Leita í fréttum mbl.is

,,Hanskinn sem passar viđ bandarísku höndina“ !

 


 

Ţađ hefur lengi veriđ taliđ svo, ađ norsk stjórnvöld ru sauđviljug og sjónlaus í allri fylgispekt sinni viđ Nató og Banda-ríkin. Sú afstađa hefur líklega lengstum átt sínar meginrćtur í sósíal-demókratískum undirlćgjuhćtti og inngrónum aumingjadómi, eins og svo víđa annarsstađar, međal annars á Íslandi !

 

Síđan Einar Gerhardsen var á dögum, hafa norskir kratar ekki eignast einn einasta leiđtoga sem hefur haft til ađ bera norskan mikilleik, norskan manndóm og norskan anda, enda eru slík persónugćđi kannski orđin nokkuđ fátíđ í ţeirri uppeldisparadís Nató sem Noregur virđist orđinn á síđari árum !

 

Ţegar á heildina er litiđ, virđist öll forustusveit Norđmanna frá ári til árs, vera undirorpin andlegri vesalmennsku og úrkynjun. Norska ţjóđin virđist ţannig orđin fórnarlamb einhvers viđrinisháttar í siđvilltri auđhyggju sinni á síđari árum. Ţar virđist ţví öll framganga forustumanna vafin inn í ógeđslegan sleikjuhátt gagnvart sérlega yfirgangs-sömum erlendum öflum, sem eiga ţó víst ađ teljast til ţjóđarinnar bestu vina !

 

Og ţađ er eflaust ekki til neitt ţađ lengur sem Bandaríkin myndu ekki framgengt í Noregi, ef ţau bara fćru fram á ţađ. Undirgefnin er orđin svo yfirgengileg ađ margra mati. Ţannig virđast Norđmenn hafa glatađ heilbrigđum sjálfstćđisanda sínum og nánast rústađ sínu góđa norrćna orđspori frá fyrri tíđ međ alveg hörmulegum hćtti og ţađ er vćgast sagt illt til ţess ađ vita. En líklega er ekki viđ neinum góđum ávöxtum ađ búast, ţegar ţrćlslundin ein er farin ađ vísa veginn !

 

Ţegar Sy Hersh kom fram međ upplýsingar sínar um hryđjuverkiđ á gasleiđslunum í Eystrasalti, kom ţađ ţví yfirleitt engum á óvart ađ Norđmenn skyldu ţar hafa ţjónađ skuggaöflum Bandaríkjanna sem aldrei fyrr. En ţeir lćkkuđu sig samt um eina tröppu eđa tvćr í manngildisstiga alţjóđasamfélagsins og máttu nú illa viđ ţví eftir lágkúru undanfarinna ára. Nú virđast ţeir bara vera hćstánćgđir međ ađ vera undirţjóđ Bandaríkjanna og kannski er ţađ sú stađa sem hćfir ţeim best, eins og leiđtogar ţeirra hafa búiđ ţeim beđinn !

 

Heimildarmađur ađ uppljóstrun myrkra-verkanna í Eystrasalti mun hafa sagt eitthvađ á ţá leiđ, ađ Jens nokkur Stoltenberg vćri í hávegum hafđur viđ flestar bandarískar ráđagerđir, enda treystu Bandaríkjamenn honum alveg fullkomlega. Hann vćri hanskinn sem passađi viđ bandarísku höndina. Sú umsögn kemur enganveginn á óvart eftir ţađ sem á undan er gengiđ. En skyldi vera einhver hanski til nú til dags sem passađ gćti viđ sjálfstćđa norska ríkishönd ?


Bloggfćrslur 6. apríl 2025

Höfundur

Rúnar Kristjánsson
Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.

Eldri fćrslur

Apríl 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 754
  • Frá upphafi: 376523

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 620
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband