Leita í fréttum mbl.is

Ritað í tilefni haustjafndægra !

 

 

 

 

Það haustar. Sumarið er að hníga út af dagatalinu og sumir segja að það hafi aldrei komið til að vera þetta árið. Einhverjir voru þó slíkir dagarnir en fólk vill meira en fáeina daga. Margir tuða og ergja sig og aðra, og fara svo á hásumartíð út á Teneriffe, innfæddum íbúum þar til takmarkaðrar ánægju. Allt kemur að sínum þolmörkum, jafnt fjöldi Íslendinga á Teneriffe sem og fjöldi útlendinga á Íslandi !

 

Hvað er framundan ? Verður dýrtíðin áfram jafn djöfulleg og hún hefur verið, verður staða heimilanna í mögnuðu mínusgildi til frambúðar ? Verður húsnæðisokrið áfram í hæstu hæðum ? Hið hálaunaða, pólitíska ríkisforustulið gerir sannarlega fátt til að bæta stöðuna og skilar engu, er með fundahald úti á landi sem skilar engu, með sveitarstjórnarfólki sem skilar engu :

 

Ríkisstjórnin fundar, fundar,

flækist vítt og breitt.

En í verkum stundar, stundar,

stefnuleysið eitt !

 

Og vetur nálgast og dagar styttast. Allt lífsverk náttúrunnar hlýðir sínu kalli og laufin falla. En verkin mannanna, einkum valdamannanna dragast. Þau skila sér seint til góðra lykta. Samt er kominn loforða-tími, kominn lygatími fyrir lausnir eftir kosningar. Gildir þá enn og aftur það sem eitt sinn var kveðið á Þorrablóti á Skagaströnd :

 

Færist yfir alþjóð ró

eftir kosningar.

Eitt og annað gleymist

sem áður lofað var.

Sveipar þögnin á ný

sérhvern þingmannsstól.

Svo veit enginn hvar við

dönsum næstu jól ?

 

Þeim fjölgar Íslendingunum sem dvelja stóran hluta ársins erlendis, jafnvel í eigin húsnæði. ,, Maður frýs bara uppi á Íslandi“ segja þeir með hrolli. Þeir eru eiginlega orðnir hálfgerðir Frýslendingar að eigin mati og horfa svörtum augum á Ísland, farsælda frón. En við heima-ræktaðir Íslendingar þekkjum náttúruöflin hér og erum ekkert óvanir gosum og skjálftum, jökulhlaupum og aurskriðum og öðrum uppákomum hins íslenska umhverfis, og slíkt hendir nú víðar en hér !

 

En það eru yfirvöldin sem eru miklu verri viðureignar en náttúruöflin. Þau moka erfiðis-ávinningi lands og þjóðar til Brussel eða Úkraínu, eða jafnvel beint til Nató og Pentagon. Það fjármagn sem ætti að fara í að byggja upp laskað heilbrigðis-kerfið, byggja upp hrunið vegakerfið, byggja upp niðurbrotið velferðarkerfið, er sent úr landi í þágu Nató-samhjálpar Vesturlanda sem stefnir í það að verða mesta blóðsuga í samanlagðri Íslands-sögunni !

 

Nú eru Íslendingar víst orðnir beinir stuðningsaðilar hergagnaiðnaðar Pentagon og Brussel og ótaldir hálfíslenskir leigupennar hamast við það, húsbændahollir með afbrigðum, að réttlæta þá blóðugu staðreynd á öfugum nótum. Og ráðherrar í ríkisstjórn ganga þar á undan með illu fordæmi. Hvað skyldi friðsama örþjóðin á hjara veraldar geta sokkið djúpt ?

 

Við Íslendingar erum arðrænd þjóð, en við erum arðrændir af svokölluðum vinaþjóðum okkar og eigin auðvaldi. Erfiði vinnandi fólks fer alltaf illa á Íslandi vegna sérgæskuaflanna. Við vörum okkur ekki á höggormunum sem eru í þjóðargarðinum og þeim fjölgar með hverju árinu. Þeir ræna þjóðina jafnt fyrir eigin hag og fyrir erlenda húsbændur sína. Þeir eiga engar ærlegar taugar til og þaðan af síður þjóðhollustu !

 

Við Íslendingar erum ekki lengur á leiðinni upp, við erum á leiðinni niður, eins og allir sem búa við arðrán og svikræði eigin ráðamanna og annarra blóðhunda. Unga fólkið okkar stendur frammi fyrir því að erfa ekkert annað en þrælahaldskjör. Það er kannski það sárasta af öllu. Skyldu annars nokkrir geta farið héðan til Teneriffe eftir tíu ár ?

 

 

 


Bloggfærslur 22. september 2024

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 13
  • Sl. sólarhring: 204
  • Sl. viku: 1293
  • Frá upphafi: 367418

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 1133
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband