16.4.2024 | 00:19
Svikin við friðarstefnu fullveldisins !
Þeir forustumenn fullveldismála okkar Íslendinga sem gengu frá samningum við Dani 1918, voru sannfærðir um það að íslensku þjóðinni væri best borgið með því að halda sig fjarri deilum annarra þjóða og kappkosta að eiga góð og friðsamleg samskipti við allar aðrar þjóðir. Sú stefna væri og myndi áfram verða Íslendingum farsælust sem veganesti til framtíðar !
En íslenski sjálfstæðisandinn bjó ekki í nösum allra, hvorki þá né síðar. Sumir vilja alltaf selja frumburðarrétt sinn ef baunadiskur er í boði. Og slík viðskipti hafa alltaf verið yfirgripsmikil á íslenskum markaði, ekki síst hin síðari ár, eins og ófá dæmi sýna !
Verðmiði var settur á Ísland upp úr stríðslokum 1945. Fáir vissu til fulls hvað var að gerast á bak við tjöldin, en það var mikil verslun í gangi. Stjórnmálamenn sem fluttu þjóðlegar ræður 1945 með fjálglegum hætti um sjálfstæði Íslands og nauðsyn íslensku þjóðarinnar á því að það yrði varið, hættu skyndilega að halda slíkar ræður. Það kom allt annar andi í ræður þeirra og þær hættu að vera þjóðlegar. Eitthvað virtist hafa persónu-breytt mönnum og gert þá að einhverju allt öðru en þeir höfðu talist vera áður !
Þeir fóru að tala um nauðsyn vestrænnar samstöðu gegn ógn sem sögð var blasa við á sama tíma og álfan var að stórum hluta í rústum. Hvað var eiginlega í gangi ? Voru menn ekki einmitt að koma út úr skelfingum, sem hlutu að undirstrika hvað dýrmætt væri fyrir okkur öll að halda frið í þessari veraldarskonsu okkar ?
En seiðnum var framhaldið. Og það var ekki farið dult með það, að ógnin átti að stafa frá þjóð sem hafði borið þyngstu stríðsbyrðarnar gegn nazistaveldinu, misst um 27 milljónir þegna sinna, var með allan vesturhluta lands síns í rúst og hafði orðið fyrir efnahagslegu tjóni sem talið var jafngilda 485 milljörðum dollara á þeim tíma. Hvaða þjóð þráði friðinn meira og þurfti frekar á honum að halda ?
En þjóðarleiðtogar þeir sem héldu þessum hernaðarhyggjuáróðri fram í lok stríðsins, voru fulltrúar þjóðar sem varð fyrir sáralitlu efnahagslegu tjóni í allri styrjöldinni og manntjón hennar var um 450.000 manns. Þeir vildu því sýnilega hafa í gangi viðvarandi stríðsástand og fá að vera ráðandi þjóð um veröld alla !
Hið sanna var nefnilega, að það var verið að koma á nýrri heimsskipan. Það átti að nota sterka stöðu tiltekinnar þjóðar eftir stríðið, til að festa niðurbrotnar þjóðir Evrópu á skuldaklafa hennar um langa framtíð, ef ekki alla !
Nýtt Rómaveldi var að rísa með miklar bandalagsáætlanir austan og vestan Atlantshafs. Og litla Ísland gat ekki einu sinni fengið að vera í friði fyrir þessum rísandi friðræningjum sem veifuðu valdi sínu í krafti öflugrar efnahagsstöðu sinnar og vildu gína yfir öllu á heimsvísu !
Þeir höfðu lofað því að þeir myndu fara af landi brott í stríðslok, en sviku þau orð sín og hafa allar götur síðan svikið allt sem ærlegir menn telja sér skylt að standa við. Og ekki nóg með það, heldur fengu þeir drjúgan hluta af íslenskum ráðamönnum þessa tíma til að svíkja líka. Það geta menn séð af því hvernig ræður þeirra breyttust skyndilega og fóru að verða amerískar en ekki íslenskar !
Sjaldan og sennilega aldrei hefur íslenska þjóðin verið blekkt jafn illa og þegar hún var véluð inn í Nató, án þess að fá að koma þar við sögu með lýðræðislegum hætti. Nógir voru Natóþjónarnir í þremur ráðandi flokkum og allir sammála því að leiða málið framhjá þjóðinni og öllu lýðræðislegu vali !
Stærri flokkarnir tveir vildu þó ekki eiga forsætisráðherra þeirrar ríkisstjórnar sem látin var standa fyrir þessum illa gjörningi. Hann varð að sækja til minnsta flokksins sem lagði hann til af sérstökum undirlægingarvilja !
Þannig varð fullveldisþjóðin frá 1918, sem vildi friðsamleg samskipti við allar þjóðir heimsins, herlausa smáþjóðin á markalínu Evrópu og Ameríku, blekkt og svikin og dregin inn í heimsvaldasinnaða hernaðarbandalagsklíku, sem stöðugt gerir sögu sína glæpsamlegri og verri !
Þar eru Íslendingar, hin fyrri full-veldisþjóð friðarins, orðin ábyrg fyrir mörgu sem aldrei skyldi verið hafa, og sú atburðarás hefur verið okkur bölvun og ógæfa, allt frá því að þjóðin var leidd undir Natóvaldið sem fórnarlamb, fyrir tilverknað svikulla forustumanna sem brugðust öllu því sem þeim bar skylda til að standa fyrir !
Einhverntíma kemur að því að þeir menn verða séðir í sönnu ljósi verka sinna og felldir af stöllum. Eftirfarandi Orð Krists standa í hornsteini Alþingishússins sem heilbrigt leiðarstef fyrir þjóðina :
,,Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa ! Að því mun koma að þeim verður fylgt að öðrum kosti mun þjóðin glatast !
Þetta leiðarstef gefur okkur þá von að íslenska þjóðin muni ekki endalaust láta ljúga að sér, og að því muni koma að hún verði frjáls, frjáls frá Nató, frjáls frá öllum ófriðaröflum, frjáls frá öllu valdi svikulla forustumanna sem lúta erlendu valdi, frjáls til þess að þjóna ærlegum viðmiðum eins og þeim sem fólust í fullveldis-yfirlýsingunni frá 1918 og hlutleysis og friðarstefnunni gagnvart öllum þjóðum !
Í þeirri stefnu einni getum við gengið fram í heilbrigðum þjóðaranda og áunnið okkur endurnýjaða virðingu meðal annarra þjóða !
Bloggfærslur 16. apríl 2024
Nýjustu færslur
- ,,Einleikur á Eldhússborðsflokk ?
- Hverju er þjónustan eiginlega helguð ?
- Orðheimtu aðferðin !
- Endurreisn ómennskunnar !
- ,,Fylgiríki Bandaríkjanna ?
- Hin kratíska feigðarstefna Norðurlanda !
- Útþenslustefna Bandaríkjanna !
- ,,Nýja Kalmarsambandið og glóruleysisgangan !
- Litlar, leiðitamar þjóðir !
- Er herleiðing Flokks fólksins að hefjast..... ?
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 53
- Sl. sólarhring: 55
- Sl. viku: 1333
- Frá upphafi: 367458
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 1154
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)