshöfundar einn ömurlegasti flokksformaður sem komið hefur fram í íslenskri stjórn-málasögu, og víst þykir undirrituðum að hún hafi aldrei kunnað þar til verka. Manneskjan kom vissulega vel fyrir og gat brosað fallega að margra mati, en það er ekki nóg. Innri hæfileikar, svo sem framsýni, skipulagsgáfa og stjórnunar-hæfni virtust hvergi fyrir hendi í hennar persónulega veganesti. Svo brosið eitt dugði skammt, enda slokknaði það oftast mjög snarlega eftir myndatöku og var því sjaldnast ekta !
En ein manneskja getur oft klikkað, enda er mannskepnunni gjarnt að skjátlast og fara villur vega, en að yfirlýst flokksheild skuli jafnframt klikka og hvergi grípa í taumana þegar stefnir í óefni, það er með ólíkindum. Hjá Vg var farið algerlega út af fyrri stefnu-mörkunarvegi, gerðar alveg hugsunarlausar málamiðlanir með skrið-dýrslegum undirlægjuhætti við höfuð-andstæðinginn hvað eftir annað sýnilega aðeins til að halda völdum og hanga í ráðherrastólunum !
Nú er svo komið að stjórnmálaflokkar, ekki síst þeir íslensku, ættu að koma sér upp nokkurskonar stefnuvísi. Einhvers-konar innanflokks hæstarétti sem sér um varðgæslu á því hvort flokkurinn sé að fylgja réttri stefnu sinni eða hvort hann sé genginn út af henni. Þá beri að taka í taumana og leiðrétta sérhvern henti-stefnukúrs. En hvaða flokkur mun vilja vera svo heiðarlegur og sjálfum sér samkvæmur, að viðhafa slíkt stefnu-öryggiskerfi ? Áreiðanlega enginn, eins og staðið er að málum hjá öllum aðilum flokkakerfisins í landinu !
Íslenskir pólitíkusar hafa löngum viljað hafa alla sína hentisemi hvar í flokki sem þeir standa og enginn flokkur hérlendis hefur lagt sig fram um að styðja hreinar stefnulínur. Vg hefur þó sett sérstakt met í ósamkvæmni, enda var svo komið þegar leið á þetta ár, að hinir upphaflegu höfuðandstæðingar flokksins voru þar taldir til hinna bestu vina og stuðnings-aðila - í fullum yfirlýstum trúnaði !
Svo langt er hægt að hlaupa frá öllum hugsjónum þegar vegtyllur og valdastöður eru annarsvegar. Og ekki verður annað sagt, en að prímadonnuklíkan í Vg hafi sett Íslandsmet í pólitískri öfugstefnu og hafa þó býsna margir gengið nokkuð langt í þeim efnum þegar á heildina er litið. Jafnvel þó mannaskipti verði í forustu flokksins, mun það ekki breyta miklu, því hin starfandi flokksheild er rotin í gegn. Þar er ekkert sem hægt er að endurnýja til einhvers gagns !
Svandís Svavarsdóttir breytir þar engu sem formaður, enda hefur hún verið með í öllu svikaferli flokksins og látið sér það vel líka. Hún hefði líklega getað risið upp og gert góða hluti, en það hefði hún þurft að gera fyrir löngu, en hún gerði það bara ekki. Ráðherrastóllinn hefur líklega verið svo notalegur. Sumir hafa haft mikið álit á Svandísi og hafa það jafnvel enn. Slíkt fólk heldur að hún geti logið sjálfan andskotann orðlausan, en hún breytir ekki svörtu í hvítt og tími hennar er og ætti að vera liðinn. Vg er ekkert nema andlegt þrotabú, í öllum hugsanlegum skilningi, og á ekki skilið nokkurn stuðning frá heiðarlegu fólki í þessu landi !
Sögu Vg þarf því, ekki síst vegna íslenskra þjóðarhagsmuna, að ljúka sem fyrst. Það óþurftarlið sem þar náði fljótlega völdum mun vafalaust ekki verða í vandræðum í þingmannaleysisstöðu með að finna sér annað heimili í pólitíkinni. En víst er að enginn flokkur sem tekur við flótta-mönnum, innflytjendum eða hælis-leitendum úr Vg mun batna við þá aukningu, heldur öllu heldur og skiljanlega versna sem því nemur !
Þó að Vg reyni að koma fram með einhverja æfða hræsnisleiki fram að kosningum, í upptrekktri von um að hressa upp á alveg glataðan orðstír, blekkir það engan nema þá sem blekktir eru fyrir. Orðstír Vg er algjörlega farinn og verður aldrei endurreistur. Þjónusta Vg við íhaldið síðustu sjö árin mun aldrei gleymast eða jafnast út. Þar var - eins og allir eiga að vita - hver misgjörðamælir fylltur upp, eins og mælingu varð viðkomið. Fyrir það þarf að koma verðugur dómur. Megi þessi þjóð verða sem lausust við svo svikula óværu sem Vg hefur reynst í stjórnmálum landsins og það héðan í frá og um alla framtíð !
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.10.2024 kl. 16:38 | Slóð | Facebook
Bloggfærslur 22. október 2024
Nýjustu færslur
- ,,Einleikur á Eldhússborðsflokk ?
- Hverju er þjónustan eiginlega helguð ?
- Orðheimtu aðferðin !
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 12
- Sl. sólarhring: 248
- Sl. viku: 1292
- Frá upphafi: 367417
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 1132
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)