Leita í fréttum mbl.is

Skrifstofuríkiđ SŢ !

 

 

 

Ţađ er löngu ljóst, ađ vonir ţćr sem bundnar voru viđ stofnun Sameinuđu ţjóđanna í lok heimsstyrjaldarinnar síđari eru horfnar og týndar og tapađar. Endurtekning mistakanna međ Ţjóđabandalagiđ varđ fljótt hin ömurlegasta stađreynd, og ekkert hefur getađ bćtt ţá ímynd sem fljótt varđ grútskítug í gegnum stöđugan hráskinnaleik stórveldanna. Allt traust milli ađila fór fljótlega í súginn og einskisverđur kjaftaklúbbur sat eftir !

 

Auđvitađ hefđu ađalstöđvar slíkra samtaka sem SŢ var ćtlađ ađ verđa, aldrei átt ađ verđa stađsettar í Bandaríkjunum. Ţađ er međ ólíkindum ađ ţađ skyldi verđa niđurstađan. Ađalstöđvarnar hefđu auđvitađ helst átt ađ byggjast upp í einhverju hlutlausu landi en ekki á öđrum valdapóli heimsmálanna. Eftirferliđ hefur líka allt tekiđ miđ af ţví hvađ illa var af stađ fariđ í ţessum efnum !

 

SŢ hefur lengst af og nánast alla tíđ veriđ hagsmunalegt tćki til ađ viđhalda fullu forrćđi Vesturlanda í heimsmálum. Stofnanir samtakanna enduróma ţann tilgang međ ýmsum hćtti. Allir ađalritarar SŢ hafa veriđ hallir undir ţá stefnu, en sumir telja ađ U Thant hafi helst sýnst vera ţar nokkur undantekning. En á hans tíma voru mál komin í nokkuđ fastan farveg ţeirrar stýringar sem löngum hefur ráđiđ för hjá samtökunum og í raun, allt frá byrjun, stuđlađ ađ ţví ađ brjóta áhrifavald ţeirra niđur innanfrá !

 

Nú er SŢ fyrst og fremst ţunglamalegt skrifstofubákn, verulega kostnađarsamur kjaftaklúbbur sem skilar ákaflega litlu í heimsfriđarlegum skilningi. SŢ er ţví nákvćmlega eins og Ţjóđabandalagiđ var á sínum tíma. Sumir tala međ fyrirlitningu um samtökin sem algera gólfţurrku Bandaríkjanna eđa mjög svo skítugan afţurrkunarklút Vesturlanda og sannarlega virđist ţađ ekki ađ ástćđulausu !

 

Sameinuđu ţjóđirnar hafa aldrei veriđ sameinađar og nafniđ eitt er hiđ argasta ónefni sem slíkt. Stórveldapólitíkin hefur fyrir löngu eyđilagt allt í ţessum efnum og spillt sérhverjum möguleika til gagnlegra milliríkjasamskipta. Öryggis-ráđiđ virkađi alla tíđ öfugt og tryggđi hagsmuni stórveldanna og ţar međ framvindu ranglćtisins. Ţađ valtađi yfir Allsherjar-ţingiđ hvenćr sem ţörf var á ţví talin. Svo til sérhver stofnun á vegum ţessa bákns sem SŢ er, hefur allt frá upphafi boriđ sitt vitni um tvöfeldni og hlutdrćgni í málum. Ţar hefur alltaf skiniđ í gegn og drottnađ í öllu, undirlćgjuhátturinn gagnvart yfirbođinni stefnu ráđandi ríkja !

 

Ţađ vćri ţví hreint og beint heilsufarsleg bót ađ ţví fyrir heiminn og heimsmálin, ađ leggja SŢ niđur sem fyrst og verja ţeim óhemju fjármunum sem í ţađ bákn fara, til einhvers gagns fyrir ţurfandi ţjóđir, hvernig svo sem ţađ yrđi gert. En ţar mćtti auđvaldiđ eitt ekki fá ađ ráđskast međ öll mál bak viđ tjöldin, eins og veriđ hefur hingađ til, allri veröldinni til óţurftar og skammar !

 

Tilraunin sem gerđ var til ćtlađra heimsfriđarmála 1945, međ stofnun Sameinuđu ţjóđanna, var mjög snemma eyđilögđ og líklega vitandi vits, enda hefur enginn nokkra tiltrú lengur á framgöngu og gagnsemi SŢ í ţví sambandi og segir ţađ sína sögu um ţađ hvernig til hefur tekist !

 

Í margpóla heimi ţar sem kapitalískt einrćđi fćr ekki ađ drottna yfir öllu, er fólgin helsta von mannkynsins um manneskjulegri viđhorf í samskiptum ţjóđa. Ţar ćtti ađ vera hćgt ađ koma milliríkjaviđskiptum í traustara og trúverđugra horf. Ţađ sem kynni ađ verđa ţá til, eftir tímabćrt og endanlegt fráfall SŢ, verđur ađ flestu leyti ađ taka miđ af ţví ađ verđa í engu eins og SŢ !


Bloggfćrslur 15. ágúst 2024

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Sept. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 951
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 784
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband