Leita í fréttum mbl.is

Ort til gamans af litlu tilefni !

 

 

 

Siggi stormur sumarspá

sína gyllir mikiđ.

Góđ er hún og gćđahá

en gildiđ taliđ svikiđ.

 

Margir illir út í hann

eru á gefnum nótum.

Telja hann ekki traustan mann,

tjá sig ţar frá rótum.

 

Margt ţar segja menn og víf,

mćdd af ólgu í frumum.

Dylst ei neinum dellustíf

dómharkan hjá sumum.

 

Um ţađ munu í sjálfu sér

sagnir engar rengdar,

hvernig veđur verđa hér,

veit ei neinn til lengdar.

 

Horfum fram í hressum móđ,

hlćjum bara og sjáum,

hvort viđ inn í sálarsjóđ

sumarylinn fáum.

 

Ţó ađ gaur međ glettnum brag

gylli sumarspána.

Mun ţađ seint viđ leiđarlag

lyfta sigurfána.

 

Ergi sálna oft er stórt,

illa í málin fariđ.

Verđi á Fróni tćpast tórt,

Teneriffe er svariđ.

 

En eyjarbúum áreiti

eykur vanda skćđan.

Íslendinga ofnćmi

er nú versta mćđan.

 

Áfram brosir Siggi samt,

síst ţar greinist asi.

Sér hann andóf reiđi rammt

rétt sem storm í glasi.

 

Kemur ţađ sem koma á,

kynnum menntir slyngar.

Skeytum ekki um veđravá,

viđ erum Íslendingar !

 

 

 

 

 

 


Bloggfćrslur 24. apríl 2025

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 104
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 1005
  • Frá upphafi: 378902

Annađ

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 816
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 60

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband