Það brestur í mörgu þessa dagana sem var talið nokkuð heilt fyrir skömmu. Enginn veit hvað verður, en íslensk stjórnvöld virðast samt býsna lengi hafa verið með allt niðrum sig í alþjóðamálum !
Virðing okkar sem sjálfstæðrar þjóðar hefur beðið mikinn hnekki í augum þjóða-samfélagsins og sú staða sem við höfðum í því samhengi var önnur og líklega heldur skárri fyrir um það bil hálfri öld, þó lengi hafi syrt nokkuð mikið í sjálfstæðisálinn hjá okkur !
Það er nefnilega hægt því miður að standa þannig að málum, og með svo skammarlegum skriðdýrshætti í erlendri þjónustu, að sæmilega sjálfstæð og þjóðleg staða geti skaddast svo mikið fyrir vikið, að hún verði varla endurheimt með sómasamlegum hætti !
Það er því óvíst að sum sendiráð verði opnuð svo glatt aftur og viðskiptatap af þeim völdum á komandi árum verður fyrst og fremst tap okkar Íslendinga og okkar þjóðarbús. Fróðlegt verður að sjá hvernig kemur til með að verða unnið úr málum á næstu árum, til að bæta þann skaða sem unninn hefur verið á þjóðarhagsmunum litla Íslands í viðskiptalegu tilliti. Það er nefnilega pólitísk flokksheimska og þjóðarógæfa að skapa sér óvini þar sem engir óvinir voru fyrir !
Undirlægjuvilji íslenskra stjórnvalda virðist svo takmarkalaus gagnvart útlendum valdboðum að þess eru líklega fá dæmi. Maður minnist þess varla, að Ísland hafi átt neinn utanríkisráðherra til fleiri ára. Þeir hafa allir virtst vera að starfa fyrir útlenda sértrúarsöfnuði, svo sem Nató, ESB eða önnur ráðsmennsku-batterí, sem helst vilja gína yfir hvers manns koppi !
Slíkar valdaeiningar, fullar af erlendum yfirgangi, hafa lengi svikið sig inn á íslensk stjórnvöld og pólitísk öfl hérlendis og virðast hafa fengið allt íslenska stjórnkerfið til fylgilags við sig með óhreinum hætti út yfir gröf og dauða. Það sést heldur ekki lengur neinn vottur af þjóðlegri reisn í landinu, aðeins hundsleg undirgefni og takmarkalaus sleikjuháttur við erlenda yfirboðara !
Sjálfstæð afstaða lands og þjóðar hefur þannig verið máð út í flestum tilfellum, allt frá 1945, enda voru næstu árin þar á eftir beinlínis notuð með fullri hörku yfirgangs og áróðurs til að þvo íslenskan anda úr þjóðinni og gera hana að hlýðinni og sinnulausri undirlægjuhjörð. Það vita allir hverjir þjónuðu þar frá upphafi af mestri auðmýkt og gera enn og hafa líklega alltaf fengið sín hagsmunatengdu laun fyrir !
Framtíð Íslands er því miður ekki sérlega björt. Margar hættur geta steðjað að okkur Íslendingum í ótryggum heimi, einkum þar sem íslensk stjórnvöld virðast nú helst vilja höggva mann og annan og það án þess að hafa nokkra getu til þess. Litluputtalöndin Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Eistland og jafnvel fleiri slík, eru komin í algeran stríðsham og ætla sér víst að skipta Rússlandi upp í sirka 50 ríki sem hvert fyrir sig á að vera sæmilega viðráðanlegt fyrir nýju nýlendupólitíkina sem á víst að ná að Beringssundi ef ekki lengra !
Hvernig á að fara að þeirri sigursókn er hinsvegar enn óljóst mál. En íslenskar valdavalkyrjur eins og Rúna blöff og Togga töff, Mette hin danska, Kaja Kallas og Ursula von der Leyen telja sig líklega luma á einhverjum stórsnjöllum leyni-ráðum, sem hljóta þá að sópa öllu kjarnorku-vopnabúri Rússa úr vegi fyrir nýlendu-sókninni miklu og eins öllum hinum hefðbundna vopnabúnaði þeirra. Norrænt kvennavald er sko ekki neitt til að spauga með, skyldu menn ætla !
En því miður ! Veruleiki er eitt og draumórar annað. Þó forustulið þessara þjóða hati Rússa eins og hatað verður, og fái vafalaust sinn daglega heilaþvott varðandi það hatur á fundum hjá Nató og ESB, dugir það ekki til. Og þó kvenlægur blóðþorsti valdamanna kunni hugsanlega að vera meiri en sá karllægi, breytir það engu. Rússar munu halda velli og þeir verða ekki sigraðir nema þá í gjör-eyðingarstríði þar sem allir munu tapa og deyja. Skyldi það vera takmark vestur-evrópskra valdamanna, enn sem forðum, - kannski einhverskonar útfærsla á Final Solution gagnvart Rússum ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook
Bloggfærslur 16. mars 2025
Nýjustu færslur
- ,,Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina ...
- Blóðsköttuð og friðarlaus framtíð !
- Er frönsk siðmenning að verða liðin tíð ?
- Vinstri aðall má ekki verða til í villusporum íhaldsgræðginnar !
- Lækkandi lífskjör og farsældarfall !
- Postuli sérhagsmunanna !
- Fulltrúar bandarískrar spillingar taka vestur-evrópska spilli...
- Þjóðlíf undir nöturlegum nýlendustimpli !
- Styrkjamálið til flokkanna !
- ,,Útilokunarstjórnmál ?“
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 347
- Sl. sólarhring: 349
- Sl. viku: 1276
- Frá upphafi: 374062
Annað
- Innlit í dag: 306
- Innlit sl. viku: 1078
- Gestir í dag: 288
- IP-tölur í dag: 281
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bækur
-
: Fjörusprek og Grundargróður (2023) -
: Í norðanvindi og vestanblæ (2013) -
: Hjartað slær til vinstri - Úr minningaheimi Kalla í Nesbæ (2010) -
: Bræðingur og Brotasilfur (2004) -
: Þar sem ræturnar liggja (2004) -
: Út við ysta sæ (2000) -
: Frá fjöru til fjalls (1996) -
: Vísur frá Skagaströnd (1993) -
: Ljóð frá Skagaströnd (1991)