11.6.2024 | 00:03
Spurningin um úthald ?
Á síðari árum hafa margar konur gert sig gildandi í pólitík hér á landi og komist það langt að verða ráðherrar. Athyglisvert er þó að þær hafa svo fljótlega kvatt stjórnmálalífið og látið sig hverfa þar burt af sviði. Þar hafa stjörnuhröp af því tagi verið nokkuð tíð !
Sumar þessara kvenna voru taldar líklegar til að verða flokksforingjar í komandi tíð, en eitthvað brást í þeim efnum og styrkur þeirra, ekki síst sá persónulegi, virðist hafa verið verulega ofmetinn. Það má alveg sjá ástæðu til þess að velta því máli nokkuð fyrir sér og hvað það geti leitt af sér !
Menn verða oftast pólitískir leiðtogar í gegnum langtíma reynslu og seiglan skiptir þar miklu. En ef konur hverfa þar af vettvangi útkulnaðar, áður en þær öðlast reynslu og seiglu, hvað verður þá um forustu kvenna á þessu mikilvæga sviði ?
Karlar sem hafa komist langt í pólitík, virðast miklu síður líklegir til að hætta þar og láta sig hverfa með svipuðum hætti. Þeir virðast vilja standa á sviðinu jafnvel eftir að öll skynsamleg rök mæla með því að þeir ættu að hætta og tími þeirra þar sé liðinn. Þarna virðist vera marktækur munur í starfslegu tilliti milli úthalds karla og kvenna á hinum pólitíska vígvelli !
Þær konur sem koma mér í hug í þessu sambandi og mætti nefna eru til dæmis Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sigríður Anna Þórðar-dóttir, Sólveig Pétursdóttir, Siv Frið-leifsdóttir, Jónína Bjartmarz, Ingibjörg Pálmadóttir, Eygló Harðardóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ásta Ragnheiður Jóhannes-dóttir, Katrín Júlíusdóttir, Oddný G. Harðar-dóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Björt Ólafs-dóttir !
Allar hafa þessar konur orðið ráðherrar, en flestar í skamman tíma, og svo ekki söguna meir. Fáeinar hafa haldið áfram í stjórnmálum en virðast samt einhvern veginn hafa tapað pólitísku þunga-vigtargildi sínu og orðið undarlega vægis-litlar í öllu framhaldi málanna!
En yfir línuna er þarna um nokkuð margar konur að ræða, sumar á besta aldri, er þær hurfu nánast af vettvangi. Þær virðast bara hafa kulnað út, skort úthald, misst áhugann og í framhaldinu kannski, sem þekktar manneskjur, átt kost á einhverju kröfuminna starfi á góðum launum ? Enginn hefur samt farið í að rannsaka hvað hefur valdið því fráfalli sem hér er gert að umtalsefni !
En af hverju er þetta raunin ? Reynir meira á konur í taugaslítandi rifrildis-ferli stjórnmálanna og gerir það álag feril þeirra svo áberandi skammvinnan sem hann virðist hafa orðið í nokkuð mörgum tilfellum ? Hefur pólitíkin kannski önnur áhrif á konur til lengdar en karla ? Eru þær af tilfinningalegum ástæðum líklegri til að ,,brenna út“ á skömmum tíma í pólitík - fremur en karlarnir ?
Var það kannski þessvegna sem fyrrverandi forsætisráðherra virtist allt í einu vera búin að fá nóg og hljóp fyrirvaralítið frá sarfsskyldum sínum sem verkstjóri ríkisstjórnarinnar ? Eða var það vegna þess, að flokkur hennar var að mælast á mörkum þess að hann kæmi manni inn á þing í næstu þingkosningum ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.6.2024 kl. 13:39 | Slóð | Facebook
Bloggfærslur 11. júní 2024
Nýjustu færslur
- Er frönsk siðmenning að verða liðin tíð ?
- Vinstri aðall má ekki verða til í villusporum íhaldsgræðginnar !
- Lækkandi lífskjör og farsældarfall !
- Postuli sérhagsmunanna !
- Fulltrúar bandarískrar spillingar taka vestur-evrópska spilli...
- Þjóðlíf undir nöturlegum nýlendustimpli !
- Styrkjamálið til flokkanna !
- ,,Útilokunarstjórnmál ?“
- ,,Dýr myndi Hafliði allur !“
- Samfélög byggi sitt á ábyrgð og réttlæti !
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.3.): 11
- Sl. sólarhring: 300
- Sl. viku: 1360
- Frá upphafi: 373169
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 1222
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)