Leita í fréttum mbl.is

Er öll endurhćfing og ţroskareynsla einskisvirđi ?

 

 

 

Ţađ fer varla framhjá neinum ađ ofbeldisvćđing hins íslenska samfélags er orđin geigvćnleg og versnar međ hverju árinu. Og samt virđast margir alveg hissa á ţví hvernig ástandiđ er orđiđ. En hversvegna ? Er ekki ofbeldiskennsla í einhverjum mćli nánast á hverju kvöldi í sjónvarpinu ? Er ekki talsmáti fréttamanna í sambandi viđ stríđ og manndráp úti í löndum orđinn grófari og tillitslausari en hann var ? Ţarf einhver ađ vera undrandi yfir ţví ástandi sem hér hefur veriđ skapađ ?

 

Margir telja ađ íslenskir unglingar, sérstaklega á höfuđborgar-svćđinu, séu margir hverjir í daglegu ofbeldisnámi hjá erlendum ađilum sem hér hafa sest ađ. Talađ er um ýmsar mafíur í ţví sambandi, frá ţessu og hinu landinu. Nei, ţađ ţarf enginn ađ vera hissa á ţví hvernig málum er komiđ í ţessum efnum í landinu okkar. Viđ höfum ekki stađiđ neinn vörđ gegn ómenningunni. Viđ höfum ţvert á móti flutt hana inn í stórum stíl !

 

Í dómsmálum og frelsissviptingar málum, hefur alltaf veriđ talađ mikiđ um ađ endurhćfa brotamenn. Ţar hafa margir veriđ dćmdir til samfélagsţjónustu, til ađ opna augu ţeirra fyrir gildi samfélagsins, og ţörf okkar fyrir ţađ ađ hlutirnir geti gengiđ fyrir sig međ eđlilegum hćtti, öllum til ávinnings. Og endurhćfđir einstaklingar hafa víđa sýnt gildi sitt og öđlast nýja sýn og betri viđhorf til ađ varđveita og efla öryggi okkar allra. Slíkt ber ađ ţakka, ţví aukin reynsla samfara auknum ţroska dýpkar skilning okkar allflestra og gerir okkur ađ samfélagshćfari einstaklingum !

 

Unglingar og fólk á ćskuskeiđi gerir oft sitthvađ heimskulegt, en lćrir svo oftast ađ hegđa sér á betri hátt međ aldrinum. Margir hafa vafalítiđ gegnt ráđherra-störfum á Íslandi ţó skjöldurinn hafi ekki alltaf veriđ 100% hreinn. Ţegar manneskja er látin gjalda fyrir áratuga gamalt mál og verđur ađ segja af sér ráđherradómi fyrir vikiđ, finnst mér seilst nokkuđ langt í samfélagi ţar sem flestir glíma viđ einhverjar brotalamir. Manneskjan hefur sjálf sagt : ,, Ég er ekki sama manneskjan og ég var fyrir 35 árum !“

 

Ef viđkomandi manneskja er ekki bođleg sem ráđherra eftir ţroskareynslu síđustu ţrjátíu og fimm ára, eftir ţá endurhćfingu sem sá tími hefur vćntanlega veitt henni í lífinu til ađ verđa ábyrgari og frambćrilegri manneskja, hvađa dóm fellir ţá sú hrćsnis áfelling yfir íslenskt samfélag ? Er ţá öll endurhćfing og ţroskareynsla einskisvirđi og tilgangs-laus, fćr ţá enginn sem hugsanlega hefur brotiđ eitthvađ af sér annađ tćkifćri ? Er íslenskt samfélag ţá orđiđ ţetta syndlausa samfélag ţar sem allir hafa rétt til ađ grýta ađra vegna sinnar eigin ímynduđu fullkomnunar ?

 

Nei, viđ vitum ađ í samfélagi okkar eru nánast allir sekir um eitthvađ. Hvađ skyldu margir syndlausir ráđherrar hafa setiđ í ríkisstjórnum Íslands ? Hverskonar dómharka var ţađ sem ruddist allt í einu fram á sviđiđ í umrćddu máli Ásthildar Lóu Ţórsdóttur til ađ tryggja grýtingu hennar ? Og ţađ í samfélagi sem virđist hafa skiliđ viđ flest góđ gildi, en telur sig samt sýnilega fćrt um einhverskonar pólitískar aftökur ţegar ţeirra er krafist af ţeim sem slíku vilja stjórna ?

 

Ţađ er full ástćđa til ađ lýsa yfir skömm á ţeirri heimatilbúnu hrćsni sem ţarna var höfđ í frammi. Sú reynsla sem trúlega hefur markađ Ásthildi Lóu dýpst á lífs-leiđinni, er flestu öđru líklegri ástćđa til ađ gera hana hćfari til ţeirra hluta sem hún hefur sagt ađ hún brynni mest fyrir. Hún hefđi ţví átt skiliđ ađ mćta meiri skilningi og fá ađ sýna betur hvađ í henni býr. Ţađ er ćvagamalt mál og langreynt sannmćli, ađ sumir vita ekki hvađ ţeir gera, ţegar öfugsnúin siđvitund rćđur för, og ţađ virđist ţví miđur sannast enn og aftur !


Bloggfćrslur 28. mars 2025

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Mars 2025
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 122
  • Sl. sólarhring: 153
  • Sl. viku: 996
  • Frá upphafi: 375478

Annađ

  • Innlit í dag: 104
  • Innlit sl. viku: 827
  • Gestir í dag: 103
  • IP-tölur í dag: 103

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband