Leita í fréttum mbl.is

Natóskattlandiđ Ísland !

 

 

 

 

Íslendingur sem vill fá hrein svör viđ ýmsu sem angrar hann, er líklegur til ađ vilja spyrja margs í yfirstandandi tíma, en ţeir sem kynnu ađ geta svarađ og ćttu ađ geta svarađ, ţegja jafnan ţunnu hljóđi. Ţađ er nánast venja ráđamanna hérlendis sem og víđar, ađ reyna ađ ţagga allt niđur sem ţeim líkar ekki og ţegja mál í hel. En spurningarnar leita samt fram og krefjast svara, spurningar eins og ţćr sem koma hér á eftir, í framhaldi ţessa pistils !

 

Getur ríki sem greiđir öđru ríki skatt kallast sjálfstćtt ? Eru Íslendingar alltaf ađ láta draga sig meira og meira undir yfirţjóđlegt vald og ţvinganir ţess ? Er allt sem gamla sjálfstćđisbaráttan stóđ fyrir glatađ og gleymt ? Erum viđ Íslendingar alfariđ ađ verđa skynlaus skoffín í samfélagi ţjóđanna ?

 

Er landiđ okkar alltaf ađ sökkva dýpra sem samfélag niđur í fenjalönd fjárglćfranna, erum viđ alltaf ađ sleikja ţćr hendur sem arđrćna okkur mest ? Hvađ er orđiđ af sjálfsvirđingu okkar og ţeim frjálsa íslenska anda, sem var kjarninn í ţeirri ţjóđarhugsjón sem ruddi okkur međ lifandi hćtti brautina til fullveldis ?

 

Erum viđ ađ verđa ađhlátursefni hjá skynbćru fólki um heim allan fyrir inngróiđ stórmennskubrjálćđi lítil-mennskunnar og króníska hugarlömun minnimáttarkenndarinnar ? Af hverju er forustuliđ okkar svo steindautt í stjórnar-farslegu tilliti, ađ meiri vesalmenni finnast varla ţó leitađ vćri um alla jörđina ? Og af hverju er efnahagsleg og andleg stađa okkar sem ţjóđar, í lóđréttu gengisfalli allar stundir ? Er ţađ eitthvađ sem verđur ađ vera, til ađ hćgt sé ađ ganga frá okkur ađ fullu og öllu sem marktćkri ţjóđ ?

 

Af hverju förum viđ í yfirlýst stríđ viđ ađrar ţjóđir, ţjóđir sem hafa ekki gert okkur neitt nema gott ? Af hverju látum viđ erlend öfl stöđugt leiđa okkur fyrir björg ? Af hverju getum viđ ekki hegđađ okkur í ţjóđlegu tilliti eins og vinir okkar Fćreyingar ? Af hverju lćrum viđ aldrei neitt af öllum okkar glórulausu mistökum ? Hversvegna köstum viđ okkur stöđugt međ blindum augum fyrir borđ allrar bölvunar, í ţágu blóđugra ţrćlahalds og stríđsćsingaafla úti í heimi ?

 

Af hverju vinnum viđ, međ hörđum hroka framgangi, ađ ţví ađ eyđileggja allan velferđarávinning ţjóđarinnar sem vannst međ botnlausum ţrćldómi ţriggja undan-farandi kynslóđa ? Af hverju rífum viđ stöđugt kjaft ţegar viđ ćttum ađ ţegja og reyna ađ skammast okkar ? Ţađ er gćfuleg framtíđ fyrir íslensku ţjóđina eđa hitt ţó heldur, ţegar hún er komin í ţá stöđu, ađ verđa blóđmjólkuđ bćđi af Nató og ESB. Er okkur alls varnađ núorđiđ sem ţjóđ sem vill vera virđingarverđ ?

 

Spurningarnar geta veriđ margar en svörin virđast fá og innantóm sem slík. Fara íslensk ungmenni ef til vill eftir nokkur ár út í heim undir herbođi međ ,, license to kill,“ fyrir nýjar nýlenduherferđir Vesturveldanna og Nató ? Verđum viđ Íslendingar ţá međ löggildingu manndrápa í nafni vestrćnnar hagsmunaklíku ? Verđur ţađ framtíđ ţeirrar ţjóđar sem var friđelskandi fyrir svo skömmu ? Hvert er veriđ ađ leiđa okkur, örţjóđina sem engum vildi illt í eina tíđ ?

 

Nú erum viđ orđin skylduđ til skattgjalds undir árásargjarnt og heilalaust hernađar-batterí sem fćđir sig á stríđsástandi. Og hver skyldu verđa nćstu manngildis lćkkunarskref í ţeirri herleiđingu úrkynjunar og ómennsku sem viđ höfum veriđ ţvinguđ inn í ? Ţađ vita sennilega bara blóđsuguandinn sem rćđur Nató og ESB í Brussel - og púkarnir í Pentagon ?


Bloggfćrslur 18. ágúst 2024

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Sept. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 951
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 784
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband