Leita í fréttum mbl.is

,,Útilokunarstjórnmál ?“

 

 

 

 

Oddviti sjálfstćđismanna í Reykjavík talar um útilokunarstjórnmál vegna ţess ađ ekki sé vilji hjá sumum öđrum flokkum til samstarfs viđ sjálfstćđismenn um myndun meirihluta í borgarstjórn. Ţađ er auđheyrt ađ blessuđ manneskjan er svekkt yfir ţví ađ vera ţannig, ađ eigin mati, sniđgengin. En af hverju í ósköpunum eiga trúverđug vinstri öfl ađ ganga til samstarfs viđ sjálfstćđisflokkinn – íhaldiđ í landinu ?

 

Ţjónusta af slíku tagi viđ ađaland-stćđinginn er pólitískur dauđadómur. Ţađ hefur yfirleitt veriđ ţannig og reynst ţannig og ţannig er eđlilegt ađ ţađ sé. Örlög Vg og útkoma í síđustu alţingis-kosningum sýndu međ skýrum hćtti hvernig almenningur lítur á slíka undirlćgju ţjónustu. Félagshyggja á einfaldlega ekki samleiđ međ sérhags-munaöflum. Almannahagsmunir eiga ţađ ekki heldur !

 

Ţađ er ţví ekkert um ađ tala. Međan íhaldiđ hélt Reykjavíkurbć og síđar borg í heljargreipum sérgćskunnar og hyglingar-kerfisins sem henni fylgdi, var ekki talađ um útilokunarstjórnmál af fulltrúum ţess, vegna ţess ađ ţá voru öll völd í helbláum höndum. Ţá var hćgt ađ kreista og kúga og fara sínu fram og fólk var svo bćlt ađ ţađ ţorđi ekki ađ rísa upp gegn yfirklíkunni !

 

Ţegar sú stađa var hinsvegar komin upp, ađ íhaldiđ hafđi misst völd sín og allan meirihluta, sáu menn ţar á bć ađ nauđsynlegt vćri ađ fá einhvern af hinum til ađ koma ţar til liđs. En ţađ verđur aldrei af slíku, nema međ ţví ađ einhver svíki ţađ sem hann á ađ standa fyrir. Og hlutverk Júdasar hefur aldrei, eins og dćmin sanna, veriđ eftirsóknarvert, hvorki í pólitík né öđru !

 

En nú er mikiđ talađ um kvennavald. Ný ríkisstjórn er komin til valda, ţriggja flokka stjórn, ţar sem viđkomandi flokkar eru allir undir stjórn formanna sem eru konur. Svo er líka ađ mestu í flokkum ţeim sem keppa um völdin í höfuđ-borginni !

 

Ţađ má ţví segja, ađ stjórnun allrar framvindu í landsmálum sem og borgar-málum ráđist ađ mestu af ţví hvernig konur koma til međ ađ standa ţar ađ verkum. Ţađ ćtti ţví vćntanlega ađ mega dćma komandi niđurstöđur í ţeim efnum konum sem valdamönnum í hag eđa ekki, eftir ţví sem til tekst. Ţarna eru ţví um nokkuđ skýr prófmál ađ rćđa varđandi kvennavald !

 

Stjórnun sem fylgir félagshyggjustefnu er auđvitađ allt önnur stjórnun en ţađ sem sjálfstćđisflokkurinn býđur upp á. Hjá íhaldinu er alltaf dansađ eftir pípu viđurkenndra fjármagnsađila og sérhags-muna ţeirra og ţar af leiđandi eru almannahagsmunir ekki virtir mikils. Ţetta vita allir, ţó sumir hafi yfirleitt ekki hátt um ţađ. Ađ láta ríki og sveitarfélög ţjóna einkahagsmunum er, ađ margra mati, ein ţaulćfđasta sérgrein hćgri afla víđast hvar !

 

Sjálfstćđisflokkurinn eđa íhaldiđ er í raun ekki venjulegur stjórnmálaflokkur. Ţar er um ósvífiđ hagsmunabandalag ađ rćđa, spillta hyglingarmaskínu sem getur ekki undir neinum kringumstćđum ţjónađ almennum borgurum ţessa lands međ heilshugar hćtti. Enda er ţar alfariđ stefnt ađ valdastöđu sérgćskusjónarmiđa og fyrst og síđast sáđ fyrir hágróđa-uppskeru einkavasanna !

 

Ţađ er ţví hiđ eđlilegasta mál, ađ íhaldiđ sé utan viđ alla samninga um manngćskuleg og ćrleg heildarsjónarmiđ varđandi ţađ hvernig stjórnun samfélagsins sé háttađ. Ţađ eru ekki nein útilokunarstjórnmál ţar ađ verki, heldur eđlileg afstöđu skilgreining međ tilliti til lendingar ţeirrar í málum sem ađ er stefnt. Ţađ er ţví um grundvallar-skilgreiningu ađ rćđa í ţví efni. Ţar getur ţví enganveginn fariđ saman sérgćskufull og spillt varđhundagćsla óţjóđlegra kvótahagsmuna og hagsmunir almennings í ţessu landi !

 

Ef meirihluti er fyrir hendi í samfélags-einingu sem vill starfa ađ hugsjónum félagshyggjunnar og í anda hennar, er íhaldiđ ađ sjálfsögđu ekki ţar innan vébanda heldur ţar fyrir utan. Í ţeirri ađgreiningu felast stefnulega séđ skýrustu línur sem hćgt er ađ fá fram í stjórnmálum okkar íslensku ţjóđar varđandi heildarstjórnun samfélagsins !

 


Bloggfćrslur 15. febrúar 2025

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Feb. 2025
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.2.): 28
  • Sl. sólarhring: 251
  • Sl. viku: 1047
  • Frá upphafi: 370753

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 881
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband