27.3.2024 | 15:13
Það sem Reykjavík aldrei varð !
Þegar Háskóli Íslands var stofnaður í Reykjavík 1911, á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, var því lýst yfir með fjálg-legum orðum að skólinn ætti að verða háborg íslenskrar menningar og varnarþing þjóðlegra gilda. Það gekk kannski eitthvað eftir fyrstu árin, en sannarlega ekki til lengdar !
Erlend áhrif fóru fljótt að útvatna íslensk menningargildi innan háskóla-samfélagsins og höfuðborgarinnar. Alda-gamall, landlægur undirlægjuháttur gagn-vart útlendingum fór þar fljótt á kreik og kreppti að þjóðlegum hugsunarhætti. Sjálf-stæðisbaráttan missti hugsjónaleg áhrif sín og menn urðu einhvernveginn viðskila við íslenska arfleifð sína og virtust ekki gera sér neina grein fyrir því !
Háskólinn varð því eiginlega aldrei nein háborg íslenskrar menningar og enn síður þegar frá leið. Útlendingar fóru fljótt að hreiðra þar um sig og brátt þótti íslenskum háskólaborgurum það svo dæma-laust gaman að vera þannig beintengdir inn á heimsmenninguna, að íslenska menningin varð smám saman hornreka í sínum eigin skóla, þeim skóla sem stofnaður var henni til varnar og viðgangs. Það hafði verið stefnt að stóru, en þegar til kom voru menntamenn landsins enganveginn færir um hlutina !
Hugmynd um að reisa einhverja háborg íslenskrar menningar á Skólavörðuholti fór líka forgörðum, enda virðist sem þar hafi verið um nokkuð loftkennda pælingu að ræða, sem tæpast komst á það stig að vera rædd af einhverri alvöru. En kannski mun þó áhugi valdaelítunnar hafa þá verið farinn að beinast að öðrum menningarheimum og snobbaðri eftirfylgni við þá !
Reykjavík - var sem vitað er - hálfdanskur bær fyrir fullveldis-tökuna, og menn héldu víst að eftir þau tímamót myndi borgin færast meira til þjóðarinnar, en það varð ekki. Borgin færðist fjær þjóðinni og þó að dönsk áhrif dvínuðu, stórjukust þar bresk áhrif og síðan bandarísk, eftir því sem Ameríkanar tóku alls staðar yfir áhrif Breta og kenndu þeim að hafa sig hæga !
Bretar höfðu ráðið öllu á Íslandi á fyrri stríðsárunum því Danir fengu ekkert við því gert. Bretar réðu jafnvel verðlagi á öllum okkar útflutningsvörum og níddust á okkur eins og öllum öðrum sem þeir gátu níðst á. Það var ekkert við þá að virða á neinn hátt. Þeir höfðu hér alvaldan fulltrúa sinn Eric Grant Cable að nafni, sem drottnaði yfir málum lands og þjóðar í þeirra þágu !
Arðrán Breta og yfirgangur á Íslandi á þeim tíma var kapítuli kúgunar út af fyrir sig. Og Danir sögðu ekki orð, enda lágu þeir hundflatir fyrir Bretum og óttuðust jafnframt að styggja Þjóðverja. Og alltaf þurftu innlendir ráðamenn okkar að fylgja þeirri gömlu uppskrift að sleikja upp þá útlendinga sem völtuðu yfir okkur dag hvern með algjörlega samviskulausu ráðslagi ræningjans !
Sumir ráðamenn lands og þjóðar allt til þessa dags, hafa aldrei séð útfyrir Reykjavík í þjóðlegu tilliti. Síðustu þrjátíu árin og ríflega það höfum við miklu frekar verið borgríki en þjóðríki. Landsbyggðin hefur allan þann tíma verið arðrænd af höfuðborginni. Miðað við tímana fyrir fullveldi var landsbyggðin komin í neyðarhlutverk Íslands en höfuðborgin í yfirgangs-hlutverk Danmerkur og þó líklega öllu verri !
Enginn hluti Íslands er í dag óþjóðlegri en höfuðborgin. Þar kennir núorðið margra grasa fjölþjóðlegs gróðurs og þeim fjölgar stöðugt sem ekki eru íslensk og verða sennilega aldrei íslensk. Þar er jafnvel ýmislegt illgresi farið að rótfesta sig eins og í Svíþjóð og víðar. Það mun sannast í komandi tíð þjóðinni til böls og skaða !
Hérlend stjórnvöld hafa aldrei verið íslensk með þeim hætti að setja þjóðarhagsmuni í forgang. Hagsmunir útlendinga hafa þar alltaf verið settir hærra og nú er svo komið, að Reykjavík er orðin hálfútlend eins og hún var hálfdönsk fyrir 1918. Höfuðborgin virðist ekki eiga neina hugarfarslega samleið með landsbyggðinni svo það eru nú tvær þjóðir í landinu en aðeins önnur íslensk !
Reykjavík varð því aldrei það sem hún átti að verða og Háskóli Íslands ekki heldur. Þessi þjóðlegu virki urðu fljótt galopin fyrir öllu aðstreymi útlendra áhrifa og ekki síst þeirra sem verri þóttu. Andavaldið í borginni kom líka snemma að utan og það er ekki íslenskt. Þar mun öllum ætlað nú að nærast á óheilbrigðum graut í óþjóðlegri skál !
Íslendingar sem búa á landsbyggðinni finna yfirleitt til léttis þegar þeir ljúka erindum sínum í höfuðborginni og geta farið heim. Lífið í óðaþéttbýlinu á suðvesturhorninu fellur þeim fæstum að huga og hjarta. Það er sannarlega ekki í anda þess sem að var stefnt í eina tíð. Líklega er það ekki langt frá lagi sem kemur fram í vísu sem Enginn Allrason orti fyrir skömmu, á leið heim frá Reykjavík :
Innflytjendur undir sig
alla leggja pólitík.
Vinna í öllu aukin stig,
eiga þegar Reykjavík !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook
Bloggfærslur 27. mars 2024
Nýjustu færslur
- ,,Einleikur á Eldhússborðsflokk ?
- Hverju er þjónustan eiginlega helguð ?
- Orðheimtu aðferðin !
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 1
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 1298
- Frá upphafi: 367460
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1120
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)