Leita í fréttum mbl.is

Endurreisn ómennskunnar !

 

 

 

Í breskri sögu er talađ um áriđ 1660 sem endurreisnina. Ţar er talađ út frá konungssinnuđum viđhorfum. Margt var ţá gert mörgum til óţurftar, ţegar hatursfullt og hefndarsjúkt fyrri tíma vald komst ađ kjötkötlunum á ný fyrir aumingjadóm ţeirra sem tóku viđ af Cromwell. Ţessi svokallađa endurreisn fólst međal annars í ţví ađ grafa upp lík látinna foringja ţingsins, forustumanna ţjóđarviljans, og hengja ţá eđa hálshöggva löngu dauđa. Ţađ var gert viđ lík Olivers Cromwell !

 

Sama var gert viđ lík John Bradshaws og Henry Iretons. Ţađ var viđhöfđ aftaka jarđneskra leifa ţessara manna á aftöku-stađnum Tyburn. Líkin voru látin hanga og síđan tekin niđur og afhöfđuđ. Höfuđin voru sett á staura. Taliđ er ađ höfuđ Cromwells hafi ţannig veriđ á staur til 1684 á ţaki Westminster Hall bygging-arinnar, ţar sem hin réttmćtu réttarhöld yfir Karli I fóru fram !

 

Eina stormasama nótt fyrrgreint ár fauk höfuđiđ til jarđar. Ţađ var hirt upp af varđmanni sem tók ţađ heim međ sér. Síđan mun ţađ hafa veriđ í höndum safnara og međförum safna allt til 1960. Ţá ţótti sumum saga ţeirrar međferđar orđin bćđi ljót og löng. Svo ólíklegt sem ţađ er, voru ţeir Bretar til sem skömmuđust sín fyrir hönd ríkis og ţjóđar fyrir ţessa ómannlegu međferđ hinna jarđnesku leifa, ţó ţađ sé reyndar ekki beinlínis trúlegt. Svo fór ţví ađ lokum ađ höfuđkúpan var jarđsett í skóla í Cambridge ţar sem Cromwell hafđi stundađ nám á sínum tíma !

 

Annar og meiri var manndómur Karls V., keisara hins Heilaga Rómverska keisara-dćmis, gagnvart látnum andstćđingum en Karls II. Englandskonungs. Ţegar hertoginn af Alba, hinn alrćmdi og grimmi hers-höfđingi hans, vildi fá ađ vanhelga gröf Lúthers, brenna lík hans og dreifa ösku hans í vindinn, svarađi Karl V : ,, Látiđ hann vera. Hann hefur ţegar mćtt dómara sínum. Ég er í stríđi viđ ţá sem lifandi eru, en ekki viđ dauđa menn“. Sú umsögn verđur ćtíđ heiđur fyrir Karl V. !

 

Fróđlegt vćri ađ vita hvađ menn eins og Thomas Fairfax (1612-1671), George Monck (1608-1670, Charles Fletwood (1618-1692), John Lambert (1619-1684) og fleiri hafa hugsađ eftir 1660, vitandi af ţrćlslegri međferđ hins endurreista konungsvalds á líkamsleifum fyrrum félaga ţeirra og vopnabrćđra. En ţađ er sannleikur ađ jarđneskar leifar sumra helstu verjenda enska ţingrćđisins gegn einrćđistilburđum vanhćfs konungs voru ţannig leiknar. Slík var bresk manndóms-hyggja áriđ 1660. Fyrrnefndir félagar ţeirra lifđu nógu lengi til ađ geta hugleitt ţá ómennsku sem sýndi sig ţar og aftur var komin til valda í ,,ţingrćđislandinu mikla“ eđa hitt ţó heldur.  !

 

En líklega var manndómstími nefndra manna búinn ađ vera 1660 ţó ţeir tórđu lengur. Ţví eftir ţađ lifđu ţeir ađ mestu sem hver önnur konungsţý og til lítils gagns fyrir ţjóđ sína, eđa eins og skuggar ţess sem ţeir voru taldir vera međan manngildi ţeirra virtist óskert til stađar. En ţannig fer fyrir mönnum miklu víđar en í Bretlandi. Slíkur manndómsbrestur ţekkist um allan heim. Ţađ er líklega međ verstu örlögum ţegar ţađ gerist, ađ menn lifa – međ slíkum hundshćtti - mennsku sína og ţar međ sjálfa sig !

 

 

 


Bloggfćrslur 21. janúar 2025

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 25
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 594
  • Frá upphafi: 365492

Annađ

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 507
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband