5.12.2024 | 00:57
Engin þjóð hagnast á fjandskap við Rússa !
Efnahagsþvinganir og refsiaðgerðir Banda-ríkjanna og Vesturlanda gagnvart öðrum ríkjum hafa oftast verið í trássi við alþjóðalög og gengið út á það að eyðileggja lifibrauð milljóna manna og alls almennings í viðkomandi löndum. En þegar umræddir kúgunarvaldar ráða alþjóða-lögum og hvernig þeim er beitt, þarf enginn að búast við neinu réttlæti úr þeirri átt !
En öll svívirða á sér sín takmörk og trúlega eiga fleiri eftir að komast að því en Hitler og Mussolini, að mælirinn geti orðið fullur. Glæpir Vesturlanda gagnvart þriðja heiminum eru löngu orðnir svo óhugnanlega miklir, að það hlýtur að koma að því einhverntíma að refsiaðgerðum verði beitt gegn þeim og það af fullum þunga. Og þær munu dæmast fullkomlega réttmætar þegar þar að kemur og það er kannski ekki svo langt í það !
Svokallað réttlæti Vesturlanda hefur aldrei birtst öðruvísi en sem blóðugt ranglæti gagnvart þriðja heiminum og vanþróuðum löndum, þar sem arðrán og nýlendukúgun hefur sett mark sitt á öll utanaðkomandi afskipti. Sú glæpasaga er svo mikill hryllingur, að það hefur lengi verið nánast óbærileg tilhugsun fyrir marga hugsjónamenn, að lífskjörum í okkar heimshluta skuli lengstum hafa verið haldið uppi með ófyrirgefanlegu framferði kúgunar í nýlendum og arðránslöndum vestræns kapítalisma. Það þarf sannarlega að leiðrétta og laga margt frá liðinni tíð og það er geymt en ekki gleymt og koma mun að þeim skuldadögum !
Langstærsta ríki jarðar Rússland hefur um skeið verið beitt hörðustu refsiaðgerðum og efnahagsþvingunum sem nokkurt ríki hefur orðið að þola. Rússar hafa staðið það allt af sér og aðgerðirnar gegn þeim hafa bitnað öllu harðar á vestur-evrópskum ríkjum sem notið höfðu hagstæðra orkukaupa frá Rússlandi. Þar má til dæmis nefna að efnahagsleg staða Þýskaland hefur veikst svo mikið að þar er nú nánast kreppuástand að skapast. Natóyfirgangurinn gagnvart Þýskalandi og þýskum þjóðarhagsmunum er ekki lítil plága fyrir þýsku þjóðina. Eyðilegging Nordstream leiðslunnar var árás Nató-þjóða á þýskar eignir og brot gegn öllum sáttmála Atlantshafsbandalagsins. Það má því skrifa efnahagslega afturför þýska ríkisins alfarið sem skuld hjá Nató !
Rússland er loksins komið í þann gír að loka vesturglugganum. Það var löngu tímabært að gera það, vegna yfirgangsins að vestan. Nú einbeita Rússar sér kröftug-lega að auknum viðskiptalegum tengslum við ríki Asíu. Vestur-Evrópuríkin fá líklega aldrei aftur þau góðu viðskiptakjör sem þau höfðu við Rússland og Ísland ekki heldur. Þeir markaðir sem Rússar eru að byggja upp og tryggja sér í Asíu verða þeim áreiðanlega miklu hagstæðari, bæði nú og í framtíðinni, en nokkur viðskipti geta orðið vestur á bóginn. Brics módelið mun að öllum líkindum eflast mikið á komandi árum ef áfram verður líf á þessari jörð !
Þegar Natólandið Bretland ætlaði að kúga Ísland með fisksölubanninu 1952 voru það Rússar sem buðust til að kaupa af okkur allan fiskinn, ekki Nató eða Natólönd. Hefði það boð ekki borist okkur, hefðum við Íslendingar verið svínbeygðir af Bretum. Og engin íslensk ríkisstjórn, sama hvað Natósinnuð hún var, sagði upp olíuviðskiptunum við Sovétríkin vegna þess að þau voru okkur alltaf svo hagstæð. Bein þjóðhagsleg viðskipti áttu alltaf að vera mark okkar og mið, á frjálsum grundvelli milliríkjasamskipta. En helbláa græðgis-höndin kom í veg fyrir það !
Nató fjandskapaðist við alla slíka stefnu af okkar hálfu og aðildin að árásar-bandalaginu fól í sér, að við mættum ekki ráða okkar málum. Þannig að sjálfstæði okkar var alltaf í spennitreyju kúgunar af hálfu þeirra þjóða sem áttu að vera okkar bestu vinir og er enn. Sjálfstæðisrök þau sem lágu að baki fullveldi okkar voru heilbrigð og samboðin ærlegri þjóð. En þegar Bretar og Bandaríkjamenn heimiluðu Íslendingum að stofna lýðveldi 1944 var staðan kynnt með öðrum og óhreinni hætti. Enda hefur sjálfstæði okkar alltaf verið innan afskaplega stórra gæsalappa þegar ,,vinaþjóðirnar miklu eiga í hlut !
Íslenskir fjölmiðlar eru í öllum atriðum leiðinlegur endurómur hlutdrægra vestrænna fréttastofa. Þar er ekki vottur af þjóðlegu sjálfstæði. Þjóðin er mötuð á hræsnisfullri lygi allan ársins hring, upp á hvern einasta dag. En þó að allir fjölmiðlar Vesturlanda sameinist í því verkefni að gera lítið úr Rússlandi og getu þess til að verja sig, verður sú blekking fljótlega afhjúpuð. Rússland verður ekki sigrað, vegna þess að í vopnabúri þess er til nóg af háþróuðum gereyðingarvopnum !
Og þeir sem ætla, þrátt fyrir þá staðreynd, í stríð við Rússland, munu aðeins hrinda þeirri framvindu af stað sem ekki verður stöðvuð og mun rústa öllu. Ef Rússland verður eyðilagt verður heimurinn líka eyðilagður. Borgir Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu verða líka geislavirkar rústahrúgur. Eldflaugarnar sem munu sjá til þess, munu koma frá fyrirfram stilltum skotstöðvum og kjarnorkukafbátar í hafdjúpunum munu sjá um afganginn !
Þó Notre Dame kirkjan hafi verið byggð upp í París eftir eldsvoðann mikla og það með rándýrum hætti, eru frönsk stjórnvöld ekki að leggja sitt til friðar í heiminum í framtíðinni. Það ætti þó að vera í anda þess boðskapar sem kristnar kirkjur eiga að standa fyrir. Svo hver veit hvað Notre Dame fær lengi að standa ? Það er jafnvel mjög svo óvíst að París verði til áfram, ef til kjarnorkustyrjaldar kemur ?
Ef mannkynið hefur ekki vit á því að halda frið við þessar voðalegu og ógnarfullu aðstæður, er erfitt að sjá fyrir sér að það eigi sér framtíð. Leikur að eldi endar yfirleitt með því að það kviknar í og björgunaraðgerðir þurfa að hefjast. En ef það kviknar í öllum heiminum verður engu bjargað og allir hljóta að farast í þeim eldi. Þar verður ekki um neitt annað tækifæri að ræða !
Stórveldapólitíkin er orðin þjóðum heimsins hættulegri en nokkru sinni fyrr, og er við það að steypa öllum fram af ystu brún og ofan í kjarnorkubálið. Meginástæða þess að hætturnar hafa margfaldast á síðustu árum, er að Bandaríkin finna að þau eru að missa valdatökin í heiminum. Það gerir þau hálfu hættulegri fyrir heimsfriðinn en þau voru. Donald Trump mun ekki stilla til friðar, hann verður litlu betri á forsetastóli en Biden.
Bandaríska auðvaldið mun stjórna Trump engu síður en Biden, enda er hann hluti af því. Trump er þegar farinn að vera með hótanir gegn Brics og heimta að dollarinn ríki áfram sem yfirgjaldmiðill um allan heim. Slíkur yfirgangur verður ekki liðinn öllu lengur. Nú verður hver þjóð að kunna sér hóf í breyttum heimi !
En styrjaldarhættan er samt með ýmsum hætti að verða áþreifanleg. Kannski er þessi veröld okkar á síðustu metrunum fyrir allsherjar tortímingu ? Brátt verður kannski ekkert eftir annað af plánetunni Jörð en eldur, eimyrja og geislavirkni ? Þagnarvíti Dauðans er oftast endapunktur allrar vitfirringar. Lífið verður kannski senn - að fullu og öllu farið !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook
Bloggfærslur 5. desember 2024
Nýjustu færslur
- Hverfum ekki inn í hringiðu hégóma og græðgi !
- Um sjálfsmorðssinnaða framvindu heimsmála !
- Hin endalausa blóðtaka mannkyns-ódáðanna !
- Engin þjóð hagnast á fjandskap við Rússa !
- Litið á pólitíska stöðu mála eftir kosningarnar !
- ,,Kóngurinn þarf að skíta !
- Um lýðræðislegan ömurleika !
- Á hið góða að koma með friði frá Bandaríkjunum heimsófriðar...
- Arfleifð Francos !
- Í kringum kosningasirkus hégómans !
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.12.): 24
- Sl. sólarhring: 311
- Sl. viku: 1171
- Frá upphafi: 360235
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 981
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)