Leita í fréttum mbl.is

Valkyrjustjórn eđa valkvendastjórn ?

 

 

Ţađ er auđvitađ ekki ćskilegt ađ gera ţví skóna ađ illa takist til međ ţá stjórnar-myndun sem nú er veriđ ađ reyna, en víst er ţó ađ margt getur ţar brugđiđ til beggja vona. Líklegt ţykir mér ađ Flokkur fólksins eigi ţar mest á hćttu. Flokkur sá er til kominn ađ mestu vegna óánćgju kjósenda međ ađra flokka, og ţví ekki ennţá kominn međ ţá samhentu einingu sem rík ţörf er á, ţegar ganga skal til stjórnarsamstarfs. Ţađ mun hćtt viđ ađ ýmsar brotalamir komi fljótt í ljós innan flokksins af ţeim sökum !

 

Ţađ velkist enginn í vafa um ţađ, ađ Inga Sćland er skörungur til orđs og ćđis. En er hún formađur sem getur haldiđ flokki sínum saman ţegar fer ađ gefa á bátinn, ţví ţađ mun gefa á bátinn og líklega fyrr en seinna ? Hversu samstillt mun ţingliđ Flokks fólksins verđa ? Ţar kunna ađ vera uppi ýmis sjónarmiđ sem eftir er ađ samrćma, enda hefur lítill tími gefist til ţess. Viđ slíkar ađstćđur mun reyna verulega á hćfni formannsins til ađ halda flokknum saman og leysa ţau margvíslegu vandamál sem hljóta ađ koma upp. Hafa má í huga, ađ Flokkur fólksins stćkkađi nú ekki á ţingi viđ Klausturbarsdýfuna !

 

Ţađ er talađ um valkyrjustjórn ? Ef ţessar ţrjár forustukonur ćtla ađ hegđa sér sem valkyrjur í ţessu stjórnarsamstarfi, býđ ég ekki í friđinn á komandi stjórnar-heimili. Hann verđur ţá varla mikill. Ćtli ţađ verđi ekki meiri ţörf á ađ sýna samstarfshćfni, gagnkvćman skilning og vilja til ađ láta hlutina ganga međ vaxandi trausti milli ađila, en ađ viđhafa einhvern brussugang, yfirgang og frekju, međ stöđugum tilraunum til ađ valta yfir annarra sjónarmiđ og ráđskast međ allt ?

 

Ţađ má reyndar segja, ađ viđ ţessa stjórnarmyndunartilraun hafi ţćr forustu-konur sem hér er veriđ ađ fjalla um, fengiđ einstakt tćkifćri til ađ sýna hćfni sína viđ slíkt verkefni. Ţađ er ţví nokkuđ í húfi fyrir ţćr, og mikilvćgt mál fyrir pólitískan feril ţeirra, ađ ţćr geti stađist ţađ próf međ trúverđugum hćtti. Ţađ munu ţćr líka allar vita, en reynslan mun leiđa ţađ í ljós hvernig til tekst. Ţađ er nefnilega ekki nóg ađ langa til ađ standa sig – ţađ ţarf líka ađ hafa getu til ađ standa sig !

 

Líklegt er ađ ţeir séu allmargir sem eru ekki nema hóflega bjartsýnir gagnvart ţeim möguleika ađ ţessir ţrír flokkar nái saman međ skynsamlegu og skipulögđu samstarfi. Ţađ ţarf nefnilega ađ semja um fleira en ráđherrastólana. Ţađ er heldur ekki nóg, ađ fólk vilji komast í ţá ađstöđu ađ hafa völd !

 

Ţađ ţarf umfram flest annađ ađ fylgja ţeim framgangi eftir, međ ábyrgđ, festu og hćfni, og ţađ af ákveđni í ţágu íslensku ţjóđarinnar sem mun fyrst og fremst gjalda ţess, ef illa tekst til !

 

Flestum er ljóst ađ íhaldiđ hefur veriđ allt of langan, órofinn tíma í ríkisstjórn landsins, enda sér ţess merkin á mörgu. Vg tryggđi íhaldinu margra ára viđbótar valdavist međ ţví ađ lćsa eigin stefnu niđur í innsiglađa skuldaskúffu. Ţjóđin krafđist ađ lokum uppgjörs á ţeirri skuld viđ kosningarnar 30. nóvember síđast-liđinn. Vg féll út af ţingi, enda gat ekki öđruvísi fariđ. Stefna Katrínar Jakobs-dóttur hlaut ađ fá sinn dóm. Slíkan dóm flýja menn ekki, ekki einu sinni í bađstofuhitann á Bessastöđum !

 

Nú er ađ sjá hvort ţađ tekst ađ halda íhaldinu utan stjórnar og koma á laggirnar stjórn sem verđur gagnleg fyrir ţjóđina og hagsmuni almennings í ţessu landi. Sérhagsmunaöflin hafa nógu lengi setiđ ađ fullsćlu á ríkisjötunni og fjármála-ráđuneytiđ veriđ í réttnefndum trölla-höndum á sama tíma. Veđur eru jafnan válynd í pólitíkinni og gagnvart slíkum ávinningi, ađ koma hér á almennings-vćnni og réttsýnni hagstjórn, er ţví miđur ekki unnt ađ vera nema mjög hóflega bjartsýnn !


Bloggfćrslur 16. desember 2024

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.12.): 33
  • Sl. sólarhring: 218
  • Sl. viku: 1189
  • Frá upphafi: 361400

Annađ

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 1048
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband