Leita í fréttum mbl.is

Er frönsk siđmenning ađ verđa liđin tíđ ?

 

 

 

Sú var tíđin ađ franska ţjóđin ţótti afskaplega siđmenntuđ. Franska var töluđ lengi vel viđ konungshirđir Evrópu allt austur í Rússland, og flest ţótti gott sem franskt var og margt apađ eftir ţví sem ţar ţótti viđeigandi. En ekki var ţar nú allt heilbrigt sem undir bjó og í raun var siđspilling ákaflega mikil og ekki síst hjá ađlinum, hástéttarhyski ţess tíma !

 

Og í rauninni var ţađ svo ađ ţar tók jafnan viđ hver spillingardýfan af annarri og svo virđist enn vera. Ţađ er reyndar svo komiđ, ađ siđmenningarstađa Frakklands virđist vera orđiđ talsvert mikiđ vafamál í margra augum svo ekki sé meira sagt og kemur ţar sitthvađ til. Frakkar eru líklega eina ţjóđ Evrópu sem hefur afkristnast ţó ekki hafi ţađ veriđ til langs tíma, en tćpast hefur ţađ tiltćki leitt af sér neina blessun yfir franskt ţjóđlíf !

 

Varla er hiđ yfirgengilega og ógeđslega glćpa og nauđgunarmál Dominique Pelicot gengiđ yfir, ţegar annađ ekki síđur svívirđilegt óţverramál skekur franskan siđmenningargrundvöll, en ţađ er mál lćknisins Joel Le Scouarecs. Ţar virđist sem ótrúlega yfirgripsmikill glćpaferill sé ađ koma í ljós, sem á sér langa forsögu. Er líka svo ađ sjá, sem margir hafi vitađ af glćpaferlinum og gert sitt til ađ hylma yfir hann. Kerfisleg spilling virđist hafa lagt ţar sitt til í svívirđuna. Og ţarna er ekki hvađ síst um börn ađ rćđa sem fórnarlömb og allt niđur í hvítvođunga !

 

Mađur á bágt međ ađ trúa ţví ađ svona mannskepnur sem ţarna um rćđir, geti veriđ til hjá siđuđum menningarţjóđum, og ţar ađ auki jafnvel veriđ starfandi sem lćknar, en viđkomandi brotamađur hefur lengi veriđ ţekktur skurđlćknir. Josef Mengele hefur oftast veriđ talinn einn mesti óţverri sem til hefur veriđ sem lćknir, en ţarna er líklega afhjúpađur lćknir sem virđist síst skárri. Fyrir nokkrum árum komst upp um austurrískan mann sem lék dóttur sína ţannig, međ áralangri fangelsun og kynferđislegri kúgun, ađ milljónum manna um heim allan ofbauđ gjörsamlega !

 

Ţađ er ekki hćgt ađ greina mikla siđmenningu í kringum svona botnlausan viđbjóđ og samt eiga í hlut menn af viđurkenndum menningarţjóđum sem hrćkja međ glćpum sínum á allt sem ţjóđlíf ţeirra ćtti ađ standa fyrir. Hvađ veldur svo algjöru mennskufalli ? Erum viđ farin ađ ganga stórlega aftur á bak í mannfélagslegri ţróun og er einhver takmarkalaus villimennska og skepnu-skapur ađ taka viđ ?

 

Nú hafa tveir franskir menn orđiđ uppvísir ađ fáheyrđum glćpum og gengiđ fram af mannkyninu međ yfirgengilegri ómennsku sinni og níđingshćtti. Ađ svona hlutir skuli geta átt sér stađ árum saman og fórnarlömbin skuli geta veriđ í hundrađa-tali ţegar afhjúpun glćpanna á sér loks stađ, er međ öllu óskiljanlegt. Mörgum verđur illt af tilhugsuninni einni um ađ svona skrímsli séu til. Hvađ skyldi koma nćst ? Allt er ţegar ţrennt er, kvađ stundum eiga sér stađ !

 

Mun kannski ţriđja ómennskumáliđ í Frakklandi verđa dregiđ fram í dagsljósiđ, til ađ auka enn frekar á efasemdir ţćr sem virđast víđa hafa vaknađ međal manna um ćtlađ siđmenningarstig frönsku ţjóđarinnar, á ţessum síđustu og verstu tímum ? Ég held ađ litli stórkarlinn í Frakklandi ćtti ađ huga ađ einhverju öđru en stríđsbrölti erlendis, ţegar hans eigin ţjóđ virđist vera ađ glata grundvelli sínum og stöđu sem siđmenntuđ ţjóđ !


Bloggfćrslur 10. mars 2025

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Mars 2025
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.3.): 81
  • Sl. sólarhring: 151
  • Sl. viku: 1067
  • Frá upphafi: 372867

Annađ

  • Innlit í dag: 69
  • Innlit sl. viku: 959
  • Gestir í dag: 68
  • IP-tölur í dag: 68

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband